Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 87
Menningarvettvangurinn Myndlist Enn er hægt að skoða, horfa á og þefa af ísmeygilegu Feneyjaverki Gabríelu Friðriksdóttur í Hafnarhúsi, sú sýning stendur til 26. febrúar. Þar er líka verið að sýna ungan Erró til 23. apríl og sjálfsmyndir Johns Coplans ljósmyndara til 17. apríl. Á Kjarvalsstöðum stendur Kjarvalssýningin Essens til 19. mars og ætti enginn að láta hana fara framhjá sér. Þetta er eina tækifærið til að sjá ýmsar myndir á þeirri sýningu - nema maður þekki eigendurna. Sýning á verkum til minningar um H.C. Andersen og ævintýri hans verður opnuð 2. apríl og stendur til 5. júní. Listasafn íslands ætlar að sýna verk Snorra Arinbjarnar og Gunnlaugs Blöndal frá 24. febrúar til 30. apríl. Verður fróðlegt og skemmtilegt að fá að skoða úrval verka þessara öndvegismanna hvors um sig og geta líka borið þá saman. Eins og löngum fyrr vil ég hvetja áhugamenn um kvikmyndalist til að kynna sér dagskrá Kvikmyndasafns íslands í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Það hafa verið sárgrætilega fáir á frábærum myndum þar í vetur, og er eiginlega óskilj- anlegt að þessi mikla bíóþjóð skuli vanrækja svona sitt eina bíóthek. Sýningar eru sem fyrr á þriðjudagskvöldum kl. 20 og laugardögum kl. 16. Framundan í Bæjarbíó til vors eru mörg meistaraverk. í röðinni „dans og söngvamyndir“ fáum við að sjá Gay Divorce (1934) með Fred Astaire og Ginger Rogers 14. og 18. febrúar, og Footloose (1984), rokkmyndina sem kom Kevin Bacon á kortið (21. og 25. febr.). I mars eru hrollvekjurnar The Fall ofthe House ofUsher (1960) sem Roger Gorman gerði eftir sögu Edgars Allans Poe (28. febr. og 4. mars), Húsið (1983) eftir Egil Eðvarðsson (7. og 11. mars) og ítalska mynd- in Suspiria (1977) sem segir á einstaklega fagran og óhugnanlegan hátt frá nornalátum í þýskum ballettskóla! Hún verður sýnd 14. og 18. mars. Restina af mars sýnir Kvikmyndasafnið tvær Chaplin-myndir, Sirkus frá 1928 (21. og 25. mars) og Monsieur Verdoux frá 1947 (28. mars og 1. apríl). Einn meistari tekur við af öðrum því í apríl verða sýndar tvær Bergman-myndir, Sommarnattens leende (1955, 4. og 8. apríl) og Sommaren med Monika (1953, 11. og 15. apríl). Álskerinnan (1962) eftir Vilgot Sjöman, lærling Bergmans, verður sýnd 18. og 22. apríl. Lestina reka svo nokkrar íslenskar náttúrulífs- myndir eftir Magnús Magnússon, Þorfinn Guðnason og Pál Steingrímsson. Ekki missa af þeim heldur. TMM 2006 • 1 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.