Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Side 93
Bókmenntir eru síðan hluti af yfirgripsmikinni kirkjulegri táknfræði sem er lykill að boð- skap verkanna. Loks sækir á undirritaðan sú hugsun að Þóra hafi sniðið sér helst til þröngan stakk í umfjölluninni. Mikill meirihluti þeirra verka sem hún tekur til athug- unar er í fórum Þjóðminjasafnsins, þar sem hún vinnur sem sérfræðingur. Ekki er óeðlilegt að þau hafi forgang. En úr því hún hefur fyrir því að minnast á handritalýsingar í tveimur lögbókarhandritum feðganna Gríms Skúlasonar og áðurnefnds Björns Grímssonar, sem finna má í stofnun Árna Magnússonar, er bagalegt að hún skuli ekki stíga skrefið til fulls og fella síðari tíma hand- ritalýsingar inn í myndlistarsögulegt yfirlit sitt. Af nógu er að taka. Þar með yrði til fyllri mynd af því tímabili sem um ræðir, auk þess sem ég er sannfærð- ur um - miðað við árangursríkan samanburð Þóru á skreyti - að með því að gaumgæfa í samhengi málverk, útskurð og myndskreytingar handrita væri hægt að feðra enn fleiri verk en þegar hefur verið gert. Ég var einnig að vona að Þóra tæki til athugunar um tylft illa farinna og ófeðraðra olíumálverka af íslensku landslagi, sennilega frá því seint á 18 öld, sem legið hafa óskráð í geymslum Listasafns íslands frá því elstu menn muna. Að vísu gerir hún það ekki, en það sem hún hefur að segja um Jón Ólafsson yngri frá Svefneyjum (1738-1775) í bók sinni sannfærði mig um að hann gæti verið höfundur þessara málverka. Því er Mynd á þili strax farin að gera í blóð- ið sitt sem þekkingargrunnur. Kristján Jóhann Jónsson Sjóndeildarhringurinn og sjálfið Matthías Viðar Sæmundsson: Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey. Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar. JPV útgáfa 2004. Bók Matthíasar Viðars Sæmundssonar um Héðin Valdimarsson hefur nöfn foreldra hans og systur með í titlinum en með örlítið minna letri. Undirtitill er svo: „Fjölskylda og samtíð Héðins Valdimarssonar“. Með því er strax gefið í skyn að þetta sé ævisaga Héðins en hverfist þó ekki um viðfangsefni sitt á þann hátt sem algengastur er í ævisögum. í þessari bók eru sjálfið og einstakling- urinn með öðrum orðum ekki eins fastar stærðir og við viljum sífellt vera láta. Nú hefur satt að segja gengið á ýmsu í sögu sjálfsins en flestir held ég að geti hallast að því að skilningur einstaklingsins á hlutverki sínu, gerð og mótun sé það sem venjulega er kallað sjálf.1 í sögulegu ljósi verður að líta á þetta hugtak í tengslum við einstaklingshyggjuna sem stöðugt hefur sótt á síðustu tvær TMM 2006 ■ 1 91
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.