Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 26
Böðvar Guðmundsson
síðir lausn þessa harðlífis. Þakkaði hann bónda vel næturómakið og gaf
honum gullpening að launum.
Þessa sögu skráði Kristleifur hinn fróði eftir vikapiltinum er sló gras-
ið, og var peningurinn enn geymdur fram á okkar daga. Ekki hef ég séð
vænna fé.
En svo vel líkaði Friðriki prinsi hellir Surts að löngu síðar lét hann
byggja úr aðfluttu hraungrýti víðan helli þar sem heitir Skauðsborg á
Sjálandi og má sjá hann enn þann dag í dag sé Strandvegur ekinn milli
Kaupmannahafnar og Helsingjaeyrar og er bústa Friðriks VII fyrir
hellisopinu.
Síðan hélt Friðrik prins og fylgdarlið hans norður í land og gistu hjá
Bjarna Thorarensen skáldi og amtmanni á Möðruvöllum. Þeir Bjarni
mæltu til vináttu og drukku vinaskál heila nótt og var báðum vel
skemmt. Þeir drukku fyrst af sér alla gæslumenn prinsins og síðan
heimamenn amtmannsins, en svo var Friðrik meiri drykkjumaður en
Bjarni, að þegar Bjarni sofnaði undir borði stóð Friðrik upp og tók veiði-
byssu sína og gekk út og var þá enn nægilega handstyrkur til að skjóta
tvo spóa er ullu þar á þúfu móti morgunsólinni. Þeir Bjarni héldu vin-
áttu sinni ávallt síðan meðan báðir lifðu.
Friðrik og gæslumenn hans kvöddu síðan Bjarna amtmann og riðu
suður Stórasand. Svo sem oft gjörist á fjallvegum skipti skjótt um veður
og fengu þeir kafaldsbyl. fslenskur fylgdarmaður þeirra hafði um það
mörg orð síðar hversu vasklega Friðrik tók því volki meðan gæslumenn
hans sátu krókloppnir og skælandi á hrossunum. Talaði Friðrik í þá
kjark og skipaði þeim að glíma við sig til að hita þeim. Hefði þar margur
maðurinn króknað ef Friðriks hefði ekki notið við. Þegar þeir komu
aftur til Reykjavíkur var þeim haldin vegleg veisla og þar sté Friðrik
dans við reykvískar heimasætur af mikilli fimi og var lengi munað. Ekki
gjörðist fleira í þessari för Friðriks prins að skráð væri. Að áliðnu sumri
kom hann heim til Danmerkur án þess að lyst hans á Vilhelmínu prins-
essu hefði aukist að mun. Hjónabandi þeirra var því rift í hasti og var
honum vísað til þess staðar er Friðriksíuborg heitir og er á Jótlandi við
Belti hið minna. Þar undi hann vel sínum hag, braut hauga og lék við
múgamenn og saknaði síst þeirrar konu er hann áður var kvæntur.
Þá var í Kaupmannahöfn einn prentsveinn, Karl Hinriksson, er var
kallaður Karl berðlingur og hafði nokkur minni háttar störf við hirðina,
hann var manna fríðastur og margar konur unnu honum hugástum. Þeir
voru æskuvinir, Friðrik Kristjánsson og Karl berðlingur og Friðrik leitaði
ávallt á hans fund væri hann kvaddur til Kaupmannahafnar. Hann
hryllti æ meir við hefðarstandi ættgöfugra manna sem hann eltist.
24
TMM 2006 ■ 1