Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 62
Hugrún R. Hjaltadóttir
Lýsingar á ‘fcgrunaraðgerðum1 eins og þessum koma hvað eftir annað
fyrir í bókinni og sýna vel allan þann tíma og peninga sem konur eyða í
að verða kvenlegar, vera konur. Hún talar um að drekka minna, eyða
minni peningum í vitleysu, taka til, hafa stjórn á tilfinningum sínum,
vera betri manneskja og ekki falla fyrir karlmönnum sem eru ekki efni-
legir eiginmenn. Allt þetta setur hún í samhengi við hina fullkomnu
konu, þessa sem hún telur sig ekki vera en vill verða. Síendurteknar
vangaveltur hennar um þessi mál og misvelheppnaðar tilraunir hennar til
þess að falla að norminu, draga athygli að hlutum sem venjulega er ekki
talað mikið um. Aftur er hið eðlilega dregið í efa með útúrsnúningi og oft
á tíðum gert drepfyndið. I þessum lýsingum erum við minntar á að kven-
leikinn er ekki náttúrulegt og áreynslulaust fyrirbæri heldur kostar hann
blóð, svita og tár. Við konur, sem flestar sjáum sjálfar okkur í Bridget,
stöndum okkur að því að hlæja að eigin hegðun og gerum okkur um leið
grein fyrir því hvað þetta er nú allt vitlaust. Kannski leiðir það til þess að
við náum að slaka á yfir útliti okkar eða hugsum okkur tvisvar um áður
en ‘fegrunaraðgerðir’ okkar ganga út í öfgar, og spyrjum hvort þetta sé allt
nauðsynlegt.
Svo er það megrunaráráttan - eða megrunarskyldan:
Það rann upp fyrir mér að ég hef eytt svo mörgum árum í að vera í megrun, að
sú staðreynd að maður verði að innbyrða ákveðinn fjölda hitaeininga til þess að
halda í sér lífinu var gersamlega þurrkuð út úr meðvitundinni. Er komin á það
stig að halda að næringarleg fullkomnun sé að éta ekki neitt og að eina ástæðan
fyrir því að fólk borðar sé sú að það sé svo gráðugt að það ráði ekki við sjálft sig
og þverbrjóti megrunarkúrana. (206)
Bridget byrjar hverja færslu á því að skrá þyngd sína og hitaeiningar sem
hún hefur innbyrt yfir daginn, ásamt tilfallandi hlutum eins og sígarett-
um, áfengum drykkjum og öðrum óþverra. Þó að hún lýsi hér að ofan
háskalegum hugsunarhætti, sem getur haft hörmulegar afleiðingar, þá
stafar þessi megrunarárátta hennar meira af því að allar konur eiga að
vera í megrun en að hún sé í raunverulegri megrun. Hún er sjálf ein af
þessum gráðugu einstaklingum og lýgur að vini sínum hversu margar
hitaeiningar hún borði á dag. Hún kann svo marga mismunandi megr-
unarmatseðla að hún getur alltaf komið því sem hana langar í inn í
megrunina og finnst ekkert að því að víkja frá henni ef hana langar í
súkkulaðiköku í morgunmat. Hún talar mikið um að fara að kaupa sér
kort í ræktinni en virðist aldrei komast alla leið þangað.
Þrátt fyrir þessa furðulegu megrunaraðferð nær hún loks kjörþyngd
sinni. En það er ekki eins frábært og hún ímyndaði sér. Þegar hún mætir
60
TMM 2006 • 1