Heimsmynd - 01.10.1987, Page 35

Heimsmynd - 01.10.1987, Page 35
Fyrsta spurning foreldra nýfædds barns er hvert kyn þess er. Er það drengur eða stúlka? Þessi óþreyjufulla spurning endurspeglar mikilvægi kynferðis í sérhvetju samfélagi á öllum skeiðum sögunnar. Hvergi fyrirfinnst það samfélag þar sem kynferði einstaklings skiptir ekki máli. Ójafnrétti kynjanna er þekkt frá því sögur hófust. Hlutverkaskipting kynjanna hefur tekið litlum breytingum og þrátt fyrir auknar kröfur kvenna um jafnrétti á 20. öldinni er það samdóma álit þeirra sem þess æskja að enn sé langt í land. Það er líffræðilegur, líkamlegur, sálrænn og félagslegur munur á kynjunum. Burtséð frá því er hér náttúrlega um einstaklinga að ræða þar sem sérhver er einstakur. Enginn karlmaður er öðrum líkur þótt þeir hafi ýmis ofangreind sameinkenni. Allt þetta liggur í augum uppi rétt eins og að aldur, þjóðerni, litarháttur, trú, stéttarstaða og uppeldi mótar einstaklinga, persónuleika þeirra og viðhorf. Á hvern hátt eru íslenskir karlmenn ólíkir kynbræðrum sínum af öðru þjóðerni með fyrrgreindum fyrirvörum um sameinkennin? Er mikill munur á kynslóðum íslenskra karlmanna? Eru karlmenn af yngri kynslóðinni mjög frábrugðnir feðrum sínum og öfum? Eru væntingar misjafnar eftir aldri? Jafnréttisbarátta kvenna undanfarna áratugi hefur ekki farið fram hjá neinum. Konur hafa í æ ríkari mæli streymt út á vinnumarkaðinn en samtímis haldið hefðbundnum hlutverkum sínum. Engu að síður er staða kvenna í íslensku þjóðfélagi mun slakari en annars staðar. Það þarf ekki annað en að líta á þann pýramída sem þjóðfélagsskipulagið er til að sjá að karlar tróna enn á toppnum. Það eru ekki karlarnir í brúnni, sem þangað hafa komist sökum dugnaðar og getu heldur oft pólitískir aftaníossar. Með tilliti til þess að yngri kynslóð íslenskra kvenna hefur sótt í sig veðrið, aflað sér menntunar og langrar skólagöngu, í þeim tilgangi að hafa meiri ítök í þjóðfélagslegri framvindu án þess að fá þá umbun sem eðlileg væri, er skiljanlegt að óþols gæti hjá kvenþjóðinni í landinu. KARLREMBAN Hann er hálfsextugur sölumaður og virkur í flokksstarfinu. Hann hefur ákveðnar skoðanir, skrifar lesendabréf til dagblaða, rœðir á degi hverjum hugðarefni sín við yfirmenn sína og hlustar á þá afathygli. Sonur hans er í langskólanámi og stendur sig vel en dóttirin er flugfreyja. Hann á elskulega konu. Nýlega var fyrirtækið sem hann starfar hjá sameinað öðru fyrirtœki. Nýi forstjórinn er kona. Glaðhlakkalegur gekk hann inn til hennar fyrsta daginn „Karlremba hlýtur að vera fólgin í yfirgangi, fordómum og frekju gagnvart konum,“ segir Flosi Ólafsson rithöfundur. „Ástæða slíkrar rembu er þar af leiðandi vitsmunabrestur, nema að karlremban sé afleiðing eiginhagsmunabrölts. Þá er karlremban aðferð til að niðurlægja konur eða setja þær á bás og gæti því verið í ætt við ótta eða hræðslu.“ Karlremban er hins vegar óhugsandi nema konur séu til staðar. Margt miðaldra fólk og eldra segist hafa aðlagað sig breyttum viðhorfum frá því sem það ólst upp við þegar verkaskipting kynjanna var viðtekin. Nú benda margir á að verkaskiptingin sé óljós og bæði karlar sem konur séu rugluð í ríminu. Karlremban sem ráðamenn viðurkenna að sé innbyggð í kerfið getur tekið á sig margar myndir. Margar konur kvarta undan því að með vindilinn milli fingranna og setti henni lífsreglurnar. Hún leit upp frá vinnu sinni, þreytuleg íframan, brosti og sagði: Af hverju hefurðu ekki fengið stöðuhœkkun ennþá. . . Karlremban eða hroki í garð kvenna er afsprengi karlaveldisins. Manngerðin hér að ofan blómstrar þar en konan í forstjórahlutverkinu er sjaldséður hvítur hrafn. „Það er yfir höfuð gott að vera karlmaður í íslensku þjóðfélagi,“ segir Jón Sigurðsson ráðherra. Hví þá? „Vegna þess að þetta þjóðfélag er til fyrir karlmenn.“ Mætti af því draga þá ályktun að karlmönnum er mikið í mun að viðhalda slíku þjóðfélagsmynstri. Margir benda hins vegar á að konur geti sjálfum sér um kennt að láta þetta viðgangast. Þessi aðstöðumunur leyfist innan heimila þar sem konur láta karlmenn vaða uppi og nær hámarki í atvinnulífinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.