Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 37

Heimsmynd - 01.10.1987, Blaðsíða 37
BHAGI P. JÖSEFSSON i i > > i ) 1 mörgum íslenskum karlmönnum spánskt fyrir sjónir. En hvernig líður þá íslenskum karlmönnum sem eru vanir að fá að njóta sín á eigin forsendum heima fyrir þegar þeir eiga í samskiptum við útlendinga. Sigfús Erlingsson framkvæmdastjóri Flugleiða segir íslenska karlmenn komast fljótt upp á lagið með að tileinka sér almennar umgengnisvenjur erlendis. Mörgum finnst það síður en svo eftirsóknarvert en öðrum bráðnauðsynlegt. Ungur maður í viðskiptalífinu sem iðulega er í viðskiptaferðum erlendis segir: „Sumir íslenskir karlmenn eru hrein hörmung í svona ferðum. Þeir smjatta og kjamsa, sötra og verða fullir, mæta í tréklossum í hanastélsboð, reigja sig og teygja án þess að átta sig á því að fólk mænir á þá eins og viðundur en ekki af því að þeir séu svo myndarlegir." „Margir íslenskir karlmenn hafa minnimáttarkennd gagnvart útlendingum," segir ung íslensk kona sem lengi hefur búið og starfað í Bretlandi. „Þeim finnst að sökum þess að þeir eru víkingar aftur í ættir þurfi þeir að standa fyrir þeim orðstír. Þeir eru íhaldssamir og hræddir við að meðtaka eitthvað nýtt, til dæmis almennar kurteisisreglur. Þeir eru einnig mjög afbrýðisamir út í útlenda karlmenn. Sú afbrýðisemi kann að eiga rætur í ástands- árunum. Yfir landið flæddi herskari erlendra, kurteisra manna, sem kepptu um athygli íslensku kvennanna. Komu Bandaríkjahers fylgdi dýrðarljómi sæluríkisins, sem birtist á síðum amerískra tímarita með fallegum húsum, görðum, bflum og fötum. íslenskum konum stóð á sama þótt karlmennirnir færu í Bretavinnuna en körlunum var ógnað af vellyktandi amerískum offiserum í fínpússuðum skóm með sand af seðlum. „íslenskir karlmenn eru heimaríkir hundar," segir Árni Bergmann. „Þeir eru lokaðir, spéhræddir og stunda smáskítlegt valdatafl í litlum hópum. Þeir eiga sjaldnast góða vini en eiga þess í stað kunningja í félagasamtökum." Undir þetta sjónarhorn taka margir, bæði karlar og konur. Ein kona bendir á að karlar eigi sjaldnast aðra karla að vinum heldur konur, en sem vinir séu karlar tryggari og hreinskilnari en konur. Almennt virðast íslenskir karlmenn gefa lítið fyrir það sem hér hefur verið kallað sjentilmennska. Sumir vilja helst ekki ræða hana þegar aðrir benda á Halldór Laxness sem tákn hins siðfágaða manns. Mörgum þeirra ber saman um að enginn sé siðfágaður með kurteisinni einni saman heldur þurfi menn einnig að vera orðheppnir og „búa yfir þeim þunga sem fylgir vel unnu verki“ eins og einn þeirra orðaði það. Fáir íslenskir karlmenn virðast hafa miklar áhyggjur af framkomu sinni í garð kvenna, þrátt fyrir stöðugar kvartanir hins gagnstæða kyns um ruddamennsku íslenskra karlmanna. Margir karlmenn viðurkenna að slíkt sé staðreynd þegar áfengi er haft um hönd. Oft er talað um áfengisnotkun í sambandi við minnimáttarkennd og óöryggi. Alþekktar eru kvartanir kvenna um að drukknir karlmenn abbist upp á þær á skemmtistöðum klukkan kortér í þrjú. Veraldarvön kona segir: „Tilfinningar íslenskra karlmanna eru í hnút. Hnútarnir leysast yfirleitt ekki fyrr en á fimmta glasi og þá hverfur líka landlæg feimni þeirra.“ Hvað gerir þá óörugga? Sú staðreynd að þeir eru ekki veraldarvanir? Óttast þeir ef til vill innst inni að vera álitnir sveitamenn? Eru þeir statt og stöðugt að reyna að sanna fyrir sjálfum sér og umhverfinu að þeir séu komnir langan veg frá sauðskinnsskónum? Af hverju finnst mörgum íslenskum karlmönnum sveitamannsímyndin neikvæð. Ýmsir eru einmitt þeirrar skoðunar að arfleifð sveitamenningarinnar íslensku sé í raun okkar siðfágun. Er það goðsögn þegar talað er um gestrisni til sveita eða hversu vel upplýstir íslenskir bændur hafa löngum þótt um þjóðmál, bókmenntir og menningararf okkar? Sumir halda því fram að svo sé. Fyrirmannleg framkoma stórbænda aldamótakynslóðarinnar hefur verið slíkum siðum. Ameríkanar ofgera þessu mjög, þeir eru sýknt og heilagt standandi upp frá borðum þegar kona kemur eða fer. Frakkar meina heldur ekkert með þessum fleðulátum í garð kvenna þegar þeir eru kyssandi þær á handarbakið eða hneigjandi sig. Stimamýkt sem er ekki eðlileg á ekki rétt á sér. Sumum er það hins vegar eðlilegt að vera mjög kurteisir eða riddaralegir í garð kvenna. Þó tel ég að með auknu jafnrétti geti konur ekki búist við sömu riddaramennskunni og áður fyrr. Kurteisi er hins vegar fólgin í eðlilegri tillitssemi eins og að hlusta af andakt þótt maður hafi engan áhuga á því sem verið er að segja manni.“ Davíð segir einn besta mælikvarðann á eðlislæga kurteisi koma fram hjá karlmönnum í laxveiði. „Maður getur verið yfirmáta siðfágaður í daglegri umgengni í viðskiptalífinu en svo fer maður með viðskiptavininn í lax og þá ryðst hann á undan manni í hylinn. Það segir mikla sögu.“ „íslenskir karlmenn eru plebbar upp til hópa,“ segir Flosi Ólafsson. Þeir eiga alla vega langt í land að verða sannir sjentilmenn. Þeir fá smá innsýn inn í þann heim þegar þeir opna fyrir sjónvarpstækin á kvöldin og fylgjast með breskum framhaldsþáttum, þar blasa við dæmi um engilsaxneska siðfágun. Lítið dæmi er læknir sem situr andspænis sjúklingi sínum; hjúkrunarkonan kemur inn og segir að hann þurfi að koma í símann. — Viltu hafa mig afsakaðan andartak frú, segir læknirinn. Frúin kinkar kolli og læknirinn þakkar henni fyrir samþykkið. Slíkar umgengnisvenjur kæmu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.