Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Síða 115
TÓ N L I S T Jónas Sen Draugar, djöflar og eitraður penni Ég virðist hafa farið óvenjumikið í taugarnar á fólki á árinu sem leið. Að minnsta kosti var ég skammaður meira en venjulega í aðsendum greinum og lesendabréfum í Morgunblaðinu. Og ekki bara í Morgunblaðinu, heldur líka í sjónvarpinu og á Netinu á bloggsíðum tónlistarfólks sem ég hafði fjallað um í greinum mínum. Nú er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að fólk mótmæli gagnrýnanda sem á annað borð hefur þor til að segja skoðanir sínar. Og gagnrýnandi sem þolir ekki skammir ætti að finna sér eitthvert annað starf. Var það ekki Harry S. Truman forseti sem sagði: „If you can’t take the heat, get out of the kitchen“? Ég kippi mér ekki upp þótt ég fái aðfinnslur af og til. Gagnrýnandi sem aldrei hreyfir við neinum er bara rola og ekkert annað. Flest af því sem var skrifað um mig á síðasta ári var augljós afleiðing særðra tilfinninga, sérstaklega stolts. Það er jú alltaf leiðinlegt að fá vonda dóma. Eitt sérkennilegt atriði var áberandi í málflutningi gagnrýnenda minna. Það var að þeir sem hafa lagt mikla vinnu í undirbúning tónleika eigi skilið að fá góða dóma. Valdemar Pálsson sagði t.d. að umsögn mín um tvenna tónleika í Skálholti í sumar hefði verið „móðgun við tónlistarfólkið sem spilaði úr sér hjartað þennan dag eftir margra mánaða strangar æfingar og vafalaust litla umbun erfiðisins.“ Og Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem söng eitt aðalhlutverkanna í uppfærslu íslensku óperunnar á Toscu eftir Puccini í febrúar, sagði í Morgunsjónvarpi Stöðvar 2 að hann hefði vaknað á sunnudagsmorgni eftir frumsýninguna og hefði lesið „einhvern Jónas Sen eða hvað þeir nú heita þessir kallar“, og fannst neikvæður dómur minn verulega óréttlátur í ljósi allrar vinnunnar sem hann hefði lagt í hlutverk sitt. Frammistaðan er það sem gildir Þessi rök eru auðvitað tóm vitleysa. Ég var um árabil kennari í elstu mennta- stofnun á sviði tónlistar hérlendis, Tónlistarskólanum í Reykjavík, en þar þurfa nemendur reglulega að taka próf sem felst í því að spila fyrir framan dómnefnd nokkurra kennara. Snemma var tekin sú afstaða í skólanum að eingöngu bæri að gefa einkunn fyrir frammistöðu þá stundina, án tillits til aldurs, hversu TMM 2006 • 1 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.