Heimsmynd - 01.10.1987, Side 131

Heimsmynd - 01.10.1987, Side 131
virðast fara að örvænta og efast um kyntöfra sína og leita leiða til að sanna karlmennsku sína. Sumir fara að heiman og taka upp samband við aðra konu, oft mun yngri. í litlu samfélagi verður þetta oft tilefni mikilla slúðursagna en algengt viðkvæði hjá körlum er: Hann yngdi upp hjá sér eða: Hann er bara kominn í lambakjötið. Miðaldra maður segir: „Mér finnst mjög einkennilegt þegar menn taka upp á þessu á efri árum, að skilja við konuna og fara að heiman. Þeir eru kannski búnir að leggja mikið af mörkum áratugum saman til að halda sínu hjónabandi við og klúðra svo öllu í einu vetfangi. Þó held ég að það hljóti að vera komnir miklir brestir í hjónaband þegar menn gera svona. Oft er kerlingin hreinlega orðin hundleið á þeim og allt kynlíf löngu búið.“ Fylgifiskur gráa fiðringsins er oft mjög breyttur klæðaburður, nýtt útlit, hvort sem það er hártoppur eða megrun og jafnvel nýr bíll. Mörgum finnst þetta fyrirbæri grátbroslegt, sérstaklega konum. í samfélagi karla er kynlíf oft rætt opinskátt og sagði ungur maður hlæjandi frá því að rúmlega fimmtugur starfsfélagi hans hafi sagt: „Ég get ekki hugsað mér að sofa hjá jafnöldru minni. Mér býður við gamalli húð, hrukkum og fitu.“ Unga manninum fannst þetta grátbroslegt og sagðist vona að hann yrði þroskaðri en þessi starfsfélagi hans þegar hann yrði sjálfur miðaldra. Ýmsir karlmenn tala líka af hálfgerðri fyrirlitningu um hegðun af þessu tagi. „Þetta er hámark líkamsdýrkunar í mjög ömurlegri útgáfu," segir einn. „Mig grunar alltaf að menn séu hommar án þess að átta sig á því sjálfir þegar þeir nenna að standa í svona sýndarmennsku," segir ung kona. Eldri maður segir: „Menn vakna upp miðaldra, finnst þeir ekki hafa náð neinum sérstökum takmörkum í lífinu og telja að brátt sé allt búið. Það er oft stundar örvænting sem leiðir þá út í þessar freistingar." Almennt sjónarhorn virðist þó vera að framhjáhald sé fylgifiskur áfengis. „Ég held að íslenskir karlmenn séu hundtryggir miðað við kynbræður þeirra af öðrum þjóðernum og trúarbrögðum,“ segir víðförul kona. Sú bendir á að grundvöllur til framhjáhalda sé ekki til staðar í íslensku þjóðfélagi. „Bæði menn og konur vinna mikið, heimilislíf er almennt í fyrirrúmi fyrir samkvæmislífi sem þá helst er fólgið í að fara út að skemmta sér endrum og eins, þótt auðvitað séu margir fletir á þessu hér eins og annars staðar.“ Þá benda einnig margir á þá staðreynd að í þjóðfélagi þar sem skilnaðir eru jafn almennir og auðveldir og á íslandi séu framhjáhöld þar af leiðandi ekki eins algeng. Víða erlendis er fólki gert mjög erfitt fyrir að slíta hjónabandi. Þar koma inn trúarlegar aðstæður eins og í kaþólskum löndum, spurningin um lífeyri með konunni eins og í Frakklandi eða barnaforræði eins og í Bandaríkjunum, þar sem meiri tekjur karlsins gera það að verkum að honum getur verið dæmt forræði barnanna sæki hann það stíft. Sumir karlmenn telja sig þurfa að sanna sig með öðrum hætti og alvarlegri en framhjáhaldi. Það eru þeir karlar sem leggja hendur á konur. Almennt er nú orðið viðurkennt að karlmenn sem beita ofbeldi eigi erfitt með að tjá sig og séu oft haldnir mikilli minnimáttarkennd. Ofbeldi getur bæði verið andlegt og líkamlegt og nánast undantekningalaust eru það karlmenn sem beita konur eða börn ofbeldi innan fjölskyldunnar. Enn sem komið er hefur lítið verið tekið á vanda ofbeldismannsins nema þegar hann á við áfengisvanda að stríða. Og dæmin hafa sýnt að þrátt fyrir að heimilisfaðirinn læknist af áfengissýki sækir oft í sama farið á heimilinu eftir að hann snýr aftur. Orsakanna er því annars staðar að leita en í flöskunni. Karlmenn hafa enn sem komið er lítið tekið á þeim vanda sem ofbeldi innan fjölskyldunnar er en tæplega er von til að úr rætist nema þau mál verði tekin föstum tökum líkt og áfengissýki. UM KLÆÐABURÐ OG STÍL ÍSLENSKRA KARLMANNA „Hvernig stendur á því að íslenskar konur eru svona glæsilegar og vel til fara en karlmennirnir svona luralegir?" er hvort sem fólki líkar betur eða verr algengt viðkvæði erlendra gesta. íslenskar konur eru orðlagðar fyrir fegurð sína, ekki bara á alþjóðavettvangi heldur einnig af íslenskum karlmönnum. Hins vegar sæta íslenskir karlmenn mikilli gagnrýni fyrir klæðaburð sinn og stíl eða skort þar á. Þeir þykja ekki eingöngu hálf luralegir í framkomu og lítt siðfágaðar, heldur einnig hálf púkalegir, jafnvel sóðalegir. „Ég hef það alltaf á tilfinningunni að íslenskir karlmenn fari ekki í bað nema endrum og eins,“ segir íslensk kona búsett erlendis. „Það er bæði svitalykt af þeim og táfýla,“ segja margar aðrar. Margir karlmenn hundsa þessi viðbrögð og tala um fatasnobb og pempíuhátt. Ungur læknir segir: „Líkamslykt er kynæsandi, það er vísindalega sannað að konum finnst svo og því þá að vera að kæfa sig í einhverjum rakspíra.“ Halldór Laxness segir í Alþýðubókinni sem út kom árið 1929 að íslendingar séu náttúraðir fyrir óþverraskap og að ein orsök fyrir óþverralegum munnsöfnuði þeirra sé vafalaust meðvitund þeirra um að munnur þeirra séð bæði skemmdur og óhreinn. Hann segir að hreinn líkami valdi þokkalegu sálarlífi: „Menn fara að hugsa bjartara, menn fara að vilja fegurð. Hreinir menn eru geðslegir í umgengni. Viti maður sig geðslegan fyrir sjálfum sér verður hann ósjálfrátt geðslegur gagnvart öðrum. Maður sem veit sig ógeðslegan með sjálfum sér hagar sér ruddalega gagnvart öðrum. Sóðaskapur og ókurteisi haldast í hendur." En það er einmitt þetta tvennt síðastnefnda sem kann að vera orsökin fyrir þessu alræmda stílleysi íslenskra karlmanna. Frakkar eru ekki hreinlegasta þjóð í heimi en segja má að franskir karlmenn bæti ýmislegt upp með siðfágaðri framkomu sinni. Hluti af bandarískum heraga og uppeldi er sturta á dag. Frá því að Laxness gaf þjóð sinni á baukinn í fyrrgreindum texta er mikið vatn runnið til sjávar. Ef til vill voru aðstæður til hreinlætis ekki eins auðveldar hér áður fyrr og þær ættu að vera nú. íslenskum sjómönnum og erfiðismönnum hefur ef til vill verið margt ofar í huga en að fara í sturtu þegar þeir stóðu í stríði við náttúruöflin. Og kannski er margt til í því sem ungi dreifbýlismaðurinn sagði um menn í erfiðisvinnu; að ferskt loft útiveru og heilbrigð blóðrás sökum strits og líkam- legra átaka gerði það að verkum að menn þyrftu ekki að snurfusa sig eins og „skrifstofulíkamarnir í Reykjavík". Stílleysi íslenskra karlmanna á sér margar orsakir. Hér getur verið um að ræða skort á líkamlegri reisn, sem að hluta til getur átt rætur að rekja til hreyfingarleysis. Og séu þeir fölir og slappir kunna þeir sjaldnast að fela það með réttum klæðaburði, er viðtekið viðhorf. Árni Bergmann ritstjóri segir að íslenskir karlmenn sem enn séu á milli vita séu óöruggir og sú tilfinning brjótist út í gegndarlausri nýjungagirni og neyslu. Menn reyna að kaupa sér ímynd. En stíll er miklu meira en klæðaburðurinn einn sér. Karlmaður sem smellir sér í jakkaföt úr dýrustu verslun bæjarins í þeim tilgangi að sigra heiminn getur vaðið í villu. Stfll er ekki keyptur út úr búð. í síðustu kosningum var áberandi að pólitíkusar reyndu að höfða til langþreyttra kjósenda með klæðnaði sínum. Fulltrúar Alþýðuflokks með Jón Baldvin Hannibalsson í fararbroddi skiptu margoft um fatnað í hálftíma flokkskynningu í ríkissjónvarpinu. En virða ber viljann fyrir verkið. Sú staðreynd að menn reyna að halda sér til HEIMSMYND 131
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.