Heimsmynd - 01.03.1988, Qupperneq 31
Tólf ára gömul, kom-
■n í ballettkjól og læt-
ur sig dreyma.
Lítil og sæt, og horfir
,raman í heiminn.
Hún er einn sjötíu og fimm á
hæð, dökkhærð, grannvaxin
og kvik í hreyfingum. Hún
er á fimmtugasta aldursári,
en hefur útlit mun yngri konu, þótt lítið
fari fyrir andlitsfarða nema endrum og
eins. Hún er svolítið sportleg, í svörtum
jogging-galla og inniskóm, nýkomin úr
sundi, þegar HEIMSMYND sækir hana
heim á Vesturgötuna, einn snjóþungan
janúardag. Hún virðist ekki hafa breytt
sínum lífsháttum eftir að hún varð fjár-
málaráðherrafrú. Hleypur enn á inni-
skónum niður í bæ, ef hana vantar eitt-
hvað í snarheitum. En skyldurnar hafa
aukist, ekki einungis út á við, heldur
ekki síður inni á heimilinu. „Það má
segja að ég sé núna loksins komin í eig-
inkonuhlutverkið í orðsins fyllstu merk-
ingu,“ segir hún sposk.
„Annars hefur þetta verið erfiður
tími, alveg frá því stjórnarmyndunarvið-
ræðurnar hófust," segir Bryndís. „Það er
verið að gera byltingu í stjórnkerfi lands-
ins, og það er unnið dag og nótt. Fyrir
vikið hefur ekki unnist tími til að útskýra
fyrir fólki hvað það er, sem verið er að
gera. Grunnhugmyndin er sú að komast
fyrir skattsvik. - Jú, vöruverð er hátt, en
þetta á eftir að jafnast út. Áhrif tolla-
lækkananna eru ekki fyllilega farin að
sýna sig enn. Það veltur á neytendum
hvernig vöruverð þróast á næstunni. Það
eru þeir einir sem geta haldið kaup-
mönnum í skefjum, og stýrt álagningu
með eftirspurn. Ég tek eftir því núna, að
þrátt fyrir allt tal um hátt vöruverð, þá
lækkar ekkert í matarkörfunni hjá fólki.
Fólk virðist ekki reiðubúið að neita sér
um neitt. Andstaðan gegn söluskattinum
stafar held ég fyrst og fremst af upplýs-
ingaskorti. Ég held þó að erfiðasti hjall-
inn sé að baki. Vinnan er því sem næst
afstaðin, og þá er kynningarstarfið fram-
undan.“
Það vekur athygli hversu sannfærð
hún er í tali sínu um aðgerðir ríkisstjórn-
arinnar, og í því sambandi kemur matar-
reikningurinn hennar margfrægi upp í
hugann. Borða þau enn fyrir þrjátíu þús-
und krónur á mánuði?
„Elskan mín, í fyrra þurftum við að
framfleyta fimm til sex manna fjöl-
skyldu. Nú erum við Kolfinna nánast
tvær einar í mat, því Jón gefur sér ekki
einu sinni tíma til að borða, svo við lif-
um á nánast engu,“ segir hún kímin. „En
krakkarnir kvarta undan því hvað ég sé
aðhaldssöm í peningamálum, og raunar
var það Jón sem kom af stað öllum þess-
um æsingi út af matarreikningnum.
Hann sagði einhvers staðar að hann gæti
vel hugsað sér að ráða mig í fjármála-
ráðuneytið, vegna þess hversu hagsýn
húsmóðir ég væri. Og þá var boltinn
kominn af stað . . . ekki að sökum að
spyrja. En það er rétt, ég fer mjög vel
með peninga. Auk þess þoli ég ekki að
skulda, og er ekki í rónni fyrr en ég hef
HEIMSMYND 31