Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 59

Heimsmynd - 01.03.1988, Síða 59
menn, þá halda þeir að þeir viti betur en þeir svörtu. Ég verð að viðurkenna, að ég las ekki það sem Biko og félagar hans voru að segja, og þessi leiðari minn var fullur af hleypidómum. Það sem ég hafði heyrt um þá, mat ég á voðalega grunn- færinn hátt. Mér sýndist svo að þeir væru algjörlega á móti hvítum mönnum og að þeir hefðu engan áhuga á samvinnu við frjálslynda hvíta menn. Fyrir mér þýddi þetta aðeins eitt, að þeir væru svartir kynþáttahatarar. En um leið og ég hitti Steve Biko og fylgismenn hans, rann upp fyrir mér ljós. Ég hafði haft á röngu að standa, og hreyfingin var langt frá því að vera hættuleg. Þvert á móti skoðunum mínum sá ég að hreyfingin var friðsamleg og réttsýn. Hún byggði upp sjálfstraust blökkumanna og sýndi þeim að þeir voru manneskjur, en alls ekki óæðri hvítum, þótt þeir væru litnir slíkum augum af þeim sem héldu um valdataumana." Hvernig maður var Steve Biko? Hann var fyrst og fremst mjög gáfaður maður og réttsýnn. Þegar ég hitti hann fyrst og kynntist honum, fannst mér að þarna væri kominn sá blökkumaður sem suður-afríska þjóðin þyrfti virkilega á að halda, vegna þess að hann var alls ekki ofstækisfullur. En hann lét ekki troða á sér sem manneskju og fór alla tíð sínar eigin leiðir, jafnvel þegar hann var í banninu. Hann skrifaði greinar og hitti fólk, blekkti öryggislögregluna miskunn- arlaust. Hann var mjög hugaður maður og það varð honum líklega að falli. Hann var handtekinn á leið til Höfða- borgar þar sem hann ætlaði að ávarpa fund. Ég get nefnt þér dæmi um hversu hugaður hann var. Oftar en einu sinni var hann færður á lögreglustöðina, þar sem honum var sýnd mikil óvirðing og hann svívirtur á margan hátt. En alltaf þegar Biko var laminn, þá sló hann til baka. Hann lét aldrei viðgangast að farið væri með hann líkt og skepnu, en einmitt þannig fer öryggislögreglan með blökku- menn í Suður-Afríku. Biko lamdi alltaf til baka, þegar hann var sleginn af hvít- um manni. Tilgáta mín er sú, að þeir hafi verið að lemja hann í fangelsinu þegar hann dó, og hann hafi slegið á móti. Þeir hafa mjög líklega misst stjórn á sér og lamið hann þar til yfir lauk. Ég man þetta eins og það hefði gerst í gær; hann var handtekinn 6. september 1977, yfirhevrður í tuttugu og tvo tfma sam- fleytt, laminn og pyntaður. Ég hef það eftir mjög öruggum heimildum að hann hafi legið nakinn í dái í sex daga áður en hann dó.“ Steve Biko og Donald Woods voru vinir í tvö ár, eða þar til Biko var drep- inn. Hin opinbera skýring á dauða hans var sú að hann hefði svelt sig í hel. Woods fór með ekkju Bikos, Ntsiki, til að skoða líkið og tók með sér Ijósmynd- ara sem myndaði Biko í bak og fyrir. Á líkama hans voru margir áverkar, sér- staklega á höfðinu. Woods birti þessar myndir í blaði sínu og heimtaði opinbera rannsókn á málinu. Allan þann tíma sem Donald þekkti Biko var sá síðarnefndi bannaður, sem þýddi að hann mátti hvorki skrifa né tala opinberlega og ekki tala við fleiri en eina manneskju í senn. Ferðafrelsi hans var einnig skert. Eftir dauða Bikos var Woods einnig bannaður vegna skrifa sinna um málið. „þetta var mjög erfitt fyrir mig vegna þess að ég er mjög félagslyndur maður í eðli mínu. Ég er viss um að Steve hefði verið skemmt að sjá mig lenda í sömu aðstöðu og hann hafði verið í. Allt í einu var maður sviptur þeim sjálfsögðu rétt- indum að mega tala við marga í einu, og Richard Attenborough leggur lokahönd á gerð kvikmyndarinnar CRY FREEDOM eftir bók Donald S. Woods, um ævi og örlög Steve Bikos. Myndin verður frumsýnd hér á landi innan tíðar. HEIMSMYND 59
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.