Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 72

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 72
Jón Yngvi Jóhannsson Líkindin við fyrri bækur Steinunnar ná líka til efnis bókarinnar, því hér segir sögu sína kona sem hefur fyrst látið ástina ganga sér úr greip- um og síðan stela af sér tímanum. Ung á hún kærasta sem bjargar henni úr klóm fjölskyldunnar að einhverju leyti, en hún kastar honum frá sér og eyðir síðan ævinni í að syrgja hann. Þegar sagan hefst er hann kom- inn aftur inn líf hennar og það verður til þess að hún rifjar upp sögu sína. Hún er raunar ekki eina persónan í sögunni sem lifir í ástarsorg af þessu tagi. Foreldrarnir báðir virðast fastir í sömu sögu, hið raunveru- lega líf þeirra felst í löngu dauðum ástvinum og klisjum um berklaveik skáld og nýrómantíska bókmenntalega ást. Rétt eins og Tímaþjófurinn er Sólskinshestur saga um ástarsögur og fólk sem lifir í þeim, veruleikinn verður að víkja fyrir harmi úr fortíð- inni sem aðalpersónan ræktar með sér af alúð. En rétt eins og í Tíma- þjófnum er þessi harmur, sem myndar kjarnann í lífi persónunnar, ávísun á dauða. Sögurnar í Steintré Gyrðis Elíassonar eru sömuleiðis hluti af samfellu og þróun í höfundarverki hans. Frá og með Hótelsumri (2003) hafa sögur Gyrðis í miklu meira mæli en áður snúist um sambönd fólks fremur en einveru, samband einstaklinganna við landslag, texta og handanheima. Það breytir þó ekki því að einsemdin er enn sem fyrr eitt af meginstefjunum í verkum Gyrðis. Persónur sagnanna eru einmana í samböndum sínum, flestar sögurnar fjalla um fólk sem stendur á ein- hverskonar tímamótum í lífinu, sambönd rakna upp og fólk byrjar nýtt líf. Sem fyrr tengjast sögurnar með ýmsum hætti, sameiginleg þemu, hliðstæðar aðstæður eða atburðir verða til þess að sögurnar varpa ljósi hver á aðra, lesandinn getur þrætt ýmsar leiðir um þetta smásagnasafn og jafnvel inn í fyrri verk Gyrðis. Á hverju ári reyna þeir sem fjalla um bókmenntir, þ.á m. undirrit- aður, að finna einhver einkenni á jólabókaflóðinu, eitthvað eitt sem tengir saman meirihluta skáldverka ársins - eins og að 2005 hafi verið ár glæpasagna, ár lykilsagna. Úlfhildur Dagsdóttir sneri skemmtilega upp á þessa tilhneigingu í spjalli á vegum Félags íslenskra fræða í janúar og lýsti því yfir að 2005 hefði verið ár myndasögunnar. Þetta er skiljanleg tilhneiging og getur verið grunnur að frjórri umræðu. En hún gerir líka að verkum að skáldverk sem ekki falla að einhverri ákveðinni áherslu verða útundan. Verk þeirra Steinunnar, Gyrðis og Ólafs Gunnarssonar og raunar skáldsaga Rúnars Helga Vignissonar, Feigðarflan, og saga Vilborgar Davíðsdóttur, Hrafninn, eru verk af þessu tagi, fín skáldverk frábærra höfunda sem halda áfram að þróa höfundarverk sitt á sínum eigin forsendum. 70 TMM 2006 • 1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.