Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 97
Bókmenntir Bjarni Bjarnason Merkingarleysið kemur fyrst Jónas Þorbjarnarson: hvar endar maður? Ljóð. JPV útgáfa 2005. Ef maður læsi Jónas Þorbjarnarson sem tilvistarheimspeking yrðu grunnhug- tökin hjá honum talin vera sex: 1. Merking. 2. Merkingarleysi. 3. Sjálf. 4. Sam- runi (sjálfleysi). 5. Staðir. 6. Stundir. í öllum ljóðabókum sínum sjö veltir skáldið þessum fyrirbærum fyrir sér frá öllum mögulegum sjónarhornum. Hann skoðar hvort sjálfið geti yfir höfuð haft merkingu óháð stað og stund, og ef svo er ekki, þá veltir hann fyrir sér hvernig þessum tengslum milli sjálfs, merkingar, staðar og stundar er háttað. Jónas Þorbjarnarson (f. 1960) er einn þeirra manna sem sér ekki merkingu í tilverunni. Þeir þóttu sjálfsagðir hér áður fyrr, en í dag er þessi afstaða ávísun á geðlyf. Það þykir ekki eðlilegt að sjá ekki merkingu í neinu. Samt er ekki hægt að sýna fram á að lífið hafi merkingu og þess vegna fer tilvistarvandinn ekki burt og verður aldrei óeðlilegt viðfangsefni, sama hversu sterkur rétttrúnaðar- hugur heilbrigðiskerfisins verður. Þrátt fyrir afstöðu Jónasar er ekki hægt að segja að hann hafi neikvæða sýn á lífið eða sé í andstöðu við eitt eða neitt. Hann er bara heiðarlegur í vangavelt- um sínum um hvernig er að vera til. í fyrstu bók sinni, í jaðri bœjarins (1989), staðsetur hann sig gagnvart merkingunni, því sem kalla má merkingarvef. Þessi vefur býr yfir innbyggðri samþykktri merkingu sem maðurinn býr sér til, og í kjarna hans er margskonar fúndamentalismi. Merkingarvefurinn er þétt- astur mitt í bænum en merkingin gisnar því utar sem dregur. Jónasi finnst hann hanga á ysta þræðinum, og til þess að glatast ekki alveg út í merkingar- leysið þykir honum nauðsynlegt að búa sér til litlar merkingarmyndir, eins og kemur fram í ljóðinu „Ég styðst við merkingu" (bls.29): held í þráðinn af því ég veit í hinn endann heldur enginn held mig í teygjanlegri grennd við þéttan vef merkingar þar sem syndirnar eru syndir ekki fyrirgefnar spinn úr kulda og hita sannindi sem ég trúi að vild TMM 2006 • 1 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.