Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 64
Hugrún R. Hjaltadóttir ekki eða geta ekki gengist upp í hefðbundnum ímyndum um fjölskyldu- líf. Sem femínisti fagna ég þessari samfélagsgagnrýni Fielding og finnst sérstaklega áhugavert hvernig henni hefur tekist að finna nýja leið til þess að koma gagnrýninni á framfæri. Ástarsagan hefur aldrei verið talin pólitískur vettvangur en hér er hún gerð að hápólitísku fyrirbæri. Þó ber að hafa í huga að þetta er ekki ástarsaga fyrir femínista heldur er þetta femínismi fyrir ástarsögulesendur, sem er ekki sami hluturinn. Það getur verið ástæðan fyrir því að margir femínistar eru ósáttir við bókina og að Fielding sjálf vill ekki kalla sig femínista. Útúrsnúningurinn sem á sér stað með kaldhæðni og hlátri er afbyggj- andi. Það þýðir að lesandanum er ekki boðið upp á aðra leið til þess að tjá kvenleika eða gagnkynhneigð heldur kemur ójafnvægi á ríkjandi hugmyndir sem gefur von um eitthvað annað, eitthvað öðruvísi. Ég er ekki að vonast til að kyngervin hverfi, að kvenleikinn gufi upp eða að gagnkynhneigð leggist af, heldur er ég að leita að breiðri skilgreiningu á þessum fyrirbærum sem gerir allri fjölbreytni mannlegs lífs jafnhátt undir höfði. Útúrsnúningur í bók eins og þessari gefur önnur tækifæri til breytinga en pólitísk barátta á opinberum vettvangi, og ég tel þessi atriði jafnmikilvæg til þess að ná fram þeim breytingum sem ég læt mig dreyma um. Greinin er byggð á Mag. Fil. ritgerð Hugrúnar, Bridget Jones’s Diary and the sub- version of the romance, frá Háskólanum í Lundi. Hún er aðgengileg á netinu, á slóðinni http://theses.lub.lu.se/undergrad/ Allar tilvitnanir í texta Fielding eru úr þýðingu Sigríðar Halldórsdóttur. Heimildir: Bakhtin, Mikhail, 1968: Rabelais and His World. The M.I.T. Press. Butler, Judith, 1999/1990: Gender Trouble: Feminism and the Subversion ofldentity. Routledge. Butler, Judith, 1997: Critically Queer. Playing With Fire: Queer Politics, Queer Theories. Ed. Shane Phelan. Routledge. Fielding, Helen, 2002: Dagbók Bridget Jones. Sigríður Halldórsdóttir íslenskaði. Mál og menning. Hutcheon, Linda, 1994: Irony’s Edge: The theory andpolitics ofirony. Routledge. Tilvísanir: 1 Linda Hutcheon, 1994: Irony’s Edge: The theory and politics of irony. Routledge, bls. 17-18. 2 Linda Hutcheon, 1994: Irony’s Edge: The theory and politics of irony. Routledge, bls. 29-30. 62 TMM 2006 • 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.