Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 63

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 63
Áhrifamikill útúrsnúningur mjó og fín í svörtum þröngum kjól tekur enginn eftir því hvað hún er grönn og falleg, heldur halda allir að hún sé fárveik. Bridget áttar sig þá á að þyngd og fegurð hanga ekki endilega saman og er alveg niður sín: Nú er ég algjörlega tóm og rugluð - eins og mottu hafi verið kippt undan fótum mínum. Átján ár - til einskis. Átján ár sem hafa snúist um hitaeiningar og stærðfræðiútreikninga byggða á fitu og brennslu. I átján ár hef ég keypt síðar blússur og víðar peysur og bakkað úr augsýn bólfélaga til þess að fela feitan rassinn á mér. Milljónir af ostakökum og tiramísútertusneiðum, billjónir af Emmenthalerostsneiðum skildar eftir óétnar. Átján ára barátta, fórnir og við- leitni - allt til einskis? Átján ár og árangurinn er „dauf og guggin". Mér líður eins og vísindamanni sem kemst að raun um að lífsstarf hans var byggt á alvar- legum mistökum frá upphafi. (91) Framvindu megrunartilraunanna er ekki hægt að sjá öðruvísi en kald- hæðna þróun. Bridget er búin að vera svo lengi að ná takmarki sínu að þegar það næst að lokum kemst hún að raun um að það var ekkert svo eftirsóknarvert. Bridget heldur þó áfram að fylgjast með þyngd sinni og hitaeiningafjölda alls sem hún borðar en það virðist ekki vera til þess að halda áfram megruninni af alvöru heldur er þetta orðinn ávani, áhuga- mál eða skylda. Með því að gera grín að megrunarkúrum snýr Fielding út úr þeirri ímynd að líkamsþyngd og fegurð séu samtengd fyrirbæri, auk þess sem hún gerir megrun að hallærislegu og lítt eftirsóknarverðu fyrirbæri. Þetta getur fengið okkur, lesendur bókarinnar, til þess að sjá tengslin milli líkamsþyngdar og fegurðarímynda vestrænnar menning- ar á gagnrýninn hátt, alla vega í augnablik, á meðan við hlæjum að óförum Bridgetar. Niðurstaða Dagbók Bridget Jones er fyrst og fremst ástarsaga sem viðheldur hefð- bundnum normum gagnkynhneigðrar ástar. Þrátt fyrir það tekst Field- ing þar að gagnrýna hefðbundnar hugmyndir um skylduna að vera í ástarsambandi, fegurðarímyndina og megrunaráráttuna sem henni fylgir á frumlegan og skemmtilegan hátt. Flún notar með góðum árangri kaldhæðni og hlátur til þess að gagnrýna atriði sem undir venjulegum kringumstæðum eru ekki dregin í efa. Hún gerir sýnilega alla þá vinnu sem við leggjum á okkur til þess að vera kvenlegar konur og á sama tíma gerir hún grín að því og fær okkur til þess að velta fyrir okkur hvort öll þessi vinna sé eðlileg og nauðsynleg. Fielding skopast líka að áherslunni sem lögð er á ást í lífi kvenna og sýnir hversu ómögulegt það er að vilja TMM 2006 • 1 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.