Heimsmynd - 01.03.1988, Qupperneq 26

Heimsmynd - 01.03.1988, Qupperneq 26
orkuárás á Bandaríkin á trúverðugan hátt, og til þess þurfa þeir fleiri en ekki færri kjarnorkuvopn, svo lengi sem hætta er á að Bandaríkjamenn komi upp geimvarnakerfi. Sovétmenn munu því leggja alla áherslu á að hindra framgang bandarísku geimvamaáætlunarinnar. Um leið hafa þeir ekki efni á að fallast á fækkun kjarnorkuvopna nema þetta tak- ist. Enn fremur óttast Sovétmenn að geimvarnaáætlunin muni að minnsta kosti skila Vesturveldunum umtalsverð- um tækniframförum við gerð venjulegra vopna og kjamorkuvopna. Forsvarsmenn bandarísku geimvarnaáætlunarinnar hafa margoft bent á þennan bónus, áætl- uninni til framdráttar. Sovétmenn em jafn illa í stakk búnir, tæknilega og efnahags- lega, til að mæta slíku og geimvarna- áætluninni sjálfri. Það virðist því tiltölulega auðvelt að spá fyrir um þróun mála á þessu ári. Mun athyglisverðara, en um leið miklu erfiðara, er að líta lengra fram í tímann. Hvað snertir ágreininginn um geimvarnir skiptir mestu máli í næstu framtíð hver verður framvinda stjórnmála og efna- hagsmála í Bandaríkjunum. Ljóst virðist að vegna gífurlegs fjárlagahalla Banda- ríkjanna verður erfiðara um vik með fjárveitingar til geimvarnaáætlunarinnar á næstu árum en forsvarsmenn hennar kjósa. Að auki á geimvarnaáætlunin undir högg að sækja vegna vantrúar margra á að hún skili þeim árangri sem að er stefnt. Enginn þorir að spá um það núna hver verður forseti Bandaríkjanna eftir forseta- kosningarnar í haust. Margir virðast þó hallast að því að taki banda- rískt efnahagslíf ekki dýfu, sigri repúblikani. Enn sem komið er, að minnsta kosti, hafa varnar- og utanríkis- mál ekki skipt mjög miklu máli í kosn- ingabaráttunni. Frambjóðendur re- públikana styðja framhald geimvarna- áætlunarinnar, en frambjóðendur demó- krata ætla að takmarka verulega rannsóknir og tilraunir á geimvörnum. En ekki er víst að það, að hægja á geimvarnaáætluninni, eyði ótta Sovét- manna við hana. Enn er ekki ljóst ná- kvæmlega, hvers konar málamiðlun yrði unnt að ná við Sovétmenn um geimvarn- ir. Jafnvel þótt pólitísk og efnahagsleg skilyrði verði geimvarnaáætluninni ekki hagstæð næstu árin, er eins líklegt að hvort tveggja breytist, þótt síðar verði. Hafi Sovétmenn eitthvað mátt læra um Bandaríkin síðustu áratugi, þá er það sá lærdómur að bandarískt almenningsálit, stjórnmál og utanríkisstefna eru mjög óstöðug fyrirbæri. Mestu skiptir hvaða tryggingu Sovét- menn vilja fá varðandi framtíðina. Þeir hafa til skamms tíma krafist þess að Bandaríkjamenn samþykki að koma ekki upp geimvörnum nema með sam- komulagi við Sovétríkin. Það gæti reynst erfitt fyrir bandarískan forseta, hver svo sem hann væri, að fallast á slíkt, og veita Sovétmönnum þannig neitunarvald yfir framþróun bandarískrar tækni. Reagan- stjórnin bendir einmitt á þetta, og að rétt sé og skylt að kanna til hlítar hvort varn- ir gegn kjarnorkuvopnum séu möguleg- ar. Þessar röksemdir reyndust Reagan forseta vel heima fyrir eftir Reykjavíkur- fundinn, og geta reynst forsetaframbjóð- anda demókrata skeinuhættar. Við bæt- ist að það getur orðið örðugt að sýna fram á hvernig eigi að tryggja fullnægj- andi eftirlit með samningi sem takmarki tilraunir og rannsóknir á geimvörnum. Þannig virðist að minnsta kosti ljóst að samkomulag um geimvarnir, og þar með stórfellda fækkun langdrægra kjarnorku- vopna, mun dragast fram á árið 1989 eða lengur, við bestu kringumstæður. Þá víkur sögunni að framvindu mála í Sovétríkjunum. Sagt er að áður en Gorbatsjov kom til fundarins með Reagan í Washington hafi Banda- ríkjaforseti birgt sig upp af bröndurum til að skemmta félaga Gor- batsjov, meðal annars svonefndum Rússabröndurum. Einn þeirra gekk út á það, að Gorbatsjov ákveður eftir vinnu- dag í Kreml að aka sjálfur heim, en láta bflstjóra sinn sitja í aftursætinu. Sem þeir aka eftir breiðstræti í Moskvuborg taka tveir óbreyttir félagar eftir bfl aðalritar- ans. „Sástu þetta?“ spyr annar. „Gorbat- sjov ók bflnum sjálfur!“„Skítt með það,“ svarar hinn, „en hvaða náungi sat í aft- ursætinu?“ Að sögn ónefndra banda- rískra embættismanna á Gorbatsjov að hafa fundist þetta ákaflega fyndið. Ólíklegt er að máli skipti varðandi grundvallaratriði eins og geimvarnir í stefnu Sovétmanna hvort Gorbatsjov eða einhver annar, og þá væntanlega mun íhaldssamari stjórnarherra, heldur um taumana í Kreml. Þó er hugsanlegt að Gorbatsjov sé líklegri en aðrir til að sýna þann sveigjanleika og taka þá áhættu sem kann að þurfa til að mála- miðlun náist. En hver er framtíð Gorbat- sjovs? Mesta hættan er sú, ef saman fer að hann ergi valdahópa með umbótastefnu sinni, og mistakist jafnframt að bæta lífs- kjör almennings. Einnig kann Gorbat- sjov að verða fangi atburða, neyðast til harkalegra viðbragða, til dæmis vegna óstöðugleika eða uppreisnar í Austur- Evrópuríki, sem myndi hafa mjög slæm pólitísk áhrif á Vesturlöndum, ekki síst í Bandaríkjunum, og grafa undan afvopn- unarviðræðunum. Loks bendir allt til þess að takist ekki samkomulag um langdræg kjarnorku- vopn og geimvopn, sé ekki að vænta samninga á öðrum sviðum, svo sem um frekari fækkun kjarnorkuvopna í Evr- ópu, hvað þá um samdrátt í venjulegum herafla í álfunni. Það ríkir því enn veruleg óvissa um þróun afvopnunarmála, þótt viss jákvæð teikn séu á lofti þar, og í samskiptum austurs og vesturs, svo ekki sé minnst á óleyst vandræði í heimsmálunum að öðru leyti: fátækt, misrétti, kúgun, og átök og óstöðugleika í ýmsum heims- hlutum af þessum sökum. Enn er ekki unnt að spá því að heimurinn taki grundvallar- breytingum, hvorki á þessu ári né næstu árum. Það er hugs- anlegt að kjarnorkuvopnum fækki eitt- hvað, jafnvel þótt ekki takist að semja um geimvarnir og stórfellda fækkun kjarnorkuvopna. Þetta kann að gerast með því að langdræg kjarnorkuvopn verði enn fullkomnari og í auknum mæli hreyfanleg á landi og í kafbátum. Slíkt eykur tæknilegt öryggi vopnanna og get- ur dregið úr þörf risaveldanna fyrir að eiga jafnmörg vopn og núna. Þá er tölu- verður áhugi á því núna, að minnsta kosti í Bandaríkjunum, að leggja minni áherslu á kjarnorkuvígbúnað og verja fénu sem þannig sparast til að smíða fleiri og fullkomnari venjuleg vopn, sem verða sífellt dýrari. Jafnframt er hugsan- legt að vígbúnaðarkapphlaupið taki stefnu á nýjar víddir - út í geiminn. Oft vill gleymast að alveg eins og frið- ur verður ekki tryggður með vopnum, er ekki unnt að koma í veg fyrir ófrið á tæknilegan hátt með samningum um fækkun vopna, jafnvel ekki þótt minni hugmyndafræðilegur ágreiningur valda- mestu ríkja fylgi í kjölfarið. Fyrri heims- styrjöldin braust út þrátt fyrir að valda- menn Evrópuríkja þess tíma ættu flest sameiginlegt í menningarlegu og hug- myndafræðilegu tilliti. Það að aðilar væru álíka sterkir hernaðarlega kom hvorki í veg fyrir fyrri né síðari heims- styrjöldina. Styrjaldir eru fyrst og síðast pólitísk fyrirbæri. Eitt sinn var gefin út bók á ensku, sem á íslensku gæti heitið Blekk- ingin mikla. Þar var því haldið fram að vegna sífellt mikilvirkari hernaðartækni væru styrjaldir orðnar úreltar. Þessi bók kom út árið 1912, fyrir tveimur heims- styrjöldum, tugum smærri styrjalda, þús- undum kjarnorkuvopna og fimmtán leið- togafundum. □ 26 HEIMSMYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.