Heimsmynd - 01.03.1988, Qupperneq 22

Heimsmynd - 01.03.1988, Qupperneq 22
Shevardnadze utanríkisráðherra Sovétríkjanna og Shultz utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Annar svegar þarf að skapast gott andrúmsoft í viðræðum leiðtoganna, sem yfirleitt lukkast þann stutta tíma sem svona fundir standa frammi íyrir augum umheimsins. Jafnframt þarf að tryggja að helstu leiðindamál, sem vonlaust er að semja um, séu ekki rædd nema lauslega, svo sem mannréttindi. egar þarna var komið sögu höfðu Bandaríkjamenn fallið frá kröfu sem þeir gerðu í upphafi Washingtonfundarins, um að stefnt yrði að samningi um helm- ingsfækkun langdrægra kjarnorkuvopna en ágreiningurinn um geimvarnir lagður til hliðar og um þær samið sérstaklega. Sovétmenn höfnuðu þessu umsvifalaust og ítrekuðu fyrri skilyrði um að fækkun langdrægra kjarnorkuvopna kæmi því aðeins til greina að Bandaríkjamenn tak- mörkuðu jafnframt geimvarnaáætlun sína. Bandaríkjamenn drógu úr og lögðu í staðinn til að Sovétmenn samþykktu að Bandaríkin hefðu rétt til „að gera til- raunir í geimnum eins og þurfa þyki“ og til að setja upp geimvarnakerfi eftir til- tekinn umsaminn tíma. Sovétmenn komust í vont skap. Vikt- or Karpov, aðalsamningamaður þeirra í afvopnunarviðræðum risaveldanna í Genf, skóf ekki utan af hlutunum. Hann sagði að þessar tillögur væru gömul tugga og hreytti út úr sér: „Hættið að eyða tíma mínum til einskis." Bandaríkjamenn slógu aftur af og sögðust geta sæst á að orðin „tilraunir í geimnum“ yrðu felld út, en aftóku annað en að Sovétmenn skrifuðu upp á að hvor um sig hefði rétt til að gera tilraunir eins og „þurfa þyki.“ Pá sögðust Bandaríkjamenn geta fellt sig við óljósara orðalag um rétt aðila til að koma upp geimvörnum þegar fram liðu stundir. Við svo búið var ágreiningurinn um geimvarnir lagður til hliðar, enda er frestur á illu bestur. En fresturinn rann út á lokadegi Washingtonfundarins. Klukkan nálgaðist tvö og ekk- ert heyrðist frá embættis- mönnunum. Starfsmanna- stjóri Hvíta hússins hringdi áhyggjufullur í þá og sagði að leiðtogarn- ir væru orðnir órólegir. Honum var tjáð að samkomulag lægi enn ekki fyrir. Þeg- ar klukkuna vantaði örfáar mínútur í tvö bárust skilaboð um að ráðgjafar Gorbat- sjovs vildu hitta hann. George Shultz ut- anríkisráðherra og Colin L. Powell, hershöfðingi og öryggisráðgjafi Reagans, komu til forsetans og sýndu honum loka- yfirlýsinguna. Shultz útskýrði fyrir for- setanum að ekkert í yfirlýsingunni kæmi í veg fyrir framhald bandarísku geim- varnaáætlunarinnar. Þar stæði að bæði risaveldin gætu haldið áfram rannsókn- um á geimvörnum eins og „þurfa þyki“. Þegar Shultz hafði lokið máli sínu sneri Reagan sér að Powell sem tók í sama streng. Forsetinn gaf samþykki sitt. Leiðtogafundinum hafði verið bjargað en alvarlegasta ágreiningsefnið, sem allt annað er undir komið, er enn óleyst. Þótt orðalagið sem Bandaríkjamenn lögðu svo mikið upp úr væri í yfirlýsing- unni höfðu Sovétmenn tekið fram í við- ræðunum að þeir túlkuðu hana ekki þannig að leyfilegt væri að gera tilraunir í geimnum. Einnig stóð í yfirlýsingunni að rannsóknir og tilraunir yrðu að vera í samræmi við samning risaveldanna frá 1972 um takmörkun eldflaugavarna, en um túlkun hans var og er enn ekkert samkomulag. Arangur leiðtogafundarins að öðru Ieyti var fremur rýr, ef frá er talin undirritun samnings um útrýmingu meðal- og skammdrægra kjarnaflauga, sem reyndar var fullfrágengin fyrir Was- hingtonfundinn. Niðurstaða leiðtogafundarins hefur varla komið þátttakendum á óvart. Strax á fyrsta degi, þriðjudaginn 8. desember, sigldu viðræður á sameiginlegum fundi leiðtoganna og helstu embættismanna þeirra í strand. „Sá fundur var glataður," er haft eftir ónefndum viðstöddum Bandaríkjamanni. Reagan ákvað að hér eftir yrði leiðtogafundurinn annars vegar tveggja manna tal, hans og Gorbatsjovs, en utanríkisráðherrarnir og aðrir emb- ættismenn skyldu þrátta út af fyrir sig. Sovétmenn sögðu að þótt andrúmsloftið milli leiðtoganna væri gott, sýndi þessi fyrsti fundur að ekki væri mikils árang- urs að vænta. Það gagn, sem hafa má af leiðtoga- fundum, er að á þeim takist að þoka til- teknum ágreiningsatriðum fram á við, þannig að samningamenn haldi aftur til fundarherbergja sinna með nýtt umboð. Til þess að þetta hafist þarf annars vegar að skapast gott andrúmsloft í viðræðum leiðtoganna, sem yfirleitt lukkast þann stutta tíma sem svona fundir standa frammi fyrir augum umheimsins. Jafn- framt þarf að tryggja að helstu leiðinda- mál, sem vonlaust er að semja um, séu ekki rædd nema lauslega, svo sem mann- réttindi, Afganistan og Mið-Ameríka. Hins vegar, og um leið, gefst tækifæri á leiðtogafundi til að bera tillögur jafn- harðan undir leiðtogana sjálfa við allt aðrar kringumstæður og tímamörk en venjulega, og það getur skilað árangri varðandi ýms tæknileg atriði í hinum eig- inlegu afvopnunarviðræðum. etta tókst að nokkru leyti á Washingtonfundinum. Samt stingur í augun hvað öll bros Reagans og Gorbatsjovs og allt góða andrúmsloftið skiluðu litlu. Til að bjarga Washingtonfundinum þurfti ekki aðeins að ýta til hliðar hversdags- legu þrasi og leiðindum, eins og mann- réttindum í Sovétríkjunum og styrjöld- inni í Afganistan, heldur varð líka að skilja aðaldeilumál sjálfra afvopnunarvið- ræðnanna, geimvarnirnar, eftir í lausu lofti. Hinn fremur rýri árangur sem varð af Washingtonfundinum sýnir hve árangur leiðtogafundarins í Reykjavík var eftir allt saman takmarkaður. Þar náðist reyndar samkomulag um aðalatriði samningsins um útrýmingu meðaldrægra flauga, sem undirritað var í Washington. 22 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.