Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 14

Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 14
Tryggvi: „Ef pólitíkusar eru að hafa bein afskipti af ákvarðanatöku bankaráðanna, hver ber þá ábyrgðina ef illa fer? Ábyrgð og vaid verða að haldast í hendur.“ Ami Vilhjálmsson gerði sér vonir um að vinnubrögð forystu Sjálfstæðisflokksins spyrðust út og að til kæmi þrýstingur hins almenna flokksmanns. urðsson greinilega tekið sinnaskiptum í málinu. Sjálfur var hann ekki til frásagn- ar um ástæðuna þegar þessi grein var skrifuð, enda staddur erlendis. Hins veg- ar hefur heyrst að um miðjan ágúst, um sama leyti og nafn Sverris bar fyrst á góma í sambandi við bankastjórastöð- una, hafi þeir farið saman ( laxveiði, hann og Sverrir Hermannsson, þar sem margt gæti hafa verið skrafað. Það vakti einnig athygli ýmissa, að samgangur Sverris Her- mannssonar og Kristins Finn- bogasonar varð allnáinn þegar leið á haustið, en fram til þess tíma voru þessir menn ekki nákunnugir, eins og Sverrir staðfesti síðar, þegar hann var inntur eftir laxveiðisögunni. Hann rám- aði þá eitthvað í að hafa farið í laxveiði- ferð með Pétri. „Við Pétur erum gamlir og grónir vin- ir,“ sagði Sverrir. „Bíddu við! Fyrst þú spyrð, þá man ég að við fórum saman einhvern tíma í ágúst, í Stóru-Laxá í Hreppum, eina tvo daga. Pað var Barði Friðriksson sem stóð fyrir því, og við fórum með Matthíasi Johannessen morg- unblaðsritstjóra. Gjörsamlega laxlaus á og enginn okkar fékk titt.“ En það fylgir einnig sögunni, að þegar Jónas Haralz frétti af því að til hefði staðið að þrýsta málinu í gegn á þessum fundi, hafi hann brugðist ókvæða við. Hann hafi haft samband við Porstein Pálsson, og lagt að honum að reyna að fresta málinu. Ekki reyndist unnt að fá vitnisburð Jónasar um þetta atriði þegar greinin var skrifuð því hann var staddur erlendis. En Þorsteinn Pálsson vildi ekk- ert um þetta segja annað en það, að þeir Jónas væru oft í sambandi, og hefðu meðal annars talað saman vegna þessa máls. „Hins vegar var það alltaf mín skoðun að þetta mál ætti ekki að afgreið- ast fyrr en síðari hluta vetrar," segir Þor- steinn. „Það sem næst gerðist í málinu var að Pétur Sigurðsson bað okkur Brynjólf Helgason, starfsbróður minn í Lands- bankanum, að gera tillögur að nýju starfsskipulagi aðstoðarbankastjóra," segir Tryggvi. Þótt ekki sé meira sagt með orðum, þarf ekki glöggt auga til að sjá hvers vegna aðstoðarbankastjórastaða var færð í tal á þessu stigi málsins. Vel má af því skilja þá vísbendingu að Tryggva Páls- syni hafi staðið aðstoðarbankastjóra- staða til boða sem sárabót fyrir aðal- bankastjórastöðuna. Hugsunin var greinilega sú, að ráða þá sem fagþekk- inguna höfðu í stöður aðstoðarbanka- stjóra, svo hægara væri um vik að út- hluta flokksgæðingi aðalbankastjóra- stöðunni. Það er skemmst frá því að segja að Tryggvi og Brynjólfur (sem einnig var vitað að hafði áhuga á landsbankastjóra- stöðunni, enda þaulreyndur og gagn- menntaður bankamaður) unnu áætlun, sem bankastjórn lagði síðan fyrir banka- ráð, um fölgun aðstoðarbankastjóra úr tveimur í fimm. Árni Vilhjálmsson var á móti tillögunni í bankaráði, og sá ekki ástæðu til svo mikillar fjölgunar aðstoð- arbankastjóra. Hann sagði í samtali við HEIMSMYND að efnisleg rök hefði vantað, til að mynda nánari skýringar á tilgangi þess að ráða þrjá nýja aðstoðar- bankastjóra. „Með þessu móti var einfaldlega verið að búa til nýtt lag stjórnenda í bankan- um, sem hefði gert það að verkum að aðrir yfirmenn bankans hefðu fjarlægst bankastjórn. Ég var þeirrar skoðunar að ekki væri þörf á nema einum aðstoðar- bankastjóra að auki, og sú afstaða mið- aðist við það að bankinn þyrfti vaska menn í stöðu bankastjóra, og einn að- stoðarbankastjóri að auki ætti alveg að nægja til að leysa aðalbankastjóra af hólmi þegar svo bæri undir.“ Margan grunar að með þessu hafi Árni Vilhjálmsson viljað koma í veg fyrir að pólitísk afskipti af ráðningu banka- stjóra rynnu jafn ljúflega í gegn og ann- ars hefði orðið, ekki síst með það í huga að Árni sagði sig síðar úr ráðinu. Þótt það hafi ekki verið yfirlýstur tilgangur hans, er ljóst að afstaða hans og mál- flutningur gegn ráðningu þriggja nýrra aðstoðarbankastjóra var til höfuðs þeirri hugmynd að láta aðstoðarbankastjóra- stöðurnar auðvelda Sjálfstæðisflokknum eftirleikinn með ráðningu Sverris. Ber nú fátt til tíðinda fyrr en á banka- ráðsfundi þann 29. desember, þar sem í ráði var að ganga endanlega frá banka- stjóraráðningunni. Þá bregður svo við að Pétur Sigurðsson ítrekar fyrri tillögu um Sverri Hermannsson, en Arni Vilhjálms- son leggur fram tillögu um að Tryggvi Pálsson verði ráðinn, og hlýtur stuðning Eyjólfs K. Sigurðssonar, fulltrúa Al- þýðuflokksins. Samkvæmt heimildum HEIMSMYNDAR mun Pétur Sigurðs- son hafa lýst því yfir að tillagan um Sverri Hermannsson nyti stuðnings að minnsta kosti tveggja bankaráðsmanna, það er hans sjálfs og Kristins Finnboga- sonar. En Kristinn mun þá hafa kveðið upp úr með að afstaða sín væri enn ekki opinber. Lúðvík Jósefsson, fulltrúi Al- þýðubandalagsins, bað um sólarhrings frestun á málinu. „Sá fundur sem haldinn var daginn eftir, þann 30. desember, var hefðbund- inn árslokafundur ráðsins, og mér er kunnugt um að Lúðvík Jósefsson hafði tekið ákvörðun um að styðja mig í starf- ið,“ segir Tryggvi Pálsson Samkvæmt því hefði hann verið ráð- inn bankastjóri Landsbankans á þessum fundi, ef Pétur Sigurðsson hefði ekki til- kynnt að málinu skyldi frestað fram í Framhald á bls. 106 14 HEIMSMYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.