Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 43
Utanveltu Þessi orð undir lok bókarinnar mætti skoða sem staðfestingu feminískr- ar afstöðu í skrifum Elfriede Jelinek, en að mínu viti er lítið unnið með því að skoða skrif hennar út frá þröngum sjónarmiðum. Verk hennar eru fyrst og fremst rannsókn á mynstrum í samskiptum lifandi fólks í dauðri samfélagsskipan. Samfélagsskipan sem upphefur hið karllega en skilur konuna, hið kvenlega, eftir valdalaust og utanveltu. Elfriede pred- ikar ekki hvernig eigi að eyða þessum mynstrum heldur sýnir hvernig tungumálið afvegaleiðir yfirsýnina stöðugt. Persónusköpunin í Píanóleikaranum er þétt og óvægin og birtist les- andanum í átökum, og persónurnar eru fjarlægar og fráhrindandi. Raunar er það hrein hending ef persóna í verki eftir Elfriede vekur samúð lesandans eða örvar til samsömunar. Það eru miklu fremur aðstæðurnar sem eru lesandanum kunnuglegar, kraftarnir sem herða að hinu per- sónulega og deyða það. Hvernig hægt og bítandi herðist á ósýnilegri snöru tortímingar sem ekki verður umflúin. Þessi afhjúpun andstæðn- anna í gegnum persónur í stöðugri endurtekningu smærri og stærri átaka minna á bók landa hennar, Nóbelsverðlaunahafans Elíasar Canetti, Die Blendung, þar sem valdabarátta, sem einstaklingar velja að taka þátt í eða leiðast út í vegna þrýstings, myndar spennu fléttunnar. Átök forn- fræðingsins og bókaunnandans og ráðskonu hans í þeirri skáldsögu hafa oft verið túlkuð sem táknræn fyrir yfirgang fasismans í Austurríki. Það fer kannski ekki mikið fyrir fléttu í leikritinu um Clöru Schu- mann, enda ber verkið yfirskriftina „musikalische Tragödie" (músík- alskur harmleikur). í verkinu stefnir Elfriede saman rómantík 19. aldar og fasisma 20. aldar með því að gera ítalska 20. aldar rithöfundinn d'Annunzio að nokkurs konar verndara Schumannhjónanna, en leik- ritið gerist á sveitasetri hans. Grunnmyndin sýnir snillinginn Schu- mann í eilífu þunglyndi vegna frumleikakröfunnar, dótturina Maríu bundna í stuðningsgrind við píanóæfingar og Clöru sjálfa eins og fiðr- ildi að gera öllum til hæfis: eiginmanninum, rithöfundinum d'Annun- zio og vinum hans, og svo auðvitað tónleikagestum um allan heim. Samruni fasismans og rómantíkurinnar í þessum persónum frá ólíkum skeiðum sögunnar undirstrikar að ekkert hefur breyst, græðgin étur og framleiðir samtímis meiri græðgi. Clara Schumann naut mikilla sérrétt- inda í samfélaginu á sínum tíma vegna hæfileika sinna við að túlka verk eiginmanns síns. Eigi að síður er hún sem eiginkona, ástkona og móðir föst í viðjum hins kúgaða sem elur af sér kúgun. Clara kúgar dóttur sína til að hlýða boðum karlveldisins í hvívetna. Clara S. var þýdd á íslensku fyrir allmörgum árum og sett upp í Nemendaleikhúsinu. Þýðandinn var undirrituð og tókst kannski ekki allt of vel að yfirfæra tungumál róm- TMM 2006 • 1 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.