Heimsmynd - 01.03.1988, Page 67
halda í þessa kvenímynd, og troða öllum
konum í sama mót ákveða eðli hennar
og skilgreina hana líffræðilega, eins og
nútíma femínistar gera. Næsta skrefið
verður svo það, að áfellast konu fyrir að
vera ekki kvenleg, vera karl-kona. Með
öðrum orðum, að fordæma fólk á grund-
velli kynferðis, sem er sambærilegt við
kynþáttafordóma. Þetta er andstætt
kvenfrelsishugjóninni, sem miðar að því
að brjóta konuna undan þessu fargi.“
Bókmenntafræðingar hafa löng-
um litið á það sem hlutverk
sitt að rýna í textann, og
lesa út úr honum meðal ann-
ars allt sem getur gefið hugsun, bak-
grunn og hneigð höfundarins til kynna.
Sú rýni einskorðast ekki við fyrirætlanir
höfundarins, því hlutverk bókmennta-
fræðingsins er ekki eingöngu að átta sig
á meðvitaðri hugsun höfundar og ætlun,
heldur einnig því sem höfundinum er
ómeðvitað. Eða með öðrum orðum, að
vita meira um höfundinn en hann veit
sjálfur. Að Svövu áliti er þó sá galli á
gjöf Njarðar að í þeirri viðleitni hætti
mönnum til að fara svo langt út fyrir
textann, að það sé spurning hvort hægt
sé að kalla það bókmenntafræði.
„Nýrýnin sem kom upp fyrr á öldinni
var á vissan hátt andsvar við þeirri til-
hneigingu að túlka verk út frá persónu
og ævi höfundar, því samkvæmt henni
bar mönnum að halda sig við hinn skrif-
aða texta. Sú aðferð getur vissulega
gengið of langt, í einangrun sinni frá
öðrum þáttum mannlífsins, en ég fæ ekki
betur séð en að það sem síðan tók við og
nú tíðkast, sé hin gamla aðferð, að nota
listaverkið sem tæki til að skilgreina höf-
und út frá stétt eða kynferði. Þetta geng-
ur út í öfgar: bók er skilgreind og fundin
út úr henni einhver tiltekin lögmál. Út
frá þessu koma menn með lögmál um
það hvernig maður úr alþýðustétt, nú
eða kona, skuli hugsa eða skrifa, sem-
sagt: forskriftin er komin. Út frá bók-
menntafræðilegu sjónarmiði má aldrei
missa sjónar á því, að listaverkið gengur
fyrir. Listaverkið er það sem allt snýst
um. Menn mega heldur ekki gleyma því,
að sjálfsvitundin er alltaf að breytast, og
þar af leiðandi einnig hinn svokallaði
reynsluheimur. Reynsla nútímakonu er
ekki sambærileg við reynslu aldamóta-
konu, og tjáningarmátinn getur ekki ver-
ið það heldur."
Er hún með öðrum orðum að segja að
kvennabókmenntafræðin, sem þá afleið-
ing kvennapólitíkur, sé á villigötum?
„Já. Femínisminn, eins og hann er
notaður, er í andstöðu við jafnrétti.
Hann upphefur andstæður milli kynj-
anna, en aðrar mikilvægar andstæður
mannlífsins þurrkast einfaldlega út.
Hvað með til dæmis stéttaandstæður og
fleira: hvað eigum við að segja um hvíta
yfirstéttarkonu í Suður-Afríku sem hefur
svartan garðyrkjumann? Ég er hrædd
um að mikilvægir þættir í verkum Nad-
ine Gordimer lægju óbættir hjá garði, ef
þessari aðferð væri beitt við hana.“
En skáldverkið er ekki einkamál höf-
undar, eins og rithöfundur nokkur benti
á þegar hann líkti útgáfu bókar við það
að horfa á eftir barni sínu út í heiminn,
vitandi að þaðan í frá væri auðna þess
undir öðrum komin.
Rithöfundur sem hefur gefið verk sitt
út, hefur gefið öðrum hlutdeild í því, og
þaðan í frá er það orðið efniviður í
höndum lesandans, þáttur í hans tilfinn-
inga- og sálarlífi. Minnug þessa, og einn-
ig umræðunnar í kvennabókmenntum
hjá Helgu Kress, liggur beinast við að
spyrja hvort verkin hennar hafi þá ef til
vill verið misskilin frá upphafi; hvort þau
hafi jafnvel aldrei verið á þeim nótum
sem til dæmis eru slegnar í þessum fræð-
um?
„Ég fagnaði þessari kvennabók-
menntaumræðu á sínum tíma. Ég fann
þar stuðning við það að ég sem kona
gæti kvatt mér hljóðs með sama rétti og
aðrir rithöfundar. En ég ætlaði mér
aldrei að vera í fararbroddi fyrir kenn-
ingu um það hvernig karl eigi að vera
eða kona. í uppgjöri mínu við bók-
menntahefðina fólst ekki kvennapólitísk
afstaða, heldur afstaða jafnréttis. Upp-
gjör mitt var persónulegt, og hafi verk-
um mínum verið vel tekið, stafar það
vonandi af því að ég hef reynt að fella
mína eigin skynjun að listrænum kröf-
um.“
Hlutverkaskiptinguna í Gunn-
laðar sögu hafa margir túlk-
að þannig að Gunnlöð, það
er konan, sé tákn lífsins og
karlinn, Óðinn, sé tákn valdsins. Þessi
tákn eru skilgreind sem kvenleg og karl-
leg tákn, og má ekki segja að um þetta
hverfist söguþráður bókarinnar?
„Það er kerið sem er tákn gyðjunnar
og gyðjan er kvenaflið í tilverunni.
Mjöðurinn í kerinu er lífsins mjöður, en
ég má kannski minna á að mjaðurtin,
kjarni þess drykkjar, er þrungin kynngi-
mögnuðum safa mánans, sem er karllegt
afl í tilverunni. Þegar Gunnlöð er uppi á
heiðinni að tína mjaðurtina, segir hún:
„Ég beið þess að undrið gerðist, að
mánagoðið sjálft stigi niður, og byði mér
að bergja af lífsins drvkk." Enda var
geirinn líka mikilvægt tákn í konungs-
vígslunni. Út úr bókinni í heild les ég
ekki neitt einhliða kvenlegt, eða einhliða
karllegt, heldur líf. Og það er svosem
hvorki einfalt né einkynja. Ég vona að
lesendur virði mér það til vorkunnar,
þótt ég geti ekki útskýrt alla bókina í
einu viðtali, en ég læt mér nægja að
segja, að hliðstætt gyðjunni í nútímanum
eru jörð og sól, sem í goðheimi fyrri alda
fólks var kölluð hásæti, eða gullstóll. Og
ef handhafi valdsins verður einráður,
SYSTIR
GUNNLAÐAR
F
A yrir hvern er það ekki fínt
að vera rithöfundur? Hvaða
sjálfkjörna yfirstétt ritsnillinga
lætur flæmast af skáldabekk af
því þeir þola ekki kvenkyns
sessunaut og eru fúsir til að
svíkja skáldskapinn? Slíkir
menn voru til forna kallaðir
bekkskrautuðir og voru ekki
hátt skrifaðir.
HEIMSMYND 67