Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 101

Heimsmynd - 01.10.1987, Qupperneq 101
ar rokksins — óhræddir við að berjast fyr- ir rokkið. Hröð gítarsóló og ofsafengin sviðsframkoma er aðall þeirra og þeir láta alla gagnrýni um stöðnun sem vind um eyru þjóta. Einnig er athyglisvert að þungarokkið hefur haldið sínum hlut í 17 ár þrátt fyrir að öldur jazzrokks, diskós, pönks, rapps og hvað þetta nú allt saman heitir hafi risið og hnigið. Hins vegar er það fyrst nú að þungarokkið nýtur al- mennra vinsælda. Hvern hefði til dæmis órað fyrir að sá dagur rynni upp að á lista Billboard yfir söluhæstu breiðskífurnar yrðu fimm þungarokksplötur í sex efstu sætunum? Þetta gerðist þó fyrr í sumar, en fyrir utan U2, sem var í efsta sæti, röðuðu þungarokkshljómsveitirnar Whitesnake, Bon Jovi, Poison, Mötley Crtie og Ozzy Osbourne sér í næstu fimm sæti fyrir neð- an. Af hundrað efstu plötun- um voru 16 afurðir þunga- rokksbanda. Þótt þungarokkið hafi aldrei hljóðnað er engu að síð- ur staðreynd að það naut ekki almennra vinsælda eftir að blómaskeiði Led Zeppelin og Deep Purple lauk. Öðru hverju skutust þungarokkslög á toppinn, en ekki var þar um varanlegar vinsældir að ræða. Fyrsta hljómsveitin af þessu tagi sem náði almennum vin- sældum svo heitið gæti var Van Halen með gítarsnilling- inn Eddi Van Halen og söng- varann Dave Lee Roth í broddi fylkingar. Hún var þá ein um hituna — allt þar til Bon Jovi kom til. Jon Bon Jovi, sem upphaflega hét reyndar John Bongiovi, vissi upp á hár hvar leiðin til vin- sælda lá. Bon Jovi er viðkun- nanlegur, textarnir eru við- kunnanlegir og fagmennskan í fyrirrúmi. Síðast en ekki síst hafa hljómsveitarmeðlimir frá upphafi hagað sér eins og sannar rokkstjörnur — aldrei verið í vafa um að heimsfrægðin væri innan seilingar. Allt þetta höfðar sérstaklega til þeirra áheyrenda, sem haldnir eru fordómum gagnvart þungarokki og helst þá kven- kyns áheyrendum, sem fram til þessa hafa fælst ljótleikadýrkun og karlrembu þungarokkara. Upphaflega klæddust meðlimir Bon Jovi leðri og öðrum þeim græjum, sem þungarokkinu eru samfara. Eftir aðra plötu sveitarinnar afskrifaði höfuðpaurinn hins vegar gaddana og mót- orhjólin, enda leið ekki á löngu þar til út spurðist að Bon Jovi væri þétt og fjörleg hljómsveit . . . og piltarnir . . . þeir voru bara sætir strákar — sem fram að þessu þótti ekki gott afspurnir í þungarokkinu. Til þess að auka enn á söluhæfnina má benda á að nafnið Bon Jovi er öfugt við flest önnur þungarokksveitanöfn, allt að því glaðlegt, að minnsta kosti viðkunnan- legt. Textarnir fjalla um ástir og örlög og eins og góðri lýrík sæmir hafa þeir undan- tekningarlaust góðan endi. Gagnrýnandi nokkur sagði að tímaspursmál væri hvenær Jon Bon Jovi yrði fenginn til að gera texta við Kók-auglýsingu þar sem hamingjan væri seld á flöskum. Þegar horft er á þær þungarokksveitir sem siglt hafa upp vinsældalistana í kjölfar Bon Jovi kennir ýmissa grasa. Hljóm- sveitin Whitesnake gerir greinilega út á þau mið sem Led Zeppelin reri á í sinni tíð og þar er sama sagan. Þótt tónlistin sé harðari en hjá Bon Jovi er greinilega lagt mikið upp úr viðkunnanlegu útliti. At- hyglisvert er að höfuðpaurinn, David Co- verdale, var á sínum tíma söngvari Deep Purple. Poison flytur fjörlegt partýrokk og er nú ein vinsælasta tónleikasveit Bandaríkjanna, en útlitið er í ætt við glimmerrokk. Mötley Crtie stingur í stúf. Þar er um hrátt rokk að ræða og skegg- broddar, leður og mótorhjól allsráðandi. Plata Ozzy Osbourne, fyrrverandi söngv- ara Black Sabbath, er til minningar um Rhandy heitinn Rhoads, fyrrum gítarleik- ara hans. Athygli vekur að þetta er fyrsta plata Ozzy þar sem ekki er minnst einu orði á galdra og djöfladýrkun. Takist einhverri tónlist að hrífa aðdá- endur sína upp úr skóm og sokkum þá er það þungarokk. Ætti mönnum að nægja að fara á eina þungarokkstónleika og líta á æstan múginn til þess að sannfærast um það. Jazzgeggjarar heimsins láta sér nægja að smella fingrum og kinka kolli þar sem þeir súpa rauðvín og hlýða á leik sinna manna. í þeirra eyrum er jazzinn alvarleg tónlist sem þarf að ígrunda vel til þess að skilja. Það er einna helst að þeir „sleppi sér“ eftir vel heppnað sóló og klappi pent. Þungarokkið er andstæða þessa. Þungarokkari kærir sig kollóttan um tón- listarlega dýpt átrúnaðargoðanna, en sækist þess í stað eftir einföldu og hráu rokki, sem hann getur hrist makkann í takt við. Oft hefur verið á það bent að sífelldar vinsældir þungarokks megi rekja til þess að aðdáendur þess séu tryggustu aðdá- endur rokkbransans. Útgefendur benda á að þungarokksaðdáendur fylgist vel með, falli þeim hljómsveit vel í geð kaupa þeir allar plötur hennar og hægt er að stóla á að þeir sæki alla tónleika sem í boði eru. Auk þessa segja útgefendur að þrátt fyrir trygglyndið séu aðdáendurnir síður en svo bundnir við eina, tvær hljómsveitir — þeir séu óhræddir við að kaupa plötur nýrra óþekktra sveita að því tilskildu að þær leiki þungarokk. Trygglyndi þungarokksað- dáenda kemur líka vel í ljós þegar pælt er í gegnum vinsældalista. Þegar þekktir þungarokkarar gefa út nýjar plötur rjúka þær ósjaldan í efstu tutt- ugu sæti listans, en falla brátt af honum aftur, öfugt við flestar aðrar plötur, sem eru gjarnan lengi á leið upp listann, hanga þar í nokkrar vikur og falla síð- an aftur með hægð. Ástæðan er sú að þunga- rokkskjarni plötukaup- enda festir kaup á plötum átrúnaðargoðanna eins fljótt og auðið er — ekki eftir neinu að bíða. Ekki má heldur gleyma því að þungarokkið er ekki bundið við þungarokk- sveitir einar. Vinsælustu lög rapparanna í Beastie Boys og Run D.M.C hafa til þessa verið endurgerð þungarokkslög og fjölmargir aðrir þreyt- ast seint á að vísa í það. Hér heima eru Stuðmenn gott dæmi um það. Popplag í G-dúr hefst á hefðbundnu bárujárns- „riffi“ og eitt vinsælasta lag þeirra á tón- leikum er samsuðan Heavy metal maður, þar sem gert er góðlátlegt gys að þunga- rokkurum. (Þetta virðist vera Stuðmönn- um huglægt því eitt laganna á plötunni Tívolí, í stórum hring á móti sól átti upp- haflega að vera skrumskæling á Deep Purple.) Hið vinsæla lag Úti alla nóttina með Valla og Víkingunum er enn eitt dæmið um dulbúið þungarokk og áfram mætti telja. Ef til vill er eitthvað við hljóminn sem þykir eftirbreytni vert, en minna má á orð Sigurgeirs Sigmunds- framhald á bls. 137 Hin illaásjóna rokksins: Metallicaásamt ungum japönskum aðdáanda. HEIMSMYND 101
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.