Heimsmynd - 01.10.1987, Page 106
Christlan Lacroix sló í gegn. Hverjum
öftrum hefði dottið f hug að fóðra pelsa
með pífum úr undirfatnaðl.
Sviðið er upplýst og í laginu eins og T,
þannig að sýningarstúlkur ganga innan
um mannfjöldann. Þetta kvöld eru í saln-
um Louis Féraud sjálfur, samstarfsfólk og
nokkrir ljósmyndarar. Helga Björnsson
er baksviðs þar sem sýningarstúlkur
skipta um föt en æfingin er eins og hver
önnur lokaæfing; allt á að ganga snuðru-
laust fyrir sig. Féraud sem er á sjötugsaldri
og grár fyrir hærum situr með hljóðnema í
hendi sem hann notar óspart finnist hon-
um eitthvað mætti öðruvísi fara á sviðinu.
Sýningin er áhrifamikil. Undir
dynjandi tónlist ganga þel-
dökkar, hávaxnar sýningar-
stúlkur fram á sviðið, tvær og
þrjár í einu, í stórglæsilegum
fatnaði — þar sem hönnun
Helgu Björnsson sker sig alltaf úr. „Þessi
kjóll sem er eins og jarðarber er eftir
Helgu,“ hvíslar bandarísk stúlka sem
starfar fyrir Féraud í New York. „Féraud
væri ekkert án Helgu núorðið,“ segir sú
hin sama. „Stutt, kraftmikil sýning," æpir
Féraud inn í hljóðnemann þannig að fyrr-
verandi eiginkona hans sem situr við hlið-
ina á honum hrekkur við. „Fjarlægið
þessa í rauða kjólnum, það er nóg að hafa
bleika kjólinn á milli þessara tveggja
svörtu," kallar hann.
Rambaldi fjármálastjóri Féraud leikur
á als oddi. Hann veit að nægir kaupendur
verða að þessum módelfatnaði, þar sem
aðeins er hannað eitt eintak af hverju.
Fatnaðurinn lætur enga konu ósnortna
þótt sérhver heilbrigð kona hljóti að fá
svima yfir verðinu. Engir smáprísar það.
Bróderaður silkikjóll er á góðu bílverði en
tryggustu kaupendur Parísar-hátískunnar
um þessar mundir eru Arabar. Það er
farsa líkast að sjá heilt kvennabúr spíg-
spora út úr tískuhúsunum, hópur þybb-
inna, miðaldra, dökkleitra kvenna,sem
stíga inn í Mercedes Benz með reyklituðu
gleri, íklæddar fatnaði fyrir andvirði sem
dygði til að greiða niður hallann á tap-
rekstri íslensks ríkisfyrirtækis. En það er
önnur saga.
Grænt, fjólublátt, rautt og svart. Litir
vetrartískunnar eru skærir og faldurinn er
stuttur. Sumir segja: Alltof stuttur! Lita-
samsetningar eru djarfar en svart er líka
sígilt. En það er fleira fréttnæmt í sam-
bandi við þessar hátískusýningar annað
en faldurinn. Líkast til hafa margir hönn-
uðanna sest niður fyrir þann vetur sem nú
er að ganga í garð, klórað sér í höfðinu og
hugsað: Hvernig komumst við í heims-
fréttirnar. Sígild lína undanfarin ár hefur
ekki beinlínis valdið straumhvörfum í
tískunni.
Þau tíðindi hafa hins vegar átt sér stað
að fram á sjónarsviðið í París er komin ný
stjarna. Hann heitir Christian Lacroix og
sýndi nú í fyrsta sinn undir eigin merki en
vakti athygli fyrir nokkrum árum sem að-
alhönnuður hins dalandi húss Jean Patou.
Lacroix komst í heimsfréttirnar nú. Hann
náði því að vera á forsíðumynd á Interna-
tional Herald Tribune daginn eftir sýning-
una sína í París. Og aðrir, Saint Laurent
og fleiri? Jú. Það var minnst á þá en aðal-
lega vegna þeirrar angistar sem innganga
þessa hæfileikamanns hefur valdið þeim.
Samkeppnin leiðir af sér öfundsýki í há-
borg hátískunnar sem annars staðar. Yves
Saint Laurent er ekki lengur konungur
hátískunnar sem hann hefur verið undan-
farna áratugi.
Hátískuhúsin í París eru nú orðin 24 tals-
ins. Samkeppnin vex stöðugt og sum
hafa helst úr lestinni, önnur ná sér á
strik eftir áralanga lægð eins og hús
Lanvin. Athyglisverður kvöldkjóll í sí-
gildum vetrarlitum.
Hvað er svona merkilegt við
Christian Lacroix? Tísku-
hönnuðir sem HEIMS-
MYND ræðir við yppa öxl-
um. „Jú, jú, sýningin hans
var ágæt — alveg eins og af-
bragðs skemmtun í leikhúsi en að mér
hefði dottið í hug að kynna svona fatnað
er af og frá,“ segir einn af þeim stærri.
Engu að síður stældu þeir sumir hverjir
Lacroix. Því er ekki að neita. Sýningar
flestra voru mun íburðarmeiri en þær hafa
verið um langt skeið að sögn kunnugra.
Það er ekki lengur spurning um að
Lacroix steli senunni heldur hvað hann og
fleiri eru að gera fyrir hátískuna. Þeir eru
að blása lífi í hana á ný — sem þýðir aukin
áhrif Parísar á sviði allrar tísku, bæði há-
tísku sem prét-á-porter eða lúxus-fjölda-
framleiðslu.
Önnur ástæða þess að Christian
Lacroix slær svona hressilega í gegn er að
hann blæs lífi í staðlaðan bisness. „Að
maðurinn skuli þora þessu," sagði ljós-
myndari HEIMSMYNDAR og flissaði,
þegar Lacroix sýndi pels fóðraðan með
nærfatablúndum.
Iljósi þess að hátískuföt eru rándýr
er ekki skrýtið að þessir svoköll-
uðu kóngar hátískunnar í París hafi
lagt út á mið miðaldra kvenna. Það
gerir Saint Laurent og hlaut að
þessu sinni lítið lof fyrir. „Sýningin
er ekkert spennandi," sagði tískufrétta-
ritari Herald Tribune. Nú dugir ekki leng-
ur að kvikmyndastjarnan Catherine Den-
euve, tryggasti aðdáandi Saint Laurent í
áranna rás, mæti á sýningarnar. Þær verða
að vekja almenna spennu og hrifningu.
Hátískan er í stöðugri samkeppni við lúx-
us-fjöldaframleiðsluna og verður að taka
mið af því. Af þessum sökum hefur Karl
Lagerfeld hjá Chanel lagt áherslu á nýj-
ungar í hinni sígildu Chanel-línu. Pilsin
við dragtirnar eru styttri og litasamsetn-
ingar mun djarfari en áður. Saint Laurent
er hins vegar enn við sama heygarðs-
hornið og hann var fyrir tveimur áratug-
um í mörgum tilfellum. Hann sýndi til
dæmis svartar rúllukragapeysur og svört,
stutt rússkinnspils sem hann innleiddi í
tískuna fyrir mörgum árum og getur því
ekki búist við dúndrandi lófataki heims-
pressunnar. Það sem helst þótti tíðindum
sæta hjá Saint Laurent núna voru stuttar
leðurkápur bryddaðar með refaskinni og
kvölddragtir úr þungum satínefnum í
skærum litum. Bæði Saint Laurent, Fér-
aud og fleiri nota mikið svart flauel í jakka
og dragtir, oft með gylltum bryddingum
eða mynstri. Og áberandi litir í vetrartísk-
unni eru rautt, eiturgrænt, blágrænt,
fjólublátt og gult saman eða heitur bleikur
106 HEIMSMYND