Heimsmynd - 01.03.1988, Qupperneq 74
Ég svona hálf bjóst við
að fá Hamletinn um leið
og ég kæmi út úr
Leiklistarskólanum.
En A-samningurinn
er ekki sjáanlegur enn.
Róbert Arnfinns, Rúrik, Kristbjörgu og
Helgu Bachman: „Borðaðu grautinn þinn
Guðmundur, ég skal gá að kindunum á
meðan!“ Þetta héldum við að væri leiðin
til að finna hið eina rétta. Síðan þá hef
ég farið í gegnum nokkur skeið með hin-
um mismunandi gúrúum. Alltaf hef ég
haldið að ég væri á réttri leið að sann-
leikanum. Nú held ég bara að leitin taki
engan enda. Við erum öll að fást við
svipaða hluti.“
Hann segir þann möguleika þó oft
hafa komið upp í huga sinn að hætta öllu
saman; leitinni og listinni. „Það gerist
iðulega rétt fyrir frumsýningar. Um dag-
inn datt mér til dæmis í hug að best væri
að vinna í kiljunum í Eymundsson; lesa
glæpasögur alla daga. En ég kemst ekk-
ert út úr þessu úr því sem komið er.
Verð reyndar að viðurkenna að ég svona
hálf bjóst við að fá Hamletinn um leið og
ég kæmi út úr Leiklistarskólanum. En
það ætlar að láta bíða eftir sér. A-samn-
ingurinn er ekki sjáanlegur enn.“
Ertu þá að bíða eftir að komast á
Benz?
„Já, ég hefði svo sem ekkert á móti
því að aka um á Benz, eftir nokkur ár.
En ég skil spurninguna. Hvenær er mað-
ur farinn að vinna svo mikið að maður er
hættur að gera hluti sem eru manni mik-
ilvægir? Það er ekki stórt vandamál fyrir
mig núna. Á Hótel íslandi geri ég bara
hluti sem eru skemmtilegir. Ég nýt þess
að gera búninginn kláran, hlaupa fram á
sviðið og dansa. Það er líf í tuskunum og
Haukur Morthens kannski að syngja!
Einhver sagði um daginn að það væri
möguleiki á því að framfleyta fjölskyldu
sinni af þessari atvinnu. Það væri æðis-
legt! En það má líka spyrja sig hvort
ekki sé hægt að fara inn í kerfið til að
breyta því innan frá. Þetta segjum við
mjög oft, gömlu flippararnir, þegar við
þrömmum inn í kerfið - ég er bara á egó-
flippi, finnst gaman að fá borgað fyrir
það. Svo er sá möguleiki alltaf fyrir
hendi að bylta eftir að inn í kerfið er
komið.
Annars var ég til dæmis að vinna með
þeim Rúrik og Baldvin Halldórssyni í
kvikmyndinni um Nonna og Manna. Þar
komst ég að því að þessir karlar eru að
pæla í sömu hlutum og ég. Bæði kerfið
og ég sjálfur koma mér á óvart. Yndis-
legt! Það sem er hættulegt er að leikar-
inn fái ekki að njóta sín; að honum leið-
ist og öðrum leiðist hann. Ég hef mi'na
aðferð til að komast hjá því.“
MMeð skilvirkari sölutækni,
markaðsfræði og flæðandi
almannatengslum leikhús-
anna ættu aðsóknarmetin
að falla hvert um annað þvert. Hvers
vegna láta þau á sér standa? Er leikhúsið
gelt?
„Ef fólk, eins og til dæmis það sem
undanfarið hefur verið saman á nám-
skeiðinu með Úrúgvæmanninum Maríó,
fengi að vinna á kaupi við að gera það
sem því finnst spennandi, léti nýsköpun-
in ekki á sér standa. Nú er staðan þann-
ig, að leikarinn getur varla sagt nei við
tilboðum um hlutverk. Til þess að vinna
fyrir fjölskyldu þarf leikarinn að vinna
geðveikislega mikið. Miklu meira en
iðnaðarmaðurinn til dæmis. Enginn hef-
ur efni á því að vera með stæla, nei-
stimpillinn er of hættulegur sem framtíð-
arnesti."
Samkvæmt þessu liggur beinast við að
álykta að leikarar séu tilneyddir að taka
þátt í sölumennskunni. Árni Pétur tekur
undir það, en þó ekki alfarið.
„Tímarnir hafa breyst. Nú er staðan
þannig að framúrstefnu-leikhúsið, sem
framhald á bls. 109
74 HEIMSMYND