Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 35

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 35
Jórunn Sigurðardóttir Utanveltu Um austurríska Nóbelsverðlaunahöfundinn Elfriede Jelinek Það kom hinum vestræna bókmenntaheimi í opna skjöldu þegar sænska akademían tilkynnti þann 4. október árið 2004 að Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum það ár væri austurríski rithöfundurinn Elfriede Jelinek. Það kom bókmenntaheiminum líka í opna skjöldu þegar tilkynnt var haustið 2005 að Knut Ahnlund hefði sagt sig úr nefndinni í mótmæla- skyni við þessa veitingu sem hefði skaðað verðlaunin til frambúðar. Störf sænsku akademíunnar við árlegt val þess höfundar sem skuli hljóta þessa langstærstu og virtustu viðurkenningu bókmenntanna eru hjúpuð nokkrum goðsagnablæ. í akademíunni sitja 18 sérfræðingar á sviði bókmennta, fræðimenn, skáld, rithöfundar og þýðendur, 15 karlar og þrjár konur, flest fædd á þriðja og fjórða áratugi síðustu aldar. Sagt er að nefndin eigi í handraðanum lítt breytilegan lista með nöfnum 200 höfunda sem komi til greina sem Nóbelsverðlaunahafar. Reglulega sé svo gerður annar listi með nöfnum um það bil tíu höfunda sem liggur hinu endanlega vali til grundvallar. Það mun vera óskrifuð regla að höf- undur fái ekki verðlaunin í fyrsta sinn sem þau eru veitt eftir að hann kemst á stutta listann. Þetta þýðir eða lætur að minnsta kosti líta svo út að val verðlaunahafans sé aldrei tilviljun né að nefndin láti glepjast af skyndilegum frægðarljóma ákveðins verks eða höfundar. Valið sé ævin- lega vel ígrundað og endurspegli samhengi bókmennta gervalls heims- ins á öllum tungumálum. Síðast en ekki síst skal valið staðfesta „óvænta þátttöku þess sem er utanveltu“, eins og sagði í greinargerð verðlaun- anna árið 2003 þegar Suður-Afríkumaðurinn J.M. Coetzee fékk þau. Elfriede Jelinek er ekki utanveltu í bókmenntaheiminum. Hún er jafnvel verr sett en svo. Allt sitt líf hefur hún skrifað af mikilli ákefð og brýnu erindi. Hún hefur vakið harkaleg viðbrögð með verkum sínum, henni hefur verið úthúðað og hún brottræk gerð úr virðulegu samfélagi bókmenntanna í heimalandi sínu. Líkt og skáldbróðir hennar og sam- landi, Thomas Bernhard, hefur Elfriede látið banna uppfærslu á leik- TMM 2006 • 1 33
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.