Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 45
Eitt af því sem enn er óleyst eru
til dæmis vistunarmál geðsjúkra
afbrotamanna.
Þótt menn tali fallega í þingræðum, þá kveður
við annan tón þegar farið er að tala um
fjárveitingar, og fullyrða má að síðasta áratug
hafi fátt verið gert til úrbóta.
málaráðherra hefur þó nýlega sagt að
hann muni beita sér fyrir samvinnu ráðu-
neytanna um úrlausn á þessu máli.
HVAÐ ER TIL RÁÐA?
Um það eru menn ekki á einu
máli. Á sínum tíma voru
bundnar vonir við byggingu
sérstaks ríkisfangelsis, sem
rúma skyldi hundrað fanga og hafa innan
sinna vébanda ýmsar deildir, m.a.
kvennafangelsi, geðheilbrigðisdeild og
fleira. Gert var ráð fyrir þess konar
stofnun í lögum, og fyrir rúmum áratug
var hafist handa við byggingu ríkisfang-
elsis á Tunguhálsi í Kópavogi. Aldrei
reis þó byggingin upp af grunninum, og
grunnurinn stendur enn sem gapandi tóft
á Tunguhálsi. Byggingu þessari hefur
enda ekki verið fylgt eftir, því á síðari
árum hafa vaknað efasemdir um gagn-
semina af slíku fangelsi.
Einn þeirra sem hafa haft með fang-
elsismál að gera, er Þorsteinn Jónsson,
deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu.
Þorsteinn er ekki fylgjandi hugmyndinni
um ríkisfangelsi, fremur en ýmsir aðrir,
og telur eðlilegra að reka fangelsi í
smærri einingum, jafnvel smærri en nú er
gert til dæmis á Litla-Hrauni, sem hann
álítur of stóra byggingu. „Ég er þeirrar
skoðunar að það eigi að fækka fanga-
klefum á Litla-Hrauni og nýta meira
pláss en gert hefur verið undir starfsem-
ina. Elsti hluti hússins er mjög illa fallinn
til notkunar og klefarnir of litlir. Æski-
legt væri að reka nokkur fangelsi, sem
ennfremur væru misþung, það er að
segja vistuðu hvert um sig fanga sem
komnir væru á svipuðum forsendum. En
þau mega heldur ekki vera of stór, því
það er ekki ákjósanlegur kostur að öllu
ægi saman.“
Af öllu má þó ljóst vera, að við svo
búið má ekki standa, og um það atriði
eru menn sammála. I ljósi þeirrar um-
ræðu, sem átt hefur sér stað um fangels-
ismál á íslandi upp á síðkastið, jafnt í
þingsölum, fjölmiðlum og meðal al-
mennings, verður fróðlegt að fylgjast
með framvindu mála.