Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 26
Böðvar Guðmundsson síðir lausn þessa harðlífis. Þakkaði hann bónda vel næturómakið og gaf honum gullpening að launum. Þessa sögu skráði Kristleifur hinn fróði eftir vikapiltinum er sló gras- ið, og var peningurinn enn geymdur fram á okkar daga. Ekki hef ég séð vænna fé. En svo vel líkaði Friðriki prinsi hellir Surts að löngu síðar lét hann byggja úr aðfluttu hraungrýti víðan helli þar sem heitir Skauðsborg á Sjálandi og má sjá hann enn þann dag í dag sé Strandvegur ekinn milli Kaupmannahafnar og Helsingjaeyrar og er bústa Friðriks VII fyrir hellisopinu. Síðan hélt Friðrik prins og fylgdarlið hans norður í land og gistu hjá Bjarna Thorarensen skáldi og amtmanni á Möðruvöllum. Þeir Bjarni mæltu til vináttu og drukku vinaskál heila nótt og var báðum vel skemmt. Þeir drukku fyrst af sér alla gæslumenn prinsins og síðan heimamenn amtmannsins, en svo var Friðrik meiri drykkjumaður en Bjarni, að þegar Bjarni sofnaði undir borði stóð Friðrik upp og tók veiði- byssu sína og gekk út og var þá enn nægilega handstyrkur til að skjóta tvo spóa er ullu þar á þúfu móti morgunsólinni. Þeir Bjarni héldu vin- áttu sinni ávallt síðan meðan báðir lifðu. Friðrik og gæslumenn hans kvöddu síðan Bjarna amtmann og riðu suður Stórasand. Svo sem oft gjörist á fjallvegum skipti skjótt um veður og fengu þeir kafaldsbyl. fslenskur fylgdarmaður þeirra hafði um það mörg orð síðar hversu vasklega Friðrik tók því volki meðan gæslumenn hans sátu krókloppnir og skælandi á hrossunum. Talaði Friðrik í þá kjark og skipaði þeim að glíma við sig til að hita þeim. Hefði þar margur maðurinn króknað ef Friðriks hefði ekki notið við. Þegar þeir komu aftur til Reykjavíkur var þeim haldin vegleg veisla og þar sté Friðrik dans við reykvískar heimasætur af mikilli fimi og var lengi munað. Ekki gjörðist fleira í þessari för Friðriks prins að skráð væri. Að áliðnu sumri kom hann heim til Danmerkur án þess að lyst hans á Vilhelmínu prins- essu hefði aukist að mun. Hjónabandi þeirra var því rift í hasti og var honum vísað til þess staðar er Friðriksíuborg heitir og er á Jótlandi við Belti hið minna. Þar undi hann vel sínum hag, braut hauga og lék við múgamenn og saknaði síst þeirrar konu er hann áður var kvæntur. Þá var í Kaupmannahöfn einn prentsveinn, Karl Hinriksson, er var kallaður Karl berðlingur og hafði nokkur minni háttar störf við hirðina, hann var manna fríðastur og margar konur unnu honum hugástum. Þeir voru æskuvinir, Friðrik Kristjánsson og Karl berðlingur og Friðrik leitaði ávallt á hans fund væri hann kvaddur til Kaupmannahafnar. Hann hryllti æ meir við hefðarstandi ættgöfugra manna sem hann eltist. 24 TMM 2006 ■ 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.