Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 43
Utanveltu
Þessi orð undir lok bókarinnar mætti skoða sem staðfestingu feminískr-
ar afstöðu í skrifum Elfriede Jelinek, en að mínu viti er lítið unnið með
því að skoða skrif hennar út frá þröngum sjónarmiðum. Verk hennar
eru fyrst og fremst rannsókn á mynstrum í samskiptum lifandi fólks í
dauðri samfélagsskipan. Samfélagsskipan sem upphefur hið karllega en
skilur konuna, hið kvenlega, eftir valdalaust og utanveltu. Elfriede pred-
ikar ekki hvernig eigi að eyða þessum mynstrum heldur sýnir hvernig
tungumálið afvegaleiðir yfirsýnina stöðugt.
Persónusköpunin í Píanóleikaranum er þétt og óvægin og birtist les-
andanum í átökum, og persónurnar eru fjarlægar og fráhrindandi.
Raunar er það hrein hending ef persóna í verki eftir Elfriede vekur samúð
lesandans eða örvar til samsömunar. Það eru miklu fremur aðstæðurnar
sem eru lesandanum kunnuglegar, kraftarnir sem herða að hinu per-
sónulega og deyða það. Hvernig hægt og bítandi herðist á ósýnilegri
snöru tortímingar sem ekki verður umflúin. Þessi afhjúpun andstæðn-
anna í gegnum persónur í stöðugri endurtekningu smærri og stærri
átaka minna á bók landa hennar, Nóbelsverðlaunahafans Elíasar Canetti,
Die Blendung, þar sem valdabarátta, sem einstaklingar velja að taka þátt
í eða leiðast út í vegna þrýstings, myndar spennu fléttunnar. Átök forn-
fræðingsins og bókaunnandans og ráðskonu hans í þeirri skáldsögu hafa
oft verið túlkuð sem táknræn fyrir yfirgang fasismans í Austurríki.
Það fer kannski ekki mikið fyrir fléttu í leikritinu um Clöru Schu-
mann, enda ber verkið yfirskriftina „musikalische Tragödie" (músík-
alskur harmleikur). í verkinu stefnir Elfriede saman rómantík 19. aldar
og fasisma 20. aldar með því að gera ítalska 20. aldar rithöfundinn
d'Annunzio að nokkurs konar verndara Schumannhjónanna, en leik-
ritið gerist á sveitasetri hans. Grunnmyndin sýnir snillinginn Schu-
mann í eilífu þunglyndi vegna frumleikakröfunnar, dótturina Maríu
bundna í stuðningsgrind við píanóæfingar og Clöru sjálfa eins og fiðr-
ildi að gera öllum til hæfis: eiginmanninum, rithöfundinum d'Annun-
zio og vinum hans, og svo auðvitað tónleikagestum um allan heim.
Samruni fasismans og rómantíkurinnar í þessum persónum frá ólíkum
skeiðum sögunnar undirstrikar að ekkert hefur breyst, græðgin étur og
framleiðir samtímis meiri græðgi. Clara Schumann naut mikilla sérrétt-
inda í samfélaginu á sínum tíma vegna hæfileika sinna við að túlka verk
eiginmanns síns. Eigi að síður er hún sem eiginkona, ástkona og móðir
föst í viðjum hins kúgaða sem elur af sér kúgun. Clara kúgar dóttur sína
til að hlýða boðum karlveldisins í hvívetna. Clara S. var þýdd á íslensku
fyrir allmörgum árum og sett upp í Nemendaleikhúsinu. Þýðandinn var
undirrituð og tókst kannski ekki allt of vel að yfirfæra tungumál róm-
TMM 2006 • 1
41