Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 20
Böðvar Guðmundsson ensee, sem reyndar hafði áður barnað Karólínu Matthildi drottningu. Svo mjög elnaði ærusta Kristjáns VII að hann var að lokum byrgður inni og lauk ævi sinni við harmkvæli. Það hefur verið sagt að vitsmunir og manngæska hafi löngum verið fylgispakari þeim Danakonungum er báru Friðriksnafnið, en ekki þori ég að fullyrða neitt um það. Þrátt fyrir ærustuna gat Kristján VII son við Karólínu Matthildi, sá var Friðrik VI og ekki var hann farsæll stjórnandi, hann missti Noreg í hendur Svía og varð sjálfur gjaldþrota svo hirðin varð að lifa á bónbjörg- um um skeið. Friðrik VI átti mörg börn bæði með drottningu sinni og ýmsum frillum en allir synir hans dóu í frumbernsku. Svo sem ljóst má vera af ofanskráðu þá hafði súrnað gróflega í smjör- inu hvað varðaði vitsmuni og giftu þeirra konunga sem borið höfðu konungsnafn yfir Danmörku og Noregi á umliðnum öldum og var það margra rómur að mjög væri nú gengið á náttúrulegan vitsmunaforða Aldinborgarættar. Þá var arfaprins í Danmörku Friðrik Friðriksson, bróðir hins örvita konungs, Kristjáns VII. Kona hans var Soffía Friðrika af Mikluborg, vinsæl kona af allri alþýðu en ekki smáfríð. Friðrik arfa- prins sat löngum í Kristjánsborgarhöll, þar sem nú er þinghús Dana, og þótti vitgrannur en þó ekki vitlaus sem bróðir hans. Hann líktist í sjón frændum sínum, kjálkamikill og neflangur og uppmjótt höfuðið. Hann missti snemma bæði hár og tennur. Honum var fenginn til ráðgjafar Friðrik frá Blýkeri, sérdeilis fríður og lögfróður yngismaður af prúss- neskum sveitaaðli. Þau sátu löngum á tali, Soffía Friðrika og Friðrik frá Blýkeri og þótti báðum nokkuð gaman. Tveimur vetrum eftir að Friðrik krónprins, síðar Friðrik VI, var tekinn fyrir gafl lagðist Soffía Friðrika af Mikluborg á sæng og fæddi mikinn og fríðan svein. Hann var vatni ausinn og nefndur Kristján Friðrik. Hann óx upp við gott atlæti og öðl- aðist þegar á unga aldri mikinn lærdóm og þekkingu og var svo fríður að þótti ganga kraftaverki næst af svo ófríðu foreldri. Þá sögðu margir að ekki væri vit og fríðleikur með öllu á bak og burt úr Aldinborgarætt, en þeir voru einnig nokkrir er tautuðu í barm sinn að fleiri væru Frið- rikarnir í Kristjánsborgarhöll en Friðrik arfaprins. Kristján Friðrik varð brátt rómaður fyrir víðsýni og gáfur og eftirsóttur í hóp háfleygustu andans manna í Danmörku. Er Kristján Friðrik Friðriksson hafði einn vetur um tvítugt dó Friðrik arfaprins, faðir hans. Þá tók Kristján við herstjórnarvöldum í ríkinu. Hugur hans dvaldi þó löngum við vísindi og fagrar íþróttir og honum leiddist ákaflega hermennska. Það var honum þung raun að sitja í tvo vetur á útmörkum ríkisins suður í Holsteini, fjarri viturlegum umræð- um og vísdómsbókum. Það var honum því stór léttir er hann gat dregið 18 TMM 2006 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.