Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 35
Jórunn Sigurðardóttir
Utanveltu
Um austurríska Nóbelsverðlaunahöfundinn
Elfriede Jelinek
Það kom hinum vestræna bókmenntaheimi í opna skjöldu þegar sænska
akademían tilkynnti þann 4. október árið 2004 að Nóbelsverðlaunahafi
í bókmenntum það ár væri austurríski rithöfundurinn Elfriede Jelinek.
Það kom bókmenntaheiminum líka í opna skjöldu þegar tilkynnt var
haustið 2005 að Knut Ahnlund hefði sagt sig úr nefndinni í mótmæla-
skyni við þessa veitingu sem hefði skaðað verðlaunin til frambúðar.
Störf sænsku akademíunnar við árlegt val þess höfundar sem skuli
hljóta þessa langstærstu og virtustu viðurkenningu bókmenntanna eru
hjúpuð nokkrum goðsagnablæ. í akademíunni sitja 18 sérfræðingar á
sviði bókmennta, fræðimenn, skáld, rithöfundar og þýðendur, 15 karlar
og þrjár konur, flest fædd á þriðja og fjórða áratugi síðustu aldar. Sagt er
að nefndin eigi í handraðanum lítt breytilegan lista með nöfnum 200
höfunda sem komi til greina sem Nóbelsverðlaunahafar. Reglulega sé
svo gerður annar listi með nöfnum um það bil tíu höfunda sem liggur
hinu endanlega vali til grundvallar. Það mun vera óskrifuð regla að höf-
undur fái ekki verðlaunin í fyrsta sinn sem þau eru veitt eftir að hann
kemst á stutta listann. Þetta þýðir eða lætur að minnsta kosti líta svo út
að val verðlaunahafans sé aldrei tilviljun né að nefndin láti glepjast af
skyndilegum frægðarljóma ákveðins verks eða höfundar. Valið sé ævin-
lega vel ígrundað og endurspegli samhengi bókmennta gervalls heims-
ins á öllum tungumálum. Síðast en ekki síst skal valið staðfesta „óvænta
þátttöku þess sem er utanveltu“, eins og sagði í greinargerð verðlaun-
anna árið 2003 þegar Suður-Afríkumaðurinn J.M. Coetzee fékk þau.
Elfriede Jelinek er ekki utanveltu í bókmenntaheiminum. Hún er
jafnvel verr sett en svo. Allt sitt líf hefur hún skrifað af mikilli ákefð og
brýnu erindi. Hún hefur vakið harkaleg viðbrögð með verkum sínum,
henni hefur verið úthúðað og hún brottræk gerð úr virðulegu samfélagi
bókmenntanna í heimalandi sínu. Líkt og skáldbróðir hennar og sam-
landi, Thomas Bernhard, hefur Elfriede látið banna uppfærslu á leik-
TMM 2006 • 1
33