Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 102
Bókmenntir vera og í öðru lagi sjáum við hvernig heilbrigður og fær hugur starfar þegar hann er að fást við það að vera. Seinni helmingurinn nýtist okkur best til að kynnast okkur sjálfum. Merkingin Jónas gerir sér grein fyrir, að þótt yfirþyrmandi merkingarleysið sé staðreynd fyrir honum þá er það í sjálfu sér ómögulegt yrkisefni. Um merkingarleysið verður ekkert sagt nema út frá merkingarheimi mannsins, allra síst með tungumálinu (frekar með verknaði eins og sjálfsmorði sem við megum von- andi bíða lengi eftir), helsta tákni hins tilbúna samfélagsveruleika sem Jónas á erfitt með að taka alvarlega. Bara með því að beita fyrir sig tungumálinu á við- urkenndu sviði ljóðlistarinnar er Jónas óhjákvæmilega að taka þátt í því sem hann á bágt með að trúa á. Hann ætlast ekki til að fólk sem er djúpt inni í merkingarvefnum, eins og flestir eru, finni til mikillar samsvörunar með til- vistarhugleiðingum hans, eða skilji hvað hann er að fara. Þannig býður efnið, samkvæmt hans eigin forsendum, ekki upp á marga lesendur sem sjá hvað hann er að gera. Þetta virðist hann sáttur við. Samt er meðvituð stefna hans alltaf í átt til mannanna eins og kemur meðal annars fram í ljóðinu „Týndur“ í hvar endar maður? „ég hafði annað að gera: leita að heiminum / ykkur“. Stundum finnur hann okkur og leyfir sér jafnvel að gleyma sér í hlýjum og notalegum heimi þar sem merkingin er og verður gefin. Þau ljóð eru aðgengilegust og mættu kannski vera fleiri og meiri stúdía á mannlífinu, því maður sem kemur jafn langt að og Jónas hefur skemmtilegt sjónarhorn á mannfóikið. Þegar hann leggst upp í hjónarúm hins merkingar- ríka mannlega veruleika, ef svo má segja, þá dinglar þó alltaf einn fótur út fyrir rúmstokkinn, í tóminu. í hvar endar maður? er ljóðið „Efasemdir um dauð- ann“ (bls. 36): Þegar skógarhöllin birtist mér fyrst (daginn sem ég villtist) varð mér hugsað hvort hér byggju Tarzan og Jane nei - til dyra kom venjulegt fólk hann með venjulega ístru, frúin hefði varla náð í Tarzan en hugsanlega dóttirin já örugglega hún, hún er skógurinn, málar málar tré og dýrin í skóginum (hefðum slegist um hana) 100 TMM 2006 ■ 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.