Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 89
Bókmenntir
„Vögguna" sem dæmi um þessa margræðni, vagga umskiptingsins er ekki
vagga umskiptingsins og samt er hún það. Eða eins og segir um „ástleitið
auglit" í kvæðinu „Dyr að draumi“, sem er nafngjafi bókarinnar, það:
braut sér leið
inn í ljóð
sem talið verður framvegis
fjalla um allt
já, allt, allt, allt
annað...
Og það er einmitt þetta sem er megineinkenni ljóða Þorsteins, að þau fjalla um
allt og einnig um allt annað, þau fjalla um flókna og óræða tilveru manneskj-
unnar, um ævi sem líður, veg sem er genginn, ekki til góðs og ekki heldur til
ills, en genginn „í leit að fegurð“ sem eru einkunnarorð bókarinnar, sótt í ljóð
eftir Jón Óskar. Þessi vegferð skipar drjúgan sess í ljóðum Þorsteins og hefur
reyndar lengi gert, þótt mér finnist hún hvergi skila sér jafnglæsilega og í ljóð-
inu „Maðurinn“, sem bjóst að heiman, áleiðis heim:
Já, aldrei
varð hann þess vís
hvað honum var glatað
en skyggnar manneskjur
þykjast í þögn og ró
heyra og sjá,
við birtuskil, eitt og annað.
Skyggnar manneskjur, birtuskil og „eitt og annað“ eru fyrirbæri sem kannski
eru ekki alveg ljós þeim lesendum sem í vöggu voru svæfðir með stefjunum úr
Batman, og þar bryddir á það sem kannski er sterkasta höfundareinkenni Þor-
steins, og er það eyrnamark sem ef til vill gerir fjárglöggum markakóngum að
lokum unnt að draga hann í dilk, þar sem þó væru mjög fáir fyrir, að hann
stendur, þrátt fyrir fágun heimsborgarans, með báða fætur í heimi íslenskrar
þjóðmenningar, þangað leitar hann æ og aftur fanga, hvort sem ljóð hans heit-
ir „Drangey" eða „Landslag í Saint-Remy“, að ekki sé minnst á ljóðið „Veðruð
orð“, sem vel má skoða sem lýsingu á skáldskaparaðferð Þorsteins, í þjóðsögn-
um og alþýðukveðskap finnur hann veðruð orð, sundruð, stök, máð, en trúlega
mennsk, og reynir að ráða:
já, blóð var hér,
búksorgir,
líf!
Og eitthvað að auki.
TMM 2006 ■ 1
87