Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 90
Bókmenntir Þá verður allt í einu líkt og reimt. .. Eitthvað að auki. Víða í ljóðum Þorsteins má skynja að heimur skáldskaparins sem slíkur, tilvera ljóðsins, er höfundi hugstæður. Eitt magnaðasta kvæði bókarinnar, „Hið mátt- uga ker“, má einmitt lesa á þann veg, þótt ómögulegt sé að fullyrða að það fjalli ekki um „allt, allt, allt annað.“ Kerið máttuga, sem gætti þess draums sem dýr- astur er, er í molum, en það er „hjá okkur, hér.“ Ég ætla mér ekki þá dul að fjölyrða meira um það kvæði, vil aðeins segja að ætti ég að velja tíu bestu ljóð á íslensku þá væri það þar á meðal. Og loks ber að geta þess sem gerir þessa bók Þorsteins að sérstöku fagnaðar- efni fyrir þá ljóðunnendur sem lærðu í æsku að ljóð væri sá texti sem bundinn er í rím og stuðla. Höfundur reynir hvergi að loka þeirri hlust sem forðum gerði fólk að skáldum, brageyranu. Ljóð hans kliða, stuðluð, rímuð og taktföst þótt hefðbundnum bragarháttum sé hafnað, ekki sem formeinkenni formein- kennisins vegna heldur sem traust ættarmót íslenskra ljóða, sem engin ástæða er til að skammast sín fyrir. Aðalsteinn Ingólfsson Þekkingargrunnur Þóra Kristjánsdóttir: Mynd á þili. íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld. Þjóð- minjasafn íslands/JPV útgáfa 2005. 179 bls., 136 myndir. Löngum hefur verið talið sjálfsagt og eðlilegt að miða upphaf myndlistar á íslandi, í þeim skilningi sem listakademíur og aðrar menntastofnanir leggja í fyrirbærið, við heimkomu þeirra Þórarins B. Þorlákssonar og Einars Jónssonar um aldamótin 1900. Þá eignumst við í fyrsta sinn menntaða fagmenn í mynd- list sem marka sér stefnu og hafa lífsviðurværi af verkum sínum. Um það leyti urðu einnig vatnaskil í þjóðfélagsskipan landsmanna með því að borgarastétt með menningarlegan áhuga fer að gera sig gildandi í rótgrónu samfélagi sjó- manna og bænda. En með þessari skipan myndlistarinnar í landinu í tímabilin fyrir- og eftir- Einar og Þórarin er í sjálfu sér enginn dómur lagður á fyrri tíma pentlist, myndskurð, handritalýsingar, veftir, skart eða tært skreyti. Allt heyrir þetta til eldri sjónlista og vanræksla þeirra er staðreynd, bæði í fræðasamfélaginu og þar af leiðandi einnig í skólakerfinu. Því er ekki nema von að heilu kynslóð- 88 TMM 2006 • 1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.