Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 45

Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 45
Eitt af því sem enn er óleyst eru til dæmis vistunarmál geðsjúkra afbrotamanna. Þótt menn tali fallega í þingræðum, þá kveður við annan tón þegar farið er að tala um fjárveitingar, og fullyrða má að síðasta áratug hafi fátt verið gert til úrbóta. málaráðherra hefur þó nýlega sagt að hann muni beita sér fyrir samvinnu ráðu- neytanna um úrlausn á þessu máli. HVAÐ ER TIL RÁÐA? Um það eru menn ekki á einu máli. Á sínum tíma voru bundnar vonir við byggingu sérstaks ríkisfangelsis, sem rúma skyldi hundrað fanga og hafa innan sinna vébanda ýmsar deildir, m.a. kvennafangelsi, geðheilbrigðisdeild og fleira. Gert var ráð fyrir þess konar stofnun í lögum, og fyrir rúmum áratug var hafist handa við byggingu ríkisfang- elsis á Tunguhálsi í Kópavogi. Aldrei reis þó byggingin upp af grunninum, og grunnurinn stendur enn sem gapandi tóft á Tunguhálsi. Byggingu þessari hefur enda ekki verið fylgt eftir, því á síðari árum hafa vaknað efasemdir um gagn- semina af slíku fangelsi. Einn þeirra sem hafa haft með fang- elsismál að gera, er Þorsteinn Jónsson, deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Þorsteinn er ekki fylgjandi hugmyndinni um ríkisfangelsi, fremur en ýmsir aðrir, og telur eðlilegra að reka fangelsi í smærri einingum, jafnvel smærri en nú er gert til dæmis á Litla-Hrauni, sem hann álítur of stóra byggingu. „Ég er þeirrar skoðunar að það eigi að fækka fanga- klefum á Litla-Hrauni og nýta meira pláss en gert hefur verið undir starfsem- ina. Elsti hluti hússins er mjög illa fallinn til notkunar og klefarnir of litlir. Æski- legt væri að reka nokkur fangelsi, sem ennfremur væru misþung, það er að segja vistuðu hvert um sig fanga sem komnir væru á svipuðum forsendum. En þau mega heldur ekki vera of stór, því það er ekki ákjósanlegur kostur að öllu ægi saman.“ Af öllu má þó ljóst vera, að við svo búið má ekki standa, og um það atriði eru menn sammála. I ljósi þeirrar um- ræðu, sem átt hefur sér stað um fangels- ismál á íslandi upp á síðkastið, jafnt í þingsölum, fjölmiðlum og meðal al- mennings, verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.