Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 58

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 58
Hugrún R. Hjaltadóttir aða eiginleika og útúrsnúningurinn sem Butler sér í dragdrottningum og geti skapað augnablik þar sem hið eðlilega er dregið í efa. Ég hef mestan áhuga á þessum litlu augnablikum. Ekki vegna þess að þau snúi meira út úr eða séu mikilvægari en stærri atburðir, heldur vegna þess að þau eru líklegri til þess að ná til venjulegs fólks. Þau birtast og hverfa jafn fljótt en skilja vonandi eftir sig einhver spor og geta þann- ig, smátt og smátt, leitt til breytinga. Það er ekki erfitt að fá staðfestingu á því að ástarsagan sé rosalega gagnkynhneigt fyrirbæri. Hún er einn af þeim stöðum þar sem hin gagnkynhneigðu gildi (heteronorm) endurskapa sig og staðfesta. Það þýðir þó ekki að útúrsnúningur geti ekki átt sér stað innan ramma ástarsögunnar. Það að afhjúpa og gera grín að gagnkynhneigðum gild- um á sama stað og þau eru staðfest hlýtur að hafa einhver áhrif. Dagbók Bridget Jones er uppfull af slíkum kaldhæðnum augnablikum sem fengu mig til þess að flissa. En það sem mér finnst fyndið finnst öðrum kannski ekkert merkilegt og það er erfitt að skilgreina hvað er fyndið. Það breytir því samt ekki að þegar ég las Dagbók Bridget Jones með hlið- sjón af kenningu Butlers og skilgreiningu Hutcheons á kaldhæðni, fór ég að sjá bókina sem gagnrýni á ríkjandi kvenímyndir og sterka stöðu gagnkynhneigðra gilda í menningu okkar. Dagbók Bridget Jones Fyrir ykkur örfáu sem ekki hafið lesið bókina (eða séð myndina) er rétt að rekja efnið í stuttu máli. Sagan er skrifuð í dagbókarformi og hefst frásögnin fyrsta janúar þar sem Bridget er stödd í nýársboði hjá foreldr- um sínum. Þar er hún kynnt fyrir Mark Darcy, vel stæðum einhleypum lögfræðingi, sem mamma hennar er æst að koma henni saman við. En Bridget hefur engan áhuga og hann virðist ekki hafa það heldur. Hún heldur svo heim til Lundúna og byrjar með yfirmanni sínum Daniel Cleaver. Þegar þau eru búin að vera saman í smá tíma verður augljóst að þau eiga ekki mikið sameiginlegt; hún kemst svo að því að hann hefur haldið fram hjá og leggst í mikla ástarsorg. Bridget hittir Mark Darcy af og til og gerir sér smátt og smátt grein fyrir því að hún er hrifin af honum. Þá kemst hún að því að mamma hennar hefur stungið af með nýja kærastanum og miklum ránsfeng, þar á meðal peningum frá foreldrum Darcys, og heldur að hann hafi engan áhuga á sér vegna glæpa móður sinnar. Darcy hefur hins vegar elt móð- urina uppi og eltingarleikurinn endar á stofugólfinu heima hjá foreldr- um Bridgetar á aðfangadagskvöld. Mark Darcy bjargar deginum og 56 TMM 2006 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.