Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Blaðsíða 117
Tónlist Morgunblaðinu, Ríkarði Erni Pálssyni, mun hafa verið aðdáunarverður. Sömuleiðis var frammistaða kammerkórsins Carminu „safarík“ að mati Rík- arðs. En Bachsveitin í Skálholti „var ekki að gera góða hluti“ svo ég taki mér í munn algengan frasa dómnefndarinnar í Idolkeppninni. Mér er alveg sama um „margra mánaða strangar æfingar og vafalaust litla umbun erfiðisins". Skálholtshátíðin hefur hlotið virðingarsess í menningarlífi þjóðarinnar og að heyra þar falskan strengjaleik aftur og aftur, rétt eins og á einhverjum nem- endatónleikum, er ekki réttlætanlegt. Sá hluti Skálholtshátíðarinnar sem ég sótti var samt ekki alslæmur; flutn- ingur Hljómeykis á tónlist eftir Jórunni Viðar var t.d. hinn skemmtilegasti. Hæst bar verk við ljóð eftir Sjón og var einsöngvari ásamt kórnum eiginkona skáldsins, Ásgerður Júníusdóttir mezzósópran. Verkið hét Séð frá túngli og er skemmst frá því að segja að þetta var með betri tónsmíðum Jórunnar sem ég hef heyrt. Tónmálið virkaði margbrotið og hugmyndaríkt en samt einfalt og blátt áfram. Tónlistin endurspeglaði stemninguna í ljóðinu fullkomlega; hún var kæruleysisleg og kímin og stígandin markviss og hnitmiðuð. Því miður voru þessir tónleikar ekki nóg og þegar á heildina er litið var Skál- holtshátíðin ófullnægjandi. Hún var t.d. mun síðri en önnur tónlistarhátíð í sumar, sú sem haldin var í Reykholti í lok júlí. Þar var valinn maður í hverju rúmi. Reykholtshátíðin er alþjóðleg og verð ég sérstaklega að nefna flutning þeirra Caroline Palmer píanóleikara, Jacqueline Shave fiðluleikara og Michael Stir- ling sellóleikara á Tríói í C-dúr nr. 43 Hob. XV:27 eftir Haydn. Hann var það stórfenglegur að á tímabili hélt ég að einhver hefði sett eitthvað í matinn minn. Samspilið var hárnákvæmt, hver einasta píanónóta skýr, fiðlu- og sellóradd- irnar voru unaðslega mjúkar og vel mótaðar; gat þetta verið? Músíkin var svo skemmtileg í þessari líflegu túlkun að maður gleymdi sér gersamlega; per- sónulega gat ég ekki séð hvernig hægt væri að spila Haydn betur. Túlkun bandaríska tenórsins Donald Kaasch á nokkrum íslenskum lögum á Reykholtshátíðinni var líka einstök. Þó framburðurinn hafi verið dálítið bjag- aður hér og þar skipti það engu máli; söngur Kaasch var fullur af sannfæring- arkrafti; bæði ástríðuþrunginn og glæsilegur og fólk æpti af hrifningu. Mér sjálfum leið eins og ég væri að heyra þessi lög í fyrsta sinn og ég varð alveg gáttaður. Allt í einu var Draumalandið hætt að vera klisja; allt í einu var Hamraborgin orðin að óð til stórkostlegrar náttúru; allt í einu hljómaði Þú ert yndið mitt yngsta og besta ekki eins og ópíumröfl. Þetta var frábær flutningur þar sem saman fór yfirburðatækni, stórfengleg rödd og listræn dýpt; vonandi á maður eftir að heyra Kaasch syngja meira íslenskt í náinni framtíð. Húmorlausir tenórar Verst var að ekki voru allir söngtónleikar svona góðir á árinu. Þrír íslenskir tenórar héldu tónleika í Gamla bíói í desember og húmorleysi uppákomunnar TMM 2006 • I 115
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.