Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 57
Áhrifamikill útúrsnúningur þarfnast því tengsla við umhverfið til að öðlast merkingu. Tengslin byggjast á reynslu okkar í lífinu, stétt, kyni, kynþætti eða kynhneigð en líka öðrum hlutum eins og aldri, búsetu, starfi, menntun, vinnuum- hverfi, trú, áhugamálum, smekk og mörgu öðru sem við kunnum jafn- vel ekki að nefna á nafn. Kaldhæðni er flókin og tvíræð og þess vegna umdeilt fyrirbæri. Hún vekur ólíkar tilfinningar hjá fólki, allt frá reiði til gleði og hláturs, enda getur hún gert gys að, ráðist á, útilokað, orðið til skammar og lítillækkað hina líklegustu og ólíklegustu hluti og fólk. Ég hef samt mestan áhuga á þeim eiginleika kaldhæðninnar að geta snúið út úr og grafið undan og þar með ógnað ríkjandi samfélagsskipan, og þar verður skilgreining Hutcheon áhugaverð, sérstaklega ef hún er lesin samhliða gjörnings- kenningu Judith Butler sem sér líka í henni möguleika á útúrsnúningi (subversion). Kaldhæðnin hefur þann eiginleika að geta brotið niður ríkjandi orðræðu innanfrá, komið henni úr jafnvægi og ögrað yfirráð- um hennar með því að eigna sér vald hennar.2 Ég ætla að skýra þetta aðeins nánar með vísun í kenningu Butler. Butler sér kyn, kyngervi, kynferðislegar sjálfsmyndir (sexuality) og þrár sem hluta af ríkjandi samfélagsmynd, en í orðræðunni líta þau út sem náttúrulegar og eðlilegar staðreyndir. Fyrirbærin eru sköpuð inn- an orðræðunnar vegna þess að í henni er það skilgreint hvað er kven- legt og hvað er karlmannlegt, hvað er eðlilegt og hvað er óeðlilegt. Við sköpum svo okkar eigin kyngervi og kynferðislegu sjálfsmynd með því að hegða okkur sí og æ eftir settum reglum, en með því staðfestum við ríkjandi gildi. Butler leggur til að við finnum leiðir til þess að afhjúpa þá síendurteknu endurframleiðslu orðræðunnar og uppræta þannig ríkjandi norm. Við verðum að nota veikleika endurtekningarinnar og snúa út úr henni, því endurtekning nær aldrei að verða fullkomin eftir- herma af norminu. Með því er hægt að draga í efa að kyn, kyngervi, kynferðislegrar sjálfsmyndir og þrár séu eðlileg og opna þau fyrir breytingum. Eina dæmið um slíkan útúrsnúning sem Butler skýrir til hlítar er fyrirbærið dragdrottning. Þar tekur karlmaður á sig (kyn)gervi sem við tengjum við konur en kvenleiki hans sýnir að kvenleikinn tilheyrir ekki endilega bara konum. Slík framkoma snýr því út úr ríkjandi hugmynd- um um kvenleika og dregur eðli hans í efa. Svipaðan útúrsnúning er hægt að sjá í lífstíl butch/femme lesbía (karlmannlegar lesbíur sem vilja mjög kvenlegar og penar kærustur) eða í einstaka atburði eða andartaki daglegs lífs. Það eina sem slíkur atburður þarf að uppfylla er að snúa út úr ríkjandi normum og gera þau sýnileg. Ég tel að kaldhæðni hafi svip- TMM 2006 • 1 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.