Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 19
Böðvar Guðmundsson Þáttur af Friðriki VII Það segja þeir sem vita að í Danmörku hafi konungdómur löngum stað- ið fastari fótum en í öðrum löndum og er þó langt frá að vera á einn veg gæfa þeirra konunga sem þar hafa setið að völdum. Megi Guð forláta mér þó ég kunni ekki á annan veg að haga orðum mínum um þá, ef satt skal kveða, en að þar hafa setið nokkrir ágætir konungar á stóli en fleiri þó fól og afglapar. Greinast þeir í ýmsar greifaættir og mismunandi göf- ugar en rekja þó allir með nokkrum hætti ætt sína til Vittakundar af Saxlandi er lengst barðist móti Karlamagnúsi. Vittakundur veitti Frans- mönnum harða mótspyrnu og vann á þeim allfrækilega sigra en varð þó tekinn um síðir. Karlamagnús nennti ekki að drepa svo hraustan mann og gaf honum líf og lét skíra til kristinnar trúar og setti síðan yfir Sax- land. Vittakundur gerðist ágætur trúmaður og féll í bardaga við heið- ingja er liðnir voru frá holdgan Herrans átta hundruð og sjö vetur. Afkvæmi Vittakundar í sjöunda lið var frú Rigsa af Aldinborg er engan átti bróðurinn til að erfa tign og ríki. Hún giftist einum sérdeilis ágæt- um manni frísneskum sem hét Hájór af Pottaborg. Þeirra sonur var Elmar af Aldinborg sem erfði ríki móðurafa síns og til hans hafa allir Danakonungar frá dögum Kristjáns I til Margrétar II rakið ætt sína ýmist í karllegg eða kvenlegg og flestir þó í báða. Þeir sem komnir voru í beinan karlegg frá Elmari af Aldinborg eru sagðir af Aldinborgarætt og er nú slitinn sá bláþráður fyrir margt löngu. Nokkuð var gæfunni misskipt með Aldinborgarkonungum, voru sumir friðsamir gáfumenn og má þar nefna Kristján I og Friðrik III, einnig Friðrik V og Kristján VIII, en aðrir voru sinni tign til minni sóma, svo sem morðinginn Kristján II, sem á einum degi lét hálshöggva nær hundrað tignustu menn í Svíþjóð svo blóðið tók í skóvarp á götum Stokkhólms. Kristján III lét einnig höggva margan tignarmanninn, svo sem jón biskup Arason og syni hans. Einnig má geta Kristjáns VII, sem var ær og drakk með Sæmundi Hólm og lét höggva göfugmennið Stru- TMM 2006 • 1 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.