Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 62
Hugrún R. Hjaltadóttir Lýsingar á ‘fcgrunaraðgerðum1 eins og þessum koma hvað eftir annað fyrir í bókinni og sýna vel allan þann tíma og peninga sem konur eyða í að verða kvenlegar, vera konur. Hún talar um að drekka minna, eyða minni peningum í vitleysu, taka til, hafa stjórn á tilfinningum sínum, vera betri manneskja og ekki falla fyrir karlmönnum sem eru ekki efni- legir eiginmenn. Allt þetta setur hún í samhengi við hina fullkomnu konu, þessa sem hún telur sig ekki vera en vill verða. Síendurteknar vangaveltur hennar um þessi mál og misvelheppnaðar tilraunir hennar til þess að falla að norminu, draga athygli að hlutum sem venjulega er ekki talað mikið um. Aftur er hið eðlilega dregið í efa með útúrsnúningi og oft á tíðum gert drepfyndið. I þessum lýsingum erum við minntar á að kven- leikinn er ekki náttúrulegt og áreynslulaust fyrirbæri heldur kostar hann blóð, svita og tár. Við konur, sem flestar sjáum sjálfar okkur í Bridget, stöndum okkur að því að hlæja að eigin hegðun og gerum okkur um leið grein fyrir því hvað þetta er nú allt vitlaust. Kannski leiðir það til þess að við náum að slaka á yfir útliti okkar eða hugsum okkur tvisvar um áður en ‘fegrunaraðgerðir’ okkar ganga út í öfgar, og spyrjum hvort þetta sé allt nauðsynlegt. Svo er það megrunaráráttan - eða megrunarskyldan: Það rann upp fyrir mér að ég hef eytt svo mörgum árum í að vera í megrun, að sú staðreynd að maður verði að innbyrða ákveðinn fjölda hitaeininga til þess að halda í sér lífinu var gersamlega þurrkuð út úr meðvitundinni. Er komin á það stig að halda að næringarleg fullkomnun sé að éta ekki neitt og að eina ástæðan fyrir því að fólk borðar sé sú að það sé svo gráðugt að það ráði ekki við sjálft sig og þverbrjóti megrunarkúrana. (206) Bridget byrjar hverja færslu á því að skrá þyngd sína og hitaeiningar sem hún hefur innbyrt yfir daginn, ásamt tilfallandi hlutum eins og sígarett- um, áfengum drykkjum og öðrum óþverra. Þó að hún lýsi hér að ofan háskalegum hugsunarhætti, sem getur haft hörmulegar afleiðingar, þá stafar þessi megrunarárátta hennar meira af því að allar konur eiga að vera í megrun en að hún sé í raunverulegri megrun. Hún er sjálf ein af þessum gráðugu einstaklingum og lýgur að vini sínum hversu margar hitaeiningar hún borði á dag. Hún kann svo marga mismunandi megr- unarmatseðla að hún getur alltaf komið því sem hana langar í inn í megrunina og finnst ekkert að því að víkja frá henni ef hana langar í súkkulaðiköku í morgunmat. Hún talar mikið um að fara að kaupa sér kort í ræktinni en virðist aldrei komast alla leið þangað. Þrátt fyrir þessa furðulegu megrunaraðferð nær hún loks kjörþyngd sinni. En það er ekki eins frábært og hún ímyndaði sér. Þegar hún mætir 60 TMM 2006 • 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.