Heimsmynd - 01.10.1987, Side 89

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 89
urníðslu — „subbustaður“ segir Hanna María — en það megnaði ekki að brjóta i niður samstöðuna og baráttuandann sem gripið hafði jafnt nemendur sem kennara. Þetta var kvöldskóli og menn lögðu ótrú- lega hart að sér; Hanna María fór í skól- ann beint úr vinnunni klukkan fimm og æfði sig upp á eigin spýtur þangað til 1 kennslustundir byrjuðu klukkan átta; síð- an var hún oft í skólanum langt fram yfir miðnætti. „Þetta var hörku skóli, hundrað prós- ent mætingarskylda og engum leiðst að taka það rólega,“ segir Hanna María nú. „Þegar Leiklistarskólinn * var stofnaður eftir fyrsta veturinn minn í SAL var kennslan mótuð beint eftir aðferðunum þar. Eg man að harkan var slík að einu sinni þegar ég fékk ein- hverja Asíuinflúensu og lá í þrjár vikur fékk ég j áminningu og skammir frá skólastjóranum. Það þótti mér súrt því annars mætti ég í hvern einasta tíma um veturinn. Við vorum tólf sem fórum úr mínum bekk upp í LÍ og við vorum líka tólf sem útskrifuðumst þremur árum seinna, eða 1978. Samstaðan í bekkn- um var frábær, við vorum svo miklir vinir að það vakti athygli í hin- um bekkjunum; þar kepptu menn yfirleitt innbyrðis um hlutverk í leikritum en við vorum í því að vera ofsalega góð: „Hann fékk svo lítið hlutverk í síðasta leikriti, ^ hann á að fá stórt hlutverk núna,“ og svo framvegis. Það eru níu ár síðan við út- skrifuðumst en við hittumst alltaf öll einu sinni á sumri og ákváðum meira að segja að vera saman á elliheimili, hvað svo sem verður nú úr því.“ Hanna María var sannfærð um að hún fengi aldrei neitt að gera en reyndin varð sú að fyrsta veturinn eftir að hún útskrif- t aðist loks sem útlærður leikari lék hún í tveimur stykkjum hjá Alþýðuleikhúsinu og tók auk þess þátt í „fíaskói aldarinnar" hjá Þjóðleikhúsinu, söngleiknum Prins- essunni á bauninni. Síðan var henni boðið hlutverk í verkinu Kvartett eftir Pam Gems sem Leikfélagið setti upp haustið 1979. Leikritið fjallaði um samskipti fjög- urra kvenna og óhætt er að segja að Hanna María hafi slegið í gegn í hlutverki dópistans í hópnum. Eftir þetta var henni boðinn fastur samningur í Iðnó og það vakti athygli hversu fljót hún var að festa sig í sessi sem ein af helstu leikkonum Leikfélagsins. „Auðvitað er þetta ekki síst spurning um heppni," segir hún hógværlega. „Ég fékk alltaf agalegt samviskubit í hvert sinn sem mér var boðið hlutverk en bekkjar- , félagar mínir fengu ekkert. Mér fannst ég ’ vera svo ægilega vond leikkona að þetta væri ekki sanngjarnt. Aðrir virtust sjá eitt- hvað sem ég sá ekki en ég hélt aldrei að ég væri neitt góð, eða þannig sko. . .“ Hlutverk Hönnu Maríu hjá Leikfélag- inu eru orðin geysimörg, bæði stór og smá. Hún segist ekki kjósa eina tegund hlutverka fram yfir aðra, flestöll hlutverk- in hennar hafi verið eftirminnileg á einn eða annan hátt, hvort sem þau eru lítil eða stór, og vitnar í Stanislavsky sem sagði, í enskri þýðingu: „ There are no smallparts, only small actors,“ — „Það eru ekki til lítil hlutverk, bara litlir leikarar." Af handahófi telur hún upp nokkur eft- irminnileg hlutverk; fyrsta hlutverkið hennar í Iðnó f fyrrnefndum Kvartetf, Gullauga í Gretti\ hlutverk hennar í Jóa eftir Kjartan Ragnarsson. „Og svo hlutverkið mitt í Brosi úr djúp- inu. Það var djöfullegasta hlutverkið mitt, það át í manni innyflin. Tilfinningalega var þetta svo erfitt að maður snerist alveg við og ég man það var mikið grátið á æf- ingatímanum. Ekki bætti heldur úr skák að ég missti aðalmótleikarann minn þegar var bara mánuður í frumsýningu og við þurftum að byrja upp á nýtt. Hún hristir höfuðið. „Við reyndum svo margar leiðir; æfðum kannski sömu sen- una á tíu mismunandi vegu, tilfinninga- lega; ýmist hlæjandi eða grátandi, á sí- felldum hlaupum eða grafkyrr. Svo sótti ég balletttíma í Þjóðleikhúsinu í marga mánuði til að ná útskeifunni réttri; byrjaði að æfa með íslenska dansflokknum en komst fljótt að því að þar var ég ekki á réttri hillu — þá flutti ég mig niður í tíu tólf ára flokkinn og þar var ég ágæt. Ég er satt að segja hreint ekki viss um að ég myndi vilja ganga aftur í gegnum aðra eins reynslu og Bros úr djúpinu var, en mikið djöfull var það samt þroskandi á sinn hátt.“ Annars segir Hanna María að það sé misjafnt hversu mikið hún leggi á sig til að komast inn í hlutverk sem henni hafa ver- ið falin. Sum hlutverk liggi nokkuð ljós fyrir frá upphafi, „þó skömm sé frá að segja,“ en önnur krefjist mikils undirbún- ings. „Ég geri mikið af því að stúdera fólk og stundum þarf maður að lesa sér einhver ósköp til. En trúlega hlýtur maður fyrst og fremst að stóla á sjálfan sig og eigin reynslu, leita inn í sig að einhverju sam- bærilegu og persónan gengur í gegnum. Svo finnst mér ógurlega lærdómsríkt að sitja úti í sal og fylgjast með hinum leikur- unum takast á við sínar persónur; maður lærir svo mikið af því og það er alveg ynd- islega skemmtilegt þegar maður sér hvernig leikari nær tökum á persónu sinni — kannski ekki síst þegar það gerist allt í einu. Ég tel mér það reyndar til góðs að hafa verið úti í þjóðfé- laginu, á vinnumarkaðn- um, áður en ég fór að læra. Ef fólk fer beint í þetta nám er hætta á að það verði alltof verndað, missi af dýrmætri reynslu. Ég hefði alla vega ekki viljað missa af því að kynnast öllu því skrýtna og skemmtilega fólki sem ég hef unnið með gegnum ár- in. En auðvitað er maður enn að læra, og verður allt- af. . .“ Leikarar segjast yfirleitt aldrei taka mark á gagn- rýni nema hún sé sanngjörn og fagleg, sem þýðir að þeim sjálfum sé hrósað. Ég spurði Hönnu Maríu um þetta. „Ég er að mestu hætt að leggja mig sér- staklega eftir gagnrýni, ég les leikdóma ef ég rekst á þá en hleyp ekki lengur út í búð að kaupa mér blað ef ég á von á gagnrýni um sjálfa mig. Það gerði ég til að byrja með og klippti dómana meira að segja út og límdi inn í bók. Þá fékk ég líka alltaf svo góða dóma! Ég man að í fyrsta sinn sem ég fékk vonda gagnrýni varð mér svo mikið um að ég hágrét. Það var fyrir hlut- verk mitt í Barni í garðinum eftir Sam Shepard og leikdómarinn var ekki bara neikvæður, mér fannst hann svo grimmur. Þegar ég fór að leika kvöldið eftir að gagn- rýnin birtist var ég sannfærð um að hver einasti maður í salnum hefði lesið hana, sem auðvitað var tóm vitleysa, og ég held éghafi sjaldan leikið verr en þetta kvöld. í síðasta atriðinu fyrir hlé gerðist það að Sigurður Karlsson rak þrjá fingur upp í munninn á mér og þá brotnaði ég alveg saman. Ég hljóp niður í kjallara og grét samfleytt í tuttugu mínútur. Núna er ég miklu afslappaðri, enda er gagnrýni auð- vitað ekki annað en álit einnar mann- eskju.“ Það er víst áreiðanlegt að aldrei hafa komið fram jafn sterk viðbrögð við neinu verki sem Hanna María hefur leikið í og leikriti Nínu Bjarkar Árnadóttur sem sýnt var í ríkissjónvarpinu á nýársdag. í marg- framhald á bls. 137 E mmmn ég var alls ekki buxnalaus. Ég var í þessari fínu silkibrók, vel varin! En ég man að ég var dauðkvíðin vegna viðbragða fjölskyldunnar . . . HEIMSMYND 89
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.