Heimsmynd - 01.03.1988, Page 38

Heimsmynd - 01.03.1988, Page 38
Hann er maður sem setur bensíngjöfina í botn þótt hann eigi nauðlendingu vísa, í því skyni að koma góðri frétt á skjáinn. Hann er maður andar- taksins, upplifunarinnar, einn af gleði- gjöfum þjóðarinnar undanfarna áratugi og sá grínisti íslenskur sem hefur notið stöðugra vinsælda allan sinn feril og eng- inn amast við þótt taki bakföll og segi vafasama brandara á skjám ríkissjón- varpsins. Hann er einn af elstu starfs- mönnum fréttastofu ríkissjónvarpsins og fékk unga fréttakonu til að taka andköf þegar hann sat við hlið hennar í beinni útsendingu í nærbuxum við bindi, skyrtu og jakka. Hann hefur einnig komið öðru starfsfólki fréttastofunnar til að svitna sökum vinnubragða sinna sem oft eru Iítt undirbúin þótt sjaldnast skeiki honum í beinni útsendingu. Ómar Ragnarsson er grínisti sem tek- ur hlutverk sitt mun alvarlegar en fólk áttar sig almennt á. Þess vegna er hann líkur hirðfíflunum sem voru Shakespeare svo hugleikin. Og þar sem hann bregður sér í gervi fíflsins mitt í darraðardansin- um bregður fyrir bliki í augunum sem fáir sjá. Bliki þess er sjálfur sér og harm- ar en dreymir þó um annað hlutskipti. Það eru þrír áratugir liðnir frá því að Ómar Ragnarsson hóf feril sinn sem skemmtikraftur. Þá þegar vissu skólafé- lagar hans í MR að hann bjó yfir þessum hæfileika, því að æringjahátturinn kom snemma í ljós. Rauðhærður sonur vöru- bflstjórans fór með skólafélagana í bfltúr eftir ball. Allir hlógu hátt, sungu dátt og grínuðust, sem hljómar eins og ung- mennafélagsævintýr nú, mörgum árum síðar. Meira að segja æringjaforinginn sjálfur sat edrú við stýrið og var hreinn sveinn allt þar til hann kynntist núver- andi eiginkonu sinni rúmlega tvítugur. Þau eignuðust börn og buru eins og í ævintýrunum, og alls urðu þau sjö. Óm- ar fór um landið og skemmti á héraðs- mótum með stjórnmálaflokkum sem vildu hressa upp á ræðuflutning fram- bjóðenda. Hann varð skemmtikraftur sem átti sér enga hliðstæðu. Áður höfðu skemmtiatriði samanstaðið af vísum í revíustfl eins og komdu og skoðaðu í kistuna mína. . . Ómar fór að gera grín að stjórnmálamönnum, síðar Spánarför- um og flugfreyjum eða öðrum þáttum ís- lensks þjóðlífs, sem hann gat velt hallær- islega upp. Hann samdi gríntexta við þekkt dægurlög og varð hrókur alls fagn- aðar. „Ég var svo heppinn að koma fram á því augnabliki þegar þörf var fyrir ný- breytni. Því fékk ég fljúgandi start,“ seg- ir hann. Árið 1969 var hann ráðinn fréttamað- ur við sjónvarpið og hefur starfað þar síðan. Galgopahátturinn loddi við hann og þegar að því kom að hann átti að taka á alvarlegum málum, fréttum af hrika- legum atburðum, voru sumir uggandi um hvort rétt væri „að senda helv. . . fíflið í slík mál.“ Ómar leysti þau hins vegar vel af hendi eins og svo margt annað. Stiklur hans eru löngu viðurkenndar sem einn athyglisverðasti hluti innlendrar dag- skrárgerðar ríkissjónvarpsins, en viðtal hans við einfarann Gísla á Uppsölum, sem nú er látinn, er flestum sem á horfðu enn í fersku minni. Ómar Ragnarsson minnist margra tímamóta nú þegar nýtt ár gengur í garð: Hann á 35 ára afmæli sem Ieikari, 30 ára afmæli sem skemmtikraftur og á næsta ári 20 ára afmæli sem fréttamaður. Fyrir mörgum er eins og hann hafi alltaf verið í sviðsljósinu enda stór hluti fullorðinna Islendinga sem fyrst fékk smjörþefinn af honum í barnaafmælum löngu áður en hann rak á fjörur þeirra á árshátíðum. Þó er ekki svo ýkja langt síðan hann leit dagsins ljós í Reykjavík, sama ár og breskur her sté hér á land. Og þótt hann hafi oft snúið á örlagadísirnar og gert líf- ið að græskulausu gamni, hafa erilsöm ár í skemmtanaiðnaði og fjölmiðlun sett sitt mark á hann. Hann er sambland af mið- aldra manni og prakkaralegum strák. Gengur um með farsíma í fatnaði sem hæfir sjö barna föður. Viðmælandi hans getur vart varist brosi andspænis honum því þannig er allt látbragð hans, en þó er eitthvað í fasi hans og tali sem gerir mann hugsi. Það þarf ekki skarpskyggni til að skynja að hann er lokaður maður þótt hann sé einlægur. Enda segir Helga konan hans: „Það veit enginn hvernig Ómar er innst inni.“ Ef til vill gildir hið sama um alla aðra menn. En þar sem þjóð- inni finnst hún eiga Ómar gildir öðru. Hann segist alinn upp með fólki sem hafi innprentað sér einfalda lífsmynd og kannski er æringja- hátturinn hans leið til að viðhalda henni. Á sunnudagsmorgni birtist Ómar Ragnarsson á skrifstofu HEIMSMYND- AR í Aðalstrætinu. Hann er önnum kaf- inn maður sem þarf að þjóta út á land síðdegis og hann er jafnframt upptekinn við tökur á vinsælum spurningaþætti sín- um í sjónvarpinu. Áður en hann stígur fæti sínum yfir þröskuldinn fer þjófa- varnarkerfið í gang af einhverjum óskilj- anlegum ástæðum. í gættinni stendur Ómar með farsímann í hendinni og der- húfu með eyrnaskjólum. Þegar lögreglan mætir á skrifstofuna til að handtaka þjóf- inn er Ómar kominn hálfur upp í glugga- kistu, glaðhlakkalegur á svip, til að reyna að binda enda á ærandi hávaðann. Þegar hann er sestur hringir farsíminn en hann er fljótur að afgreiða erindi við- mælandans. Svo brosir hann og hlær eins og fólk kannast við. Hann hefur ekki alltaf verið svona hress. „Ég hefði orðið upplagður túra- drykkjumaður," segir maðurinn sem „Ég hef oft orðið smeykur. Mál- tækið segir að það séu aðeins til hræddir flugmenn og dauðir flug- menn.“ f „Eg áttaði mig ekki á því að Rotarymenn voru svolítið öðruvísi. f Eg steig á sviðið og hóf að segja svefnher- bergisbrandara . . .“ 38 HEIMSMYND FRIÐÞJÓFUR HELGASON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.