Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 109
Myndlist Það hefur verið gert bragð úr dystópískri framtíðarsýn Aldous Huxleys með „alfaískri“ stjórn hinna réttlátu og tilheyrandi lagskiptingu, sem hefur alla burði til þess að segja án þess að blikna: „SAMFÉLAG - SAMRÆMI - STÖÐUGLEIKr1 og leyfir, í góðmennsku sinni, epsilonum þessa heims að vinna fyrir sig skítverkin. Auðvitað getur reynst erfitt að hafa valið/valdið, líkt og Jim Carrey fékk að reyna í kvikmyndinni Bruce Almighty, þegar hann hlaut vald Guðs um hríð og reyndi á eigin skinni að það er til eitthvað sem heitir orsök og afleiðing. En eingöngu ef maður gerir sér grein fyrir því, eins og persóna Carrey reyndar gerði í umræddri mynd. Oftast vill brenna við að fólk geri sér ekki grein fyrir orsök og afleiðingu, eða er ekki sérstaklega að leitast eftir því að finna þær samvöxnu stöllur. Svo er auðvitað hægt að réttlæta allt milli himins og jarðar, sem er og gert, með því að segja að hið persónubundna eða einstaka ráði för og þar af leiðandi sé ekki hægt að segja eitthvað slæmt, og ef það er gert hefur það ekki neina þýðingu. Afstæðishyggjan er keyrð í botn. Myndlist Þetta er heimurinn sem myndlistarmenn (eða listamenn yfir höfuð) samtím- ans leitast við að endurspegla eða hafa úr að moða við sköpun sína. Og hvort sem þeir hafa heimsmyndina ofarlega í huga eður ei þá hlýtur hún að vera stór partur af sköpunarverki þeirra. Mennirnir mótast af umhverfi sínu hverju sinni. Spurningin er bara hvort afstæðishyggjan stuðli að því að einkenni sam- tímamyndlistar sé, líkt og franski félagsfræðingurinn Baudrillard vill meina, „ekkert annað en málamiðlunarleikur við ríkjandi ástand [og] [j]átning á ófrumleika, lágkúru og markleysi“2 sem reiði sig „á sektarkennd þeirra sem skilja ekkert í henni [og þá] sem hafa ekki skilið að það er ekkert að skilja.“3 Eða felst gildi hennar í því að hún miðlar afstæðum og gegnsæjum heimi á þann hátt sem hann birtist; heimi þar sem ekkert er afstrakt lengur? Þar sem hlutirnir eru, svo vitnað sé í Þránd, hugsjónadruslu Eiríks Arnar Norðdahl í samnefndri bók, einfaldlega það sem þeir eru4 og þannig skiptir meint gildis- og merkingarleysi ekki neinu máli þar sem eingöngu sé endurspeglaður sá merkingarlausi heimur sem við lifum í. í umfjöllun um myndlist er algengt að notuð séu orð eins og rýmisnotkun (eða upplifun listamannsins af rýminu). Gildir það um þau verk sem gerð eru sérstaklega með tiltekinn sýningarsal í huga. Þau eru unnin inn í rými stað- arins. Annað orð sem stundum er notað er leikur. Það orð lýtur ekki eins vel afmarkaðri skilgreiningu og getur í raun átt við hvað sem er. Orðið sem slíkt vísar í eitthvað gáskafullt í hugum flestra og er auðvelt að sjá fyrir sér boltaleik, feluleik eða eitthvað þvíumlíkt. Með öðrum orðum er vísað til einhvers til- tölulega fjölbreytts sem er þó innan ákveðins ramma. Orðanotkun sem þessi gefur svo til kynna að ekkert sé útilokað - allt geti mögulega skeð.5 Á það vel við þar sem blöndun miðla er eitt af aðaleinkennum samtímamyndlistar, hvort sem rætt er um óperu/leiklistar-gjörninga Ragnars Kjartanssonar, dans-gró- TMM 2006 • 1 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.