Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 71
Skáldsagan og samtíminn bóginn að aukapersónum eða jafnvel leikmunum. Þetta gefur frelsi og svigrúm bæði fyrir söguhöfund og lesanda. Persónurnar verða marg- brotnari, örlög þeirra áhrifameiri og nákomnari lesandanum. Fyrri hluti Höfuðlausnar er ævintýraleg frásögn Jakobs af vinnunni við kvikmyndina, full af bjartsýni og draumum. Kvikmyndalistin hel- tekur Jakob og lífið virðist brosa við honum þrátt fyrir minniháttar skakkaföll í ástamálum. Þetta er lífleg mynd af ungum manni og um leið af Reykjavík á bernskuskeiði. Jakob er að taka út þroska og Reykja- vík að breytast í borg. Það sem ræður úrslitum er að bæði komast í snertingu við hinn stóra heim sem kvikmyndafólkið er fulltrúi fyrir. í seinni hluta sögunnar er algerlega skipt um gír. Þar segir Jakob sögu sína eftir að ævintýrinu lýkur, sögu sem hefst með fallegu ástarsam- bandi hans og gulismíðanemans Ásthildar. En brátt fer allt á verri veg og draumar Jakobs snúast smám saman upp í martraðir, metnaður hans verður að harmrænni þráhyggju og smám saman fjarar undan flestu því sem hann byggir heim sinn á. Þessir tveir hlutar sögunnar eru eins og svart og hvítt, bjartsýnin og tilfinningin um að allt sé mögulegt í fyrri hlutanum breytast í angist og vanmátt í seinni hlutanum. í Höfuðlausn birtast aftur ýmis viðfangsefni úr bestu verkum Ólafs Gunnarssonar. Rétt eins og aðalpersónur þeirra er Jakob haldinn þrá- hyggju sem allt verður að láta undan, hann getur ekki beygt sig fyrir veruleikanum og hlýtur þess vegna að brotna. Nýjasta skáldsaga Steinunnar Sigurðardóttur, Sólskinshestur, minnir sömuleiðis um margt á hennar bestu bækur, stuttar skáJdsögur eða nóvellur eins og Tímaþjófinn og Ástina fiskanna. Þetta á við um formið þar sem frásögnin er ljóðræn og studd bæði frumsömdum ljóðum og þéttum vísunum í þekkt bókmenntaverk. Hér eru það einkum Brekku- kotsannáll og „Fyrsta bjartsýnisljóð: Um dauðann" eftir Sigfús Daðason sem skipta máli. Meginhluti sögunnar er lýsing á uppvexti aðalsöguhetjunnar og bróð- ur hennar. Þetta er nöturleg lýsing á uppeldi hjá foreldrum sem er flest vel gefið annað en mannleg samskipti. Þau eru bæði læknar, móðirin meira að segja barnalæknir sem annast veik börn og bjargar lífi þeirra af einstöku innsæi en virðist fyrirmunað að láta sér annt um þarfir eigin barna. Þessi saga er öll sögð með íróníu sem er svolítið groddaleg á yfir- borðinu. En það er stutt í sársaukann og ásakanir á hendur foreldrunum sem sögukonan getur aldrei orðað sjálf vegna þess að hún hefur frá barnæsku þurft að taka ábyrgð á þessari misheppnuðu fjölskyldu og getur ekki vanið sig af því. Og þótt sumt í frásögn hennar sé fyndið á svolítið harðneskjulegan hátt þá eru mörg lög í kaldhæðninni. TMM 2006 • 1 69
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.