Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 66
Jón Yngvi Jóhannsson íslenskra skáldsagna, oftast til aðhláturs. Gauti talaði í þættinum meðal annars um það sem hann kallaði Séð og heyrt-væðingu bókmenntanna - það væri einkum fólk sem er af einhverjum ástæðum þjóðþekkt sem yrði höfundum hráefni í skáldskap. í þætti Gauta lét Stefán Máni svo um mælt að þetta væri aðferð til að tengja sögurnar við samtímann. En líka má spyrja sig hvort í þessum eltingarleik skáldsagnahöfunda við raunverulegar persónur búi ákveðin uppgjöf fyrir samtímanum. Sögur Kristjóns Kormáks, Stefáns Mána og Þráins Bertelssonar, svo dæmi séu nefnd, eru ekki fyrst og fremst grein- ing á samtímanum heldur eru raunverulegar persónur notaðar til að gefa þeim yfirbragð veruleika. Nú er það ekkert nýtt að höfundar kanni mörk skáldskapar og veru- leika. í skáldsögum undanfarinna ára hafa höfundar leikið með þessi mörk á margvíslegan hátt, ekki síst ungir höfundar sem skrifað hafa sjálfsævisöguleg verk á mörkum skáldsögunnar. En hér er eitthvað annað á seyði, veruleikinn er ekki bara hráefni þessara sagna heldur virðist búa að baki þeim vilji til að hafa merkjanleg og augljós áhrif á samtímann, ýta við honum með því að hneyksla og ráðast á einstakar persónur. Þá mætti spyrja hvort veruleikasýn sagnanna sé orðin sú sama og birtist í Séð og heyrt: Samtíminn er fólk í fréttum. Lengst í þessu efni gengur Kristjón Kormákur Guðjónsson í Frægasta manni í heimi þar sem nafngreindir einstaklingar eru meðal persóna og birt eru tölvupóstsamskipti þeirra við skáldaða aðalpersónu. Aðrir höf- undar, til dæmis Stefán Máni, nota meira og minna dulbúnar fyrir- myndir að sínum persónum. Túristi Stefáns Mána er margboðuð saga. Höfundurinn er búinn að vera býsna yfirlýsingaglaður undanfarið ár um að nú skuli flett ofan af bókmenntaheiminum og sýnt fram á að þar sé allt rotið og spillt. Það má velta fyrir sér hvort gagnrýnendur og aðrir sem taka þátt í þeim dansi sem fylgir jólabókaflóðinu séu ekki bullandi vanhæfir til að fjalla um bókina - hún er eiginlega búin að stilla manni upp við vegg. Það er sama hvað maður segir: Ef maður er neikvæður er hægt að kenna því um að maður sé bara svona hörundsár og ef maður er það ekki mætti halda því fram að maður væri að láta kúga sig til hlýðni. En Túristi er langt frá því að vera einföld satíra þar sem bókmennta- heimurinn er tekinn fyrir. Hér er að vísu nóg af hégómlegum og ofmetnum rithöfundum sem ýmist koma fram undir eigin nafni eða smávegis afbökuðum dulnefnum, og hér eru líka útgefendur sem fá á baukinn og gagnrýnendur og sjónvarpsfólk sem talar í innihaldslausum klisjum. Margt af þessu er skemmtilega kvikindislegt og fyndið. En 64 TMM 2006 ■ 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.