Heimsmynd - 01.03.1988, Side 18

Heimsmynd - 01.03.1988, Side 18
Við höfnum jafnréttis- hugtakinu eins og það hefur verið notað undanfarna áratugi þar sem gengið er út frá því að afmá öll sérkenni kvenna og móta þær í mynd karlmannsins. hefur aukist um helming frá því í haust, eða úr 8,2% í 12,3%. Sé einungis tekið mið af þeim sem tóku afstöðu hafa þær tvöfaldað fylgið á sama tíma. Urslit síðustu alþingiskosninga vöktu heimsathygli, enda má segja að þau hafi á vissan hátt markað tímamót í sögu ís- lenskra stjórnmála. Erlend stórblöð settu jafnvel forsíðuna undir fréttir af „tvímælalausum sigri íslenskra kvenna" og myndir af stoltum kvennalistakonum prýddu dagblöð víða um heim. En í kjölfar kosninganna tóku við langar og strangar stjórn- armyndunarviðræður. Ætlar Kvennalistinn í ríkisstjórn, og ef svo er, þá með hverjum og hver eru skilyrðin? var spurning sem að þeirra sögn dundi á þeim um þessar mundir. A sama tíma var mikið um það rætt hvort Kvennalistinn myndi „þora að axla þá ábyrgð sem fylgir því að fara í ríkis- stjórn“, og lengi vel mændu allra augu á Hótel Vík, aðsetur Kvennalistans, þar sem undirbúningur og stefnumótun fyrir stjórnarmyndunarviðræðurnar fór fram. Alla fýsti að vita hver yrðu skilyrði þeirra fyrir stjórnarþátttöku, en þær voru þöglar sem gröfin. Dagarnir liðu, og engar spurnir bárust af því hvað verið væri að bralla á Hótel Vík. Leyndin fór mjög fyrir brjóstið á fjölmiðlum og öðr- um þeim sem létu sig málið varða, en loks spurðist að eitt skilyrðið fyrir þátt- töku þeirra í ríkisstjórn yrði hækkun lág- markslauna. „Við kröfðumst þess þó aldrei að lág- markslaun yrðu lögbundin, eins og fjöl- miðlar héldu fram,“ segja þær. „Við vor- um hins vegar tilbúnar að ræða lögbind- ingu lágmarkslauna, ef aðrar leiðir væru ekki færar til að hækka lægstu laun. Okkar stefna fyrir þessar stjórnarmynd- unarviðræður kostaði mikla innbyrðis málamiðlun og mikið starf. En við kus- um að taka fyrst út þau mál sem aldrei yrði hvikað frá, og ákváðum að byrja á því að láta reyna á stærstu málin, til að eyða ekki tímanum til einskis.“ Launamálin urðu fyrir valinu, og reyndust ásteytingarsteinninn þegar upp var staðið. Ýmsir hafa haldið því fram að Kvennalistinn hafi einfaldlega ekki treyst sér í ríkisstjórn, og því hafi þær vitandi vits sett fram kröfur sem ekki yrði gengið að. Þær hafi í raun ekki verið bógar til að axla þá ábyrgð sem stjórnar- samstarfinu fylgdi. „Við erum ágætar í öxlunum," segir Guðrún Agnarsdóttir, „en það er mikil ábyrgð sem fylgir því að vera sannur sinni hugsjón. Við vorum of fáar til að hafa áhrif í ríkisstjórninni, og það hefði verið ábyrgðarleysi að ganga til stjórnar- samstarfs, vitandi að ekki yrði tekið mið af okkar stefnumálum. Við erum komn- ar til að hafa áhrif!“ Þær taka allar undir þetta. „Það er ekki valdið sjálft sem við sækjumst eftir. Það eru áhrifin af beitingu valdsins sem málið snýst um.“ Þær segjast ekki sækj- ast eftir bakháum ríkisstjórnarstólum. „Við eigum allar góða stóla,“ og þá gell- ur við: „Og hver segir að við ætlum að setjast niður. Þurfa fuglar á flugi að setj- ast niður?“ En það er fróðlegt að velta því fyrir sér hvað liggi að baki fylgisaukningu Kvennalistans. Um það eru uppi nokkr- ar kenningar. Margir setja þann fyrir- vara fyrstan, að varlegt sé að draga af- dráttarlausar ályktanir um fylgi flokka af skoðanakönnunum, því reynslan hafi oft sýnt annað þegar í kjörklefann er komið. Þetta atriði er þó umdeilanlegt. Hins vegar hefur umræða um stöðu kvenna í þjóðfélaginu aukist verulega síðari ár, og einnig hefur jafnréttiskrafa kvenna hlot- ið meiri hljómgrunn en áður. Sjálfar telja þær þetta atriði vega þungt. Önnur skýr- ingin er sú, að þær séu nokkurs konar samnefnari fyrir almennt andóf í þjóðfé- laginu, einhvers konar söfnunarbaukur fyrir óánægjuraddir, í kjölfar óvinsælla efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar á borð við matarskatt. Þær viðurkenna fúslega að þær haldi uppi ákveðnu and- ófi. „Enda má ekki gera lítið úr hlut- verki stjórnarandstöðunnar. Stjórnar- flokkarnir hafa látið í veðri vaka að stjórnarandstaðan haldi uppi ábyrgðar- lausu andófi gegn aðgerðum ríkisstjórn- arinnar, en í þeim málflutningi felst verulegt vanmat á hlutverki stjórnarand- stöðu,“ segir Kristín Halldórsdóttir. „Það er ekki svo lítið hlutverk að veita það aðhald sem stjórnarandstöðunni er falið. Því ábyrgari sem stjórnarandstað- an er, þeim mun betra.“ etta er einmitt ein skýringin sem fylgisaukningunni hefur verið fundin. Kvennalistinn hefur aldrei setið í ríkisstjórn, þar af leiðandi aldrei tekið óvinsælar ákvarðanir, og „siglir ekki með lík í lest- inni,“ eins og Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur komst að orði. „Þetta er rétt, við erum flekklausar að því leyti," segja þær. „Við höfum heldur engin hagsmunatengsl, höfum ekki látið tælast af pólitísku makki. Við göngum hreint til verks, og vonandi eru niður- stöður þessarar skoðanakönnunar til vitnis um það að fólk kunni að meta vinnubrögð okkar. Við vinnum allt í samráði hver við aðra, og tökum okkur ekki það vald að ráðskast með stefnu- skrána, í fámennum nefndum, eins og sums staðar tíðkast. Okkar starf fer fram fyrir opnum tjöldum innan samtak- anna.“ Trúverðugheit, hreinskilni og einlægni eru aðalsmerki Kvennalistans í huga al- mennings; um það eru menn næsta sam- 18 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.