Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 47
Utanveltu En það er hlustað á skáldkonuna þótt tungumál hennar tilheyri henni ekki, eftir því sem hún segir, og sjálf hlustar hún einnig eftir tungumál- inu, hægri hrynjandi þess á meðan „einhvers staðar er þrýst á rauðan hnapp sem leysir úr læðingi hræðilega sprengingu og þá á tungumálið aðeins eftir að segja: „Faðir vor þú sem ert“. Faðir, segir móðurmálið sem kúgararnir hafa lokkað til sín og burt frá skáldinu. Texti Nóbelsræðu Elfriede Jelinek er snöggtum lengri og í honum er mikil örvænting. Tala mætti um tregróf í endalausri klifuninni. Frá- sögnin er ekki allt, textinn er það sem mestu skiptir, tungumálið sem skapar og er skapað samtímis. En það er bil þarna á milli, mismunur sem veldur hugarangri, togstreitu, um leið og hann er uppspretta, kannski hin eina og sanna uppspretta sköpunarinnar. Ef til vill ekki skrítið að helstu áhugamál Elfriede Jelinek skuli vera glæpasögur og tíska. í því fyrrnefnda fær maður að lokum einhverja lausn, útskýrði hún í viðtali við Frankfurter Allgemeine Zeitung skömmu eftir að til- kynnt var að hún fengi bókmenntaverðlaun Nóbels; tískunni er hægt að íklæðast til að hylja sitt eigið viðkvæma skinn með einhverju sem er aðlaðandi og vekur athygli um leið og það dregur athyglina frá Elfriede Jelinek sem líklega sat heima í íbúð sinni í Vínarborg á meðan hin mikla Nóbelsverðlaunaafhendingarseremónía fór fram í Stokkhólmi. Kannski horfði hún sjálf á útsendinguna, horfði á sjálfa sig tala um upplausn tungumálsins, óhlýðni þess og frekju í eintóna upplestri á myndbandi. Hún segir að sér hafi verið veittur óstjórnlegur heiður sem sé of stór, Thomas Pychon, sem hún sjálf hefur þýtt á þýsku, hefði átt að fá verð- launin í hennar stað. Því var Nóbeisnefndin ekki sammála og veitti Elfriede Jelinek verðlaunin fyrir „músíkalskt flæði radda og andradda í skáldsögum hennar og leikritum og einstakt kapp hennar við að beita tungumálinu til að afhjúpa klisjur samfélagsins og undirokandi vald þeirra,“ eins og sagði í greinargerð sænsku akademíunnar. Því var hald- ið fram að með því að veita Elfriede Jelinek Nóbelsverðlaunin árið 2004 hefði sænska akademían sýnt pólitískt siðferðisþrek. Einnig var ýjað að því að nefndin hefði viljað styðja gömlu Evrópu í raunverulegri speglun sinnar sögulegu fortíðar. Það má vel vera, því að bækur Elfriede Jelinek eru ekki heillandi skemmtilesning, að sumra mati ekki einu sinni inn- hverf bókmenntaleg upplifun. Hún beinir erindi sínu gegn blindu heimsins, blindunni andspænis grímum tungumálsins sem aðeins tungumálið getur svipt burtu. TMM 2006 • 1 45
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.