Heimsmynd - 01.03.1988, Side 58

Heimsmynd - 01.03.1988, Side 58
Leikararnir Kevin Kline og Denzel Washington í hlutverkum Woods og Bikos. Donald Woods var blaðamaöur og ritstjóri í Suður-Afríku um langt árabil. margt fólk sem var gagnrýnið á stjórnar- farið og vildi auka réttindi blökku- manna. Það er langt síðan ég uppgötvaði að auðvitað hafði þetta fólk, sem ég var í andstöðu við, hárrétt fyrir sér.“ Donald komst langt í blaða- mennskunni. Hann byrjaði sem smáfréttaritari á Daily Dispatch, sem gefið er út í East London. Þar hækkaði hann óðar í tign, en tók sér leyfi og fór til Bretlands árið 1958 og vann í Mekku blaðamanna í Fleet Street í Lundúnum. Þar var hann ráðinn að stórblaðinu Daily Herald eftir miklar þreifingar í breskum blaðaheimi. Woods ætlaði sér aldrei að dvelja lengur en tvö ár erlendis og að þeim tíma liðn- um sneri hann aftur til Suður-Afríku og tók upp sitt gamla starf á Daily Dis- patch. Örlögin höguðu því þannig að eft- ir nokkurra ára starf þar var hann gcrður að ritstjóra blaðsins, þrjátíu og eins árs að aldri. Donald skrifaði á þessum árum ritstjónargreinar sem dreift var um allar jarðir. Hann varð stöðugt harðari í dóm- um sínum um stjórnarfarið í Suður-Afr- íku og barðist með krafti orðanna fyrir auknum réttindum blökkumanna. Mér verður hugsað til rit- skoðunar og lagasetninga í Suður-Afrfku, og spyr hann hvort menn séu enn jafn frjálsir að því að gagnrýna af hörku og vægðarleysi stjómarfarið og hann gerði á sínum tíma? „Nei, það er ekki hægt lengur. Ef maður ritstýrir blaði í Suður-Afríku þá finnur maður fljótt að réttur manns til að gagnrýna er afar takmarkaður. Þegar ég var ritstjóri vorum við bundin fjölmörg- um lagasetningum, sem heftu okkur mjög. Það var fyrir tíu árum. Nú hafa bæst við ný lög, sem eru mun óvægnari en þau er við þurftum að glíma við. Rit- skoðunin er orðin harðari og refsilögin eru víðtækari. Meira að segja erlendir blaðamenn verða núna fyrir barðinu á ritskoðuninni. Þegar ég var við störf sem þingfréttamaður í suður-afríska þinginu, var þó nokkuð algengt að þeir blaða- menn sem gagnrýndu þingmenn Afrika- ana væru útilokaðir frá þinginu. Þetta voru aðallega blaðamenn sem skrifuðu greinar er birtust í hinum vestræna heimi. Enskumælandi blaðamenn. Afrikaan-pressan hefur alltaf verið íhaldssöm og ótrúlega blind á galla stjórnarinnar. Flest blöð eru reyndar orðin mjög íhaldssöm og vör um sig, því í rauninni er ekki hægt að gagnrýna leng- ur. Ekkert stórblað í Suður-Afríku vogar sér að gera árásir á stjórnina. Það eru samt ennþá gefin út nokkur vikublöð, sem af og til blása í lúðra gegn aðskiln- aðarstefnunni." Allt er í heiminum hverfult, hugsar greinarhöfundur og minnist þess að dag einn fyrir þrettán árum skrifaði Donald Woods leiðara í blað sitt. Þetta var ósköp venjuleg ritstjórnargrein, að öðru leyti en því að í henni réðst Woods á leiðtoga blökkumanna, Steve Biko, sem þá lét mikið að sér kveða í réttindabar- áttu þeirra. Biko var í banni stjórnvalda og gat því ekki svarað fyrir sig á neinn hátt. Donald skrifaði að Biko og félagar hans væru svartir kynþáttahatarar og að hreyfing þeirra The Black Consciousness Movement væri æsingasöm og hættuleg. Af hverju fannst þér hreyfingin vera vafasöm? „I rauninni vissi ég ekki fyrir hvað hreyfingin stóð. Ég hafði mínar skoðanir af afspurn, sem var dæmigert fyrir hvítan Suður-Afríkana, því þeir hlusta eiginlega aldrei á það sem svartir eru að segja. Jafnvel þótt þeir séu frjálslyndir hvftir 58 HEIMSMYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.