Heimsmynd - 01.03.1988, Page 40
„í stjómmálum hér
skortir bæði mannúð
og myndugleika. Tími
þessa flokkakerfís sem
nú er við lýði er að
renna sitt endaskeið.“
viðtal í blaðið Frjálsa þjóð eftir að Ómar
lauk stúdentsprófi undir fyrirsögninni:
Stúdentspróf, bíll og íbúð.
Stelpur spiluðu enga rullu. Hvorki þá
né síðar. Það var aðeins Helga konan
hans sem hann kynntist rúmlega tvítugur
og var trúlofaður mánuði síðar. Þrátt
fyrir tvíræða klámbrandara í gegnum ár-
in finnst honum enn skemmtilegra að
dást að straumlínulöguðum línum bíla og
flugvéla en síðast kvenna. „Auðvitað
horfi ég á fallegt kvenfólk eins og allir
karlmenn en ég hugsa að ég geri samt
minna að því en flestir aðrir.“
„Þessar kynlífsvangaveltur" voru ekki
fyrir hendi að hans sögn þegar þau
Helga kynntust. Hann hefur hins vegar
stflað upp á þann markað sem hálf-
kveðnar klámvísur höfða til. „Maður er
fljótur að finna andrúmsloftið í salnum
og hvað fólki líkar. Það er eins og múg-
sefjun eigi sér stað þótt sumir þykist
mjög hneykslaðir eftir á, jafnvel þeir sem
hlógu manna mest. Konur hafa ekkert
síður gaman af hálfkveðnum vísum sem
jaðra við klám. Mannfólkið hefur sínar
innbyggðu hvatir alveg eins og dýrin.“
Þótt hann finni fljótt út hvað sé viðeig-
andi miðað við áheyrendur hefur honum
líka skjátlast. Eitt sinn með þeim afleið-
ingum að hann „fór alveg í rusl og ákvað
að hætta sem skemmtikraftur." Það var
á Rotarysamkomu árið 1964. „Ég var al-
vanur að koma fram á karlakvöldum og
þóttist vita hvað við ætti. Ég áttaði mig
hins vegar ekki á því að Rotarymenn
voru svolítið öðruvísi. Þetta voru fínir
menn í smóking. Ég steig á sviðið og hóf
að segja svefnherbergisbrandara með
flugfreyjuröddu en ég fann smátt og
smátt að salinn setti hljóðan. Það var
myrkur í salnum en ég skynjaði að and-
rúmsloftið var orðið eins og í frystihúsi.
Fólk fór að fussa og sveia. Loks sté grá-
hærður maður upp á sviðið og spurði
hvort ætlunin væri að láta mig halda
áfram. Hvorki fyrr né síðar hefur mér
liðið eins illa á sviði og þarna. Ég fór
heim og var staðráðinn í að hætta en fyr-
ir þrábreiðni undirleikara míns skemmti
ég skátum viku seinna og síðan hefur
ekki orðið lát á.“
Nú klappa Rotarymenn hann
upp aftur og aftur. „Nú
reyni ég að sveigja skemmti-
dagskrána betur að áheyr-
endum. Það þarf ekki miklar tilfærslur.
Ég hendi ársgömlum dagskrám en hef úr
það miklu að moða að ég lendi ekki í
vandræðum."
Hann talar um fágaðri dagskrá og á þá
við kímni í formi þjóðfélagsádeilu, fer-
skeytlur eða sópranaríur sem hann flaut-
ar. Victor Borge er uppáhaldsgrínisti
hans erlendur og það segir margt um
hann að háðfuglinn Tom Lehrer er einn-
ig í miklu uppáhaldi hjá honum. Ómar á
sér nefnilega þann draum að vera tekinn
mun alvarlegar.
Alvöru lífsins kynntist hann einnig
ungur en uppgötvaði fljótt að hláturinn
var besta vopnið gegn vonbrigðum í lífs-
ins ólgusjó. Að í landinu búi tvær þjóðir
er honum umhugsunarefni. Hann dáir
alþýðumenningu til sveita, hvort sem
hún birtist í gervi bræðranna á Kvískerj-
um, sem hann er nú að gera Stikluþátt
um, eða í konunni sem hann var hjá í
sveit sem barn. „Hún var fráskilin með
tvö börn og bjó norður í Langadal. Tak-
mark hennar var að eignast aftur jörðina
sem hún hafði misst við skilnaðinn. Á
heimili sínu hafði hún fjóra niðursetn-
inga og með mikilli vinnu tókst henni að
nurla saman peningum til að kaupa jörð-
ina og láta syni sínum hana í té. Þessi
kona innprentaði mér virðingu fyrir
vinnunni.“
Hann er vinnuþjarkur og ætlar sér oft
að gera meira á skemmri tíma en aðrir.
Sumir samstarfsmanna hans lýsa honum
sem bæði fífldjörfum og að hann tefli
iðulega á tæpasta vað. Einn fréttamaúna
sjónvarps lýsir því svo: „Ómar kemur úr
förðun fimm mínútum fyrir beina frétta-
útsendingu. Yfirleitt er hann að semja
lesinn texta inn á fréttir þegar verið er
að lesa fréttayfirlitið. Maður veit aldrei á
hverju maður á von þegar maður situr
við hlið hans fyrir framan myndavélarn-
ar í fréttatímunum. Oft semur hann text-
ann jafnóðum og myndböndin eru sett á
skjáinn. Samt skeikar honum iðulega
ekki um meira en tvær sekúndur. Enginn
annar leikur þetta eftir - né reynir það.“
Eitt sinn fyrir kosningar kom
Ómar með nöfn frambjóð-
enda í einu kjördæmanna inn í
miðjan fréttatíma á meðan
fréttamynd var á skjánum. Svo illa vildi
til að í fátinu við að skella miðanum á
borðið fyrir framan fréttaþulinn hellti
hann vatnsglasi yfir miðann þannig að
letrið máðist út. Það kom fát á þulinn en
Ómar skellti sér á bak við myndavélina
og myndaði nöfn frambjóðenda með
vörunum sem þulurinn las af. Ómar
gleymdi atvikinu mínútu síðar en þulur-
inn sennilega aldrei.
„Það er aldrei eins mikið fjör á frétta-
stofunni og mikil spenna og þegar Ómar
er að vinna,“ segir einn fréttamannanna.
Honum er lýst sem léttum, geðgóðum
vinnufélaga sem tekst alltaf að bjarga
hlutum fyrir horn. Mörgum finnst sem
hann njóti þess hreinlega að ögra að-
stæðum, eins og flug- og kappaksturs-
sögur benda einnig til.
„Ég hef oft orðið smeykur," segir
hann sjálfur og bætir við: „Máltækið seg-
ir að það séu aðeins til hræddir flugmenn
og dauðir flugmenn. Auðvitað er ég oft
hræddur að fljúga í vondum veðrum.
Hins vegar hef ég aldrei orðið eins
hræddur á ævi minni og fyrir mörgum
árum þegar ég var að keyra yfir breiða
brú með lágum handriðum við Grafar-
holt. Ég hugðist fara fram úr bfl sem var
á undan mér. Þá brá svo við að þessi bfll
sveigði inn á miðja brúna. Ég átti um
tvennt að velja; að keyra aftan á bflinn á
fullri ferð og ógna lífi ökumannsins, eða
keyra beint á handriðið og stefna eigin
lífi í bráða hættu. Ég tók síðari kostinn.
Það varð mér hins vegar til lífs að við
brúarhandriðið var malarhrúga sem veg-
hefill hafði skilið eftir. Bflinn endasentist
upp á kant og ég fór á tveimur hjólum
milli handriðsins og hins bflsins yfir
brúna.“
Hann segist auðvitað reyna að taka
sem sjaldnast áhættu sem stofni lífi sínu í
voða, vegna ábyrgðar sinnar sem margra
barna faðir. „Helga konan mín er ótrú-
lega sterk. Hún er sjómannsdóttir sem
missti föður sinn sjö ára. Hún hefur ver-
ið mér traustur bakhjarl öll þessi ár og
framhald á bls. 112
40 HEIMSMYND