Tímarit Máls og menningar - 01.02.2006, Page 122
komið í gagnið má svo sannarlega vona að tónlistarlífið hér verði skemmtilegt.
Auðvitað er snilldin alltaf sjaldgæf; auðvitað er meðalmennskan algengust,
annars væri hún engin meðalmennska. En á meðan viðleitnin til að gera betur
er virk, og á meðan við þorum að gagnrýna það sem miður fer, þá held ég að
við þurfum ekki að kvíða framtíðinni.
Höfundar efnis
Aðalsteinn Ingólfsson, f. 1948. Listfræðingur og forstöðumaður Hönnunarsafns
fslands.
Bjarni Bjarnason, f. 1965. Rithöfundur.
Böðvar Guðmundsson, f. 1939. Skáld og rithöfundur sem hyggst nú endurvekja
konungasagnaritun.
Hjörtur Pálsson, f. 1941. Skáld.
Hugrún R. Hjaltadóttir, f. 1976. Mannfræðingur og kynjafræðingur. Sérfræðing-
ur á Jafnréttisstofu og kennari í kynjafræði við Háskólann á Akureyri.
Inga Kristjánsdóttir, f. 1946. Bókasafns- og upplýsingafræðingur.
Ingibjörg Haraldsdóttir, f. 1942. Skáld. Síðast kom frá henni diskur með lestri
hennar á eigin ljóðum við tónlist Tómasar R. Einarssonar (Dimma 2004).
Jón Yngvi Jóhannsson, f. 1972. Bókmenntafræðingur.
Jónas Sen, f. 1962. Tónlistargagnrýnandi við Morgunblaðið.
Jórunn Sigurðardóttir, f. 1954. Útvarpsmaður.
Kristján Jóhann Jónsson, f. 1949. Lektor við KHL Nýjasta bók hans er Skáldlegur
barnshugur. H.C. Andersen og Grímur Thomsen sem gefin var út bæði á dönsku
og íslensku (í einni bók) í tilefni af 200 ára afmæli Andersens (2005).
Margrét Jóelsdóttir, f. 1944. Myndlistarmaður og sérkennari.
Ólafur G. Kristjánsson, f. 1975. Bókmenntafræðingur sem einnig hefur fengist
við tónlist, textagerð og tónleikahald og gefið út ljóðabókina Til dœmis. Hann
býr í Berlín.
Ósk Dagsdóttir, f. 1983. Hún hefur skrifað síðan hún var krakki og birt smávegis
í skólablöðum.
Óskar Árni Óskarsson, f. 1950. Skáld. Hann hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör 21. janúar
2006 fyrir ljóðið / bláu myrkri sem birtist hér í heftinu.
Pinter, Harold, f. 1930. Leikskáld. Fékk Nóbelsverðlaunin 2005.
Sigríður Kristjánsdóttir, f. 1967. Lektor í skipulagsfræðum við Landbúnaðarhá-
skóla íslands.
Vésteinn Lúðvíksson, f. 1944. Skáld og rithöfundur. Seinasta bók hans var Brjál-
semiskœkir áfjöllum, þýðingar hans á ljóðum kínverska skáldsins Po Chu-i
(2005)
Þorleifur Hauksson, f. 1941. Fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna.
Þórhildur Ólafsdóttir, f. 1981. Bókmenntafræðingur og dagskrárgerðarkona.
120
TMM 2006 ■ 1