Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 105
Bókmenntir
lesa landið og velja sér bústað út frá því þar sem best hentaði. í kjölfar iðnbylt-
ingarinnar breyttist samfélagið nánast á einni nóttu. Menn misstu hæfileikann
til að lesa landið og ofuráhersla var á að með bættri tækni gæti maðurinn sigr-
að náttúruna. Því miður hafa orðið nokkur alvarleg slys þegar fólk byggir á
landsvæðum sem ekki eru til þess fallin. í bók sinni vill Trausti benda lesend-
um á nauðsyn þess að þekkja og kunna að lesa landið áður en það er brotið
undir byggð.
Bókinni er skipt í fimm hluta sem hver fjallar um tiltekið viðfangsefni.
Náttúrufarslegum forsendum eru gerð skil í fyrsta hluta bókarinnar. ísland
er jarðfræðilega ungt land og innri og ytri öfl vinna stöðugt að myndun þess.
Því er brýnt að þekkja mótunaröflin sem hafa skapað landið til að skilja betur
megineinkenni þess og landslagsins sem verið er að vinna með og að þau hafa
áhrif á þróun byggðarinnar. Þekking á náttúrunni er ein af grunnforsendun-
um við vinnslu á skipulagi á okkar tímum.
Annar hluti bókarinnar snýr að byggðarmótun. í framhaldi af þeim ramma
sem náttúrufarslegar forsendur skapa byggðarmynstrinu ræðir Trausti áhrif
annarra þátta. Hér fjallar hann um ýmis mynstur og kerfi og veltir upp spurn-
ingum um hvort og þá hvernig þau hafi haft áhrif á þróun byggðar á íslandi.
Umfjöllun hans er víðtæk og hér skulu einungis nefnd nokkur af þeim atriðum
sem hann fjallar um: verslunarmynstur, valdakerfi, trúarkerfi, samgöngu-
mynstur, útgerðarmynstur, menntakerfi, og loks veltir hann fyrir sér erlendum
áhrifum.
Skipulag bæja og svæða er yfirskrift þriðja hlutans. í upphafi er fjallað um
ólík búsetuform og upphaf þéttbýlismyndunar á íslandi. Skipulagsstigin eru
kynnt til sögunnar. Þá kemur langur og greinargóður kafli um sögulega þróun
Reykjavíkur. Upphafi borgarinnar, vexti, áhrifaþáttum og stöðunni í dag er
lýst í máli og myndum, auk fjölda korta, skipulagsuppdrátta og skýringar-
mynda. Þá eru einnig tekin dæmi af öðrum bæjum, til dæmis ísafirði. Þessum
hluta lýkur á umfjöllun um svæðisskipulag og tekin eru dæmi víðsvegar að af
landinu.
Fjórði hluti bókarinnar fjallar um þróun kerfa á landsvísu. Ræddir eru þætt-
ir sem þurfa að liggja fyrir við skipulagningu landsins og uppbyggingu sam-
félagsins alls. Þá fjallar hann um atriði eins og nýtingu náttúruauðlinda, sjálf-
bæra þróun og ferðamennsku sem oft tekur yfir stór svæði og liggur þvert á
mörk sveitarfélaga. Loks veltir Trausti fyrir sér hvort ekki sé kominn grund-
völlur til að vinna að sérstöku skipulagi fyrir þessi málefni hvert um sig.
I síðasta hlutanum er fjallað um þróun á seinni tímum og í framtíðinni. Með
tímanum breytist samfélagið, einnig lífsstíllinn og áherslurnar í skipulagsmál-
um. Rætt er um helstu hugmyndahræringar við aldamót, nýjar áherslur og
möguleika nýrrar þekkingar og tækniframfara.
í bókinni er fjöldi uppdrátta og 1250 myndir, orðalisti og skipulagsmanntal.
Eins og Trausti segir sjálfur í innganginum að bók sinni er þetta ekki sagn-
fræðirit. En það er mikið þrekvirki að skrifa svona bók og ekki öllum gefið.
Trausti er mjög hugmyndaríkur, og hann hefur hæfileika til að vekja fólk til
TMM 2006 • 1
103