Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 86
Menningarvettvangurinn
„Sellókonsert" Jóns. Ættu áhugasamir ekki að geyma lengur að reyna að
tryggja sér miða. Ég er búin að því!
Petri Sakari stjórnar líka tónleikunum 6. apríl í tilefni af því að í ár eru liðin
250 ár frá fæðingu Mozarts. Með hljómsveitinni syngur Hamrahlíðarkórinn
og fluttir verða tveir þættir úr Sálumessu Josephs Eybler, Totenfeier eftir
Mahler og loks það mikla verk Sálumessa eftir afmæiisbarnið sjálft.
„Manstu gamla daga“ heita tónleikarnir 27. apríi sem eflaust lokka marga á
vettvang. Þar syngja söngfuglarnir Eivör Pálsdóttir og Ragnheiður Gröndal
úrval óslítandi uppáhaldslaga eftir Freymóð Jóhannsson, Sigfús Halldórsson,
Jenna Jónsson, Jón Múla Árnason og Alfreð Clausen.
Islenskir einleikarar og íslensk tónskáld verða í öndvegi á þrennum síðustu
tónleikum hljómsveitarinnar í vor. 1. júní leikur Stefán Ragnar Höskuldsson
„Flautukonsert“ eftir Liebermann og einnig verður flutt Sinfónía nr. 2 eftir
Atla Heimi Sveinsson undir stjórn Bernharðs Wilkinsonar. 8. júní leikur Sig-
rún Eðvaldsdóttir „Fiðlukonsert“ eftir Áskel Másson undir stjórn Rumons
Gamba. Og á lokatónleikum starfsársins undir stjórn Vladimirs Ashkenazy,
15. júní, leikur Bryndís Halla Gylfadóttir „Sellókonsert" eftir Edvard Elgar og
hljómsveitin leikur Sinfóníu nr. 9 í C-dúr eftir Schubert. Þeir tónleikar verða
endurteknir 16. júní.
Salurinn býður upp á metnaðarfulla tónleikadagskrá í vor - sem kemur
aðdáendum Tíbrár-raðar hans ekki á óvart. Fyrstu tónleikarnir eftir að þetta
hefti berst áskrifendum eru með Mugison, hæfileikaríka stráknum að vestan
sem hefur heillað tónlistarunnendur víða um lönd. Hann verður gestur KaSa
hópsins að kvöldi 17. febrúar og leikur og syngur verk sín með honum. Ábyggi-
lega löngu uppselt þegar þið lesið þetta. Píanóleikarinn Jóhannes Andreasen
frá Færeyjum frumflytur verk eftir Atla Heimi 28. febrúar. Hanna Dóra
Sturludóttir og Lothar Odinius syngja „ítölsku ljóðabókina“ eftir Hugo Wolf 4.
mars. Erling Blöndal Bengtsson velur Salinn til að halda upp á það 11. mars að
í ár eru 60 ár síðan hann hélt sína fyrstu tónleika - einmitt á íslandi. Hann
leikur verk eftir Atla Heimi, tileinkað honum, einnig einleikssvítur eftir Bach
og verk eftir Niels Viggo Bentzon. Verk eftir Schumann-hjónin, Klöru og
Róbert, og vin þeirra Jóhannes Brahms verða flutt á tónleikum Auðar Haf-
steinsdóttur, Huldu Bjarkar Garðarsdóttur og Steinunnar Birnu Ragnarsdótt-
ur 18. mars. Þetta er bara lítið úrval viðburðanna í Salnum sem lesa má nánar
um á heimasíðu hans.
Lokatónleikar Tíbrár verða að venju á afmælisdegi Kópavogs, 11. maí, að
þessu sinni undir heitinu „Kliður fornra strauma". Fram koma Bára Gríms-
dóttir, Sigurður Rúnar Jónsson og Steindór Andersen sem öll hafa lagt sín
þungu lóð á vogarskálar íslenskrar þjóðmenningar. Það verður sungið og kveð-
ið og leikið á íslensku fiðluna og langspilið, og ættu áhugamenn ekki að draga
að panta sér miða.
84
TMM 2006 ■ 1