Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 82

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Qupperneq 82
Menningarvettvangurinn hans eftir það. Staðreyndin er sú að Halldór snart þjóð sína öðruvísi en aðrir höfundar nærri því frá upphafi, og almenningur mat hann meira en aðra strax - jafnvel þvert gegn vilja sínum. Gunnar Gunnarsson átti aldrei sjéns í slík áhrif. Ég ólst upp hjá einlægum Laxness-aðdáanda, ómenntuðum bónda, verka- manni og framsóknarmanni sem dáði Halldór frá því á fjórða áratugnum og þar til yfir lauk. Kannski var það Sjálfstætt fólk sem hreif hann fyrst, altént komst enginn annar með tærnar þar sem Halldór hafði hælana - og þó var gervallur Þórbergur og gervallur Gunnar líka til á heimilinu. Pabbi hafði virkilega gaman af þeim tveimur, en það þurfti engin Nóbelsverðlaun til að gera honum ljóst að Halldór stæði þeim framar. Hann var ævinlega númer eitt. Auðvitað eigum við að fagna breiddinni í íslenskum bókmenntum og ein- skorða okkur ekki við verk eins manns, hvorki í endurútgáfum, kennslu eða bókmenntasögunni, en við megum heldur ekki vera svo ergileg yfir stærð Halldórs að við reynum að minnka hann. Það fannst mér gerast í sýningu Þjóðleikhússins á leikverki Ólafs Hauks Símonarsonar, Halldór í Hollywood, sem sýnt var á haustdögum. Þetta var bráðskemmtileg sýning á bráðskemmtilegum texta, en samt virkaði hann smækkandi á viðfangsefni sitt. Mér fannst hann þjappa Halldóri saman eins og snjóbolta, henda honum upp í loftið og kalla: Svona er hann léttur! Á hann svo að vera eitthvað merkilegri en aðrir? Það var gaman að Halldór skyldi fá að syngja dúett og tríó með vinum sínum, enda hefur hann ábyggilega gert það, músíkalskur maðurinn. En Ameríkuferð hans var örlagarík að svo mörgu leyti sem ekki varð ljóst í sýningunni. Hann þurfti að líða fyrir skoðanir sínar, reynsla hans og það sem hann sá í kringum sig yddaði þær skoðanir eins og berlega má sjá í Alþýðubókinni og Sölku Völku. Hvar var reynsla Alþýðubók- arinnar í leikritinu? Hann tók örlagaríka ákvörðun í sambandi við einkamál sín, en umfram allt tók hann örlagaríka ákvörðun um framtíð sína sem rithöf- undur. Auðvitað var Ameríkuferðin engin sigurför, þvert á móti, sjálfsagt að benda á það. Samt var hún undirstaða allra sigranna sem hann átti eftir að vinna þaðan í frá. Þetta fann áhorfandi ekki. Leikritið samdi Ólafur Haukur fyrir mörgum árum. Síðan hafa komið út bækur um ævi og verk Halldórs sem hefðu átt að vera honum uppörvun og innblástur að endurvinnslu á verkinu til að dýpka það og víkka. Betur þótti mér takast til með Sölku Völku hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hand- rit Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur og sviðsetning Eddu Heiðrúnar Backman freistuðu þess í fullri alvöru að ná kjarna sögunnar og persónanna - hörkunni, miskunnarleysinu í texta Halldórs sem ætlaði þessari sögu að vekja þjóðina til vitundar um ömurlegt ástand sitt. Reka upp í andlitið á henni fátæktina, eymdina, barnadauðann, hinn algera skort á mannsæmandi kjörum meðal þorra almennings, til að hún risi upp og segði: Við viljum ekki hafa þetta svona, við breytum skipulaginu. Það gerði hún líka. Gróteskan - hið stórkarlalega í lýsingum Halldórs - holdgerðist á sviðinu, einkum í túlkun Halldóru Geirharðsdóttur og Ilmar Kristjánsdóttur á Sigur- 80 TMM 2006 ■ 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.