Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 28
Böðvar Guðmundsson
Var um skeið kyrrt með honum og Karlottu Maríönnu en ekki unnust
þau þó með ærslum. En svo brá nú við að Friðrik prins þóttist vart mega
haug rjúfa að ekki bæri hann það fyrst undir Lofísu lipurtá. Þeirra vin-
átta gerðist æ innilegri, og mjög var hann elskur að sveininum Berð-
lingssyni og lék við hann löngum stundum. Hann fékk þeim Lofísu
herbergi í höll þeirra hjóna og það líkaði Karlottu Maríönnu stórum
miður. Hún var kona siðavönd og kurteis og ekki vön að ræða við slétt-
an almúga og krafðist þess af manni sínum að hann rækti sig eina
kvenna og héldi sig að þeim standi sem tign hans bar. Því ansaði Friðrik
öngu og entust þeirra samfarir ekki nema fimm vetur áður sundur gekk
hjónabandið.
Kristján konungur VIII lagðist banalegu er liðnir voru frá holdgan
Herrans átján hundruð fjörutíu og átta vetur. Á banasæng sinni kvaddi
hann Friðrik son sinn til sín og bað hann ávallt hlíta ráðum viturra
manna og fara að vilja þeirra. Svar Friðriks prins var lengi munað enda
gjörði hann það að einkunnarorðum sínum og lét rita á skjöld sinn.
„Herra,“ svaraði hann, „fái ég að fara að mínum vilja, þá skulu og allir
aðrir fá að fara að sínum vilja.“
Síðan dó Kristján VIII, þó ekki með öllu kvíðalaus. Það er mál manna
að hann hafi verið prúðastur konunga í Danmörku til orðs og æðis.
En það er af Friðriki að segja að hann settist á sinn trón. Að viturra
manna ráði lét hann strax setja landinu nýja stjórnskipan sem nam af
einveldi konungsins, er staðið hafði síðan á dögum Friðriks III, og lét
vald allt í hendur þjóðkjörnu þingi og ríkisstjórn. Það er til marks um
hve mjög hann unni sveininum Berðlingssyni að þegar velja skyldi stað-
festudag fyrir hin nýju lög um stjórn ríkisins þá bað hann að það yrði
gjört á fæðingardegi hans, - „og skal hátíð halda þann dag æ síðan.“ Það
var á Nobertusarmessu á sumar er liðnir voru frá holdgan Herrans átján
hundruð fjörutíu og níu vetur og þann dag draga Danir æ síðan fána á
stöng og halda snjallar ræður um konung og föðurland.
Ást Friðriks á Lofísu lipurtá jókst enn við konungsdóm hans. Hún
flutti brátt með allt sitt hafurtask í slotið og hét eftir það greifaynja
Danner. Hann bauð öðrum að nefna hana svo en nefndi hana ávallt
sjálfur sína lipurtá. Þau gengu í heilagt hjónaband er hann hafði verið
konungur tvo vetur og var engu tignarfólki boðið að vera við þá athöfn.
Hirðin öll var ærið viðmótsköld við frú Danner og neitaði henni að bera
drottningarnafn sökum óæðri burðar. Þau Friðrik hlógu bæði að og
héldu sínum fyrri hætti að bella glaumi við ættlaust fólk og slétt.
Ekki má með öllu skilja svo við þau Friðrik VII og frú Danner að geta
ekki nokkurra samskipta hans við íslendinga. Faðir hans, sálugur herra
26
TMM 2006 • 1